Tveir Ísraelar eru sagðir látnir í eldflaugaárásum Hamas-samtakanna en þær fylgja í kjölfar átaka lögreglu og Palestínumanna á Musterishæðinni í Jerúsalem þar sem hundruð Palestínumanna særðust. Mikil spenna er í borginni og átökin þau mestu í áraraðir.
Ísraelski herinn hefur svarað eldflaugaskotum Hamas af mikilli hörku og Benjamín Netanjahú forsætisráðherra segir herinn ætla að setja aukinn þunga í árásirnar.
Ísraelar segjast hafa gert árásir á 150 skotmörk á Gasasvæðinu. Heilbrigðisráðuneyti Palestínumanna segir 28 hafa látist í árásunum, þar af níu börn.