Khan náði endurkjöri í London Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2021 14:02 Gleði Khan var hóflega eftir að hann tryggði sér endurkjör sem borgarstjóri London gær. Verkamannaflokkurinn átti enn einar slæmu kosningarnar. Vísir/EPA Þrátt fyrir slakt gegni Verkamannaflokksins í sveitarstjórnarkosningunum á Bretlandi í gær náði Sadiq Khan endurkjöri sem borgarstjóri í London. Leiðtogi Verkamannaflokksins ætlar að hrista upp í forystusveit flokksins í ljósi úrslitanna annars staðar. Khan var fyrsti músliminn til að verða borgarstjóri stórrar vestrænnar borgar þegar hann náði fyrst kjöri árið 2016. Hann hlaut 55,2% atkvæða í borgarstjórnarkosningunum í gær gegn 44,8% Shauns Baily, frambjóðanda Íhaldsflokksins. Sigur Khan var naumari nú en fyrir fimm árum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Verkamannaflokkurinn reið þó ekki feitum hesti frá sveitarstjórnarkosningunum almennt. Hann tapaði í bæjum og sveitum í sögulega sterkum vígum sínum á Mið- og Norður-Englandi þar sem hann hlaut slæma útreið sömuleiðis í þingkosningum fyrir tveimur árum. The Guardian segir að Keir Starmer, leiðtogi flokksins, ætli sér að gera breytingar í framvarðarsveit hans til að bregðast við úrslitunum. Ætlun hans sé að fleiri þungavigtarmenn sem geta vafið fjölmiðlum um fingur sér í leiðtogastöður. Á meðal þeirra sem eru nefndir til sögunnar eru Yvette Cooper, fyrrverandi vinnumála- og eftirlaunaráðherra, og Hilary Benn, fyrrverandi þróunarmálaráðherra, sem gætu fengið aukið vægi innan Verkamannaflokksins á næstunni. Bretland England Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Fleiri fréttir Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Sjá meira
Khan var fyrsti músliminn til að verða borgarstjóri stórrar vestrænnar borgar þegar hann náði fyrst kjöri árið 2016. Hann hlaut 55,2% atkvæða í borgarstjórnarkosningunum í gær gegn 44,8% Shauns Baily, frambjóðanda Íhaldsflokksins. Sigur Khan var naumari nú en fyrir fimm árum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Verkamannaflokkurinn reið þó ekki feitum hesti frá sveitarstjórnarkosningunum almennt. Hann tapaði í bæjum og sveitum í sögulega sterkum vígum sínum á Mið- og Norður-Englandi þar sem hann hlaut slæma útreið sömuleiðis í þingkosningum fyrir tveimur árum. The Guardian segir að Keir Starmer, leiðtogi flokksins, ætli sér að gera breytingar í framvarðarsveit hans til að bregðast við úrslitunum. Ætlun hans sé að fleiri þungavigtarmenn sem geta vafið fjölmiðlum um fingur sér í leiðtogastöður. Á meðal þeirra sem eru nefndir til sögunnar eru Yvette Cooper, fyrrverandi vinnumála- og eftirlaunaráðherra, og Hilary Benn, fyrrverandi þróunarmálaráðherra, sem gætu fengið aukið vægi innan Verkamannaflokksins á næstunni.
Bretland England Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Fleiri fréttir Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Sjá meira