Minnst tuttugu látin í árásum Ísraelshers á Gasa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. maí 2021 23:07 Sprenging á Gasa í kjölfar loftárása Ísraelshers á svæðið. AP/Adel Hana Ísraelsher hefur gert loftárásir á Gasa-svæðið, þar sem minnst 20 hafa látist. Börn eru á meðal látinna. Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið og hefur tölu látinna eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Árásirnar eru sagðar svar ísraelskra stjórnvalda við loftskeytum sem skotið var frá Gasa í átt að Jerúsalem. Ísraelsher skaut einhver skeytanna niður, en engin þeirra eru talin hafa náð að valda miklu tjóni. Harka hefur færst í átök milli Ísraels og Palestínu síðustu daga vegna áforma ísraelskra stjórnvalda um að hrekja palestínskt fólk burt úr hverfi í austurhluta Jerúsalem, þar sem landtökufólk hefur gert sig heimakomið. Átökin fóru stigvaxandi í dag, þar sem Ísrael fagnaði í dag svokölluðum „Jerúsalemdegi,“ þar sem þess er minnst þegar Ísrael náði stjórn yfir austurhluta Jerúsalem í sex daga stríðinu árið 1967. Fyrr í dag mótmæltu Palestínumenn við al-Aqsa moskuna á Musterishæðinni í Jerúsalem. Mótmælin sneru að áðurnefndum fyrirætlunum Ísraela um að bola fólki úr hluta borgarinnar. Yfir þrjú hundruð mótmælendur særðust í átökum við ísraelsku lögregluna. Ísrael heitir hefndum Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir að með loftskeytaárásunum hafi Hamas-samtökin, sem fara með vald á Gasa-svæðinu, farið „yfir rauða línu“ og búast megi við því að Ísrael svari með „miklum mætti.“ Þá hefur BBC eftir háttsettum embættismanni innan Ísraelshers að minnst þrír vígamenn Hamas hafi dáið í loftárásunum. „Við erum byrjuð, ég endurtek, byrjuð, að ráðast gegn hernaðarlegum skotmörkum á Gasa.“ Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að stríðandi fylkingar haldi sig til hlés. Hann beindi orðum sínum þó sérstaklega til Hamas-liða og sagði þá verða að hætta loftskeytaárásum sínum tafarlaust. Ísrael Palestína Bandaríkin Tengdar fréttir Fjölda eldflauga skotið að Ísrael Tugum eldflauga hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og Jerúsalem í dag. Forsvarsmenn Hamas höfðu gefið yfirvöldum Ísraels frest til klukkan þrjú í dag, að íslenskum tíma, til að yfirgefa al-Aqsa moskuna á musterishæð. 10. maí 2021 16:07 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið og hefur tölu látinna eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Árásirnar eru sagðar svar ísraelskra stjórnvalda við loftskeytum sem skotið var frá Gasa í átt að Jerúsalem. Ísraelsher skaut einhver skeytanna niður, en engin þeirra eru talin hafa náð að valda miklu tjóni. Harka hefur færst í átök milli Ísraels og Palestínu síðustu daga vegna áforma ísraelskra stjórnvalda um að hrekja palestínskt fólk burt úr hverfi í austurhluta Jerúsalem, þar sem landtökufólk hefur gert sig heimakomið. Átökin fóru stigvaxandi í dag, þar sem Ísrael fagnaði í dag svokölluðum „Jerúsalemdegi,“ þar sem þess er minnst þegar Ísrael náði stjórn yfir austurhluta Jerúsalem í sex daga stríðinu árið 1967. Fyrr í dag mótmæltu Palestínumenn við al-Aqsa moskuna á Musterishæðinni í Jerúsalem. Mótmælin sneru að áðurnefndum fyrirætlunum Ísraela um að bola fólki úr hluta borgarinnar. Yfir þrjú hundruð mótmælendur særðust í átökum við ísraelsku lögregluna. Ísrael heitir hefndum Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir að með loftskeytaárásunum hafi Hamas-samtökin, sem fara með vald á Gasa-svæðinu, farið „yfir rauða línu“ og búast megi við því að Ísrael svari með „miklum mætti.“ Þá hefur BBC eftir háttsettum embættismanni innan Ísraelshers að minnst þrír vígamenn Hamas hafi dáið í loftárásunum. „Við erum byrjuð, ég endurtek, byrjuð, að ráðast gegn hernaðarlegum skotmörkum á Gasa.“ Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að stríðandi fylkingar haldi sig til hlés. Hann beindi orðum sínum þó sérstaklega til Hamas-liða og sagði þá verða að hætta loftskeytaárásum sínum tafarlaust.
Ísrael Palestína Bandaríkin Tengdar fréttir Fjölda eldflauga skotið að Ísrael Tugum eldflauga hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og Jerúsalem í dag. Forsvarsmenn Hamas höfðu gefið yfirvöldum Ísraels frest til klukkan þrjú í dag, að íslenskum tíma, til að yfirgefa al-Aqsa moskuna á musterishæð. 10. maí 2021 16:07 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Fjölda eldflauga skotið að Ísrael Tugum eldflauga hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og Jerúsalem í dag. Forsvarsmenn Hamas höfðu gefið yfirvöldum Ísraels frest til klukkan þrjú í dag, að íslenskum tíma, til að yfirgefa al-Aqsa moskuna á musterishæð. 10. maí 2021 16:07