Mavericks og Trail Blazers með mikilvæga sigra á meðan Lakers marði Rockets Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2021 11:31 Damian Lillard var frábær í nótt. Alex Goodlett/Getty Images Sex leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Í Vesturdeildinni unnu Dallas Mavericks og Portland Trail Blazers mikilvæga sigra sem þýðir að það er nær öruggt að ríkjandi meistarar Los Angeles Lakers þurfa að fara í umspil um sæti í úrslitakeppninni. Dallas lagði New Orleans Pelicans 125-107 í nótt. Luka Dončić var að venju aðalmaðurinn í liði Dallas en hann skoraði 33 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Tim Hardaway Junior kom þar á eftir með 27 stig. Hjá Pelicans dreifðist stigaskorið töluvert. Eric Bledsoe og Jaxson Hayes voru stigahæstir með 15 stig en alls skoruðu sjö leikmenn 10 stig eða meira. Luka Doncic (33 PTS, 8 REB, 8 AST) knocks down 7 threes as the @dallasmavs keep pace in the West! #MFFL pic.twitter.com/Uon2f30MMI— NBA (@NBA) May 13, 2021 Portland gerði sér lítið fyrir og lagði Utah Jazz með sjö stiga mun, 105-98. Damian Lillard var að venju stigahæstur í liði Portland með 30 stig og 6 stoðsendingar. Þar á eftir kom CJ McCollum með 26 stig á meðan Jusuf Nurkić var með tvöfalda tvennu, 11 stig og 15 fráköst. Hjá Utah var Jordan Clarkson enn á ný sjóðandi heitur en hann gerði 29 stig á 30 mínútum. Þá var Rudy Gobert með tvennu, 15 stig og 20 fráköst. Dame and CJ lead the way in the @trailblazers 5th straight win... as they stay at #5 out West! #RipCity @Dame_Lillard: 30 PTS, 6 AST@CJMcCollum: 26 PTS pic.twitter.com/eIV2oHFxSF— NBA (@NBA) May 13, 2021 Sigrar þessara liða þýða að þegar tveir leikir eru eftir af deildakeppni NBA-deildarinnar er nær ómögulegt fyrir meistara Los Angeles Lakers, sem lögðu Houston Rockets í nótt 124-122, að ná þessum liðum. Lakers situr í 7. sæti deildarinnar og þarf því að fara í umspil um að komast í úrslitakeppnina. Var sú breyting gerð vegna þess að tímabilið var stytt um tíu leiki. Efstu sex liðin í hvorri deild fara í úrslitakeppnina en liðin í 7. til 10. sæti fara í umspil. Lakers voru án LeBron James, Anthony Davis, Alex Caruso og Marc Gasol í nótt. Liðið rétt marði því slakt Rockets lið þökk sé 23 stigum og 10 stoðsendingum Talen Horton-Tucker. Þá skoraði Andre Drummond 20 stig ásamt því að taka 10 fráköst. THT & KUZ put together clutch performances for the @Lakers... LAL remains within 1 game of #6 in the West! #LakeShow @Thortontucker: 23 PTS, 10 AST@kylekuzma: 19 PTS, 10 REB, 7 AST pic.twitter.com/d0EDwQrKK4— NBA (@NBA) May 13, 2021 Í Austurdeildinni vann Atlanta Hawks fjögurra stiga sigur á Washington Wizards, 120-116. Trae Young var ekki langt frá tvöfaldri þrennu í liði Hawks en hann skoraði 33 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Hjá Washington var Russell Westbrook stigahæstur með 34 stig, hann gaf einnig 15 stoðsendingar. Brooklyn Nets vann San Antonio Spurs 128-116 og Cleveland Cavaliers vann Boston Celtics 102-94. Hér má sjá stöðuna í deildinni þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt Sjá meira
Dallas lagði New Orleans Pelicans 125-107 í nótt. Luka Dončić var að venju aðalmaðurinn í liði Dallas en hann skoraði 33 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Tim Hardaway Junior kom þar á eftir með 27 stig. Hjá Pelicans dreifðist stigaskorið töluvert. Eric Bledsoe og Jaxson Hayes voru stigahæstir með 15 stig en alls skoruðu sjö leikmenn 10 stig eða meira. Luka Doncic (33 PTS, 8 REB, 8 AST) knocks down 7 threes as the @dallasmavs keep pace in the West! #MFFL pic.twitter.com/Uon2f30MMI— NBA (@NBA) May 13, 2021 Portland gerði sér lítið fyrir og lagði Utah Jazz með sjö stiga mun, 105-98. Damian Lillard var að venju stigahæstur í liði Portland með 30 stig og 6 stoðsendingar. Þar á eftir kom CJ McCollum með 26 stig á meðan Jusuf Nurkić var með tvöfalda tvennu, 11 stig og 15 fráköst. Hjá Utah var Jordan Clarkson enn á ný sjóðandi heitur en hann gerði 29 stig á 30 mínútum. Þá var Rudy Gobert með tvennu, 15 stig og 20 fráköst. Dame and CJ lead the way in the @trailblazers 5th straight win... as they stay at #5 out West! #RipCity @Dame_Lillard: 30 PTS, 6 AST@CJMcCollum: 26 PTS pic.twitter.com/eIV2oHFxSF— NBA (@NBA) May 13, 2021 Sigrar þessara liða þýða að þegar tveir leikir eru eftir af deildakeppni NBA-deildarinnar er nær ómögulegt fyrir meistara Los Angeles Lakers, sem lögðu Houston Rockets í nótt 124-122, að ná þessum liðum. Lakers situr í 7. sæti deildarinnar og þarf því að fara í umspil um að komast í úrslitakeppnina. Var sú breyting gerð vegna þess að tímabilið var stytt um tíu leiki. Efstu sex liðin í hvorri deild fara í úrslitakeppnina en liðin í 7. til 10. sæti fara í umspil. Lakers voru án LeBron James, Anthony Davis, Alex Caruso og Marc Gasol í nótt. Liðið rétt marði því slakt Rockets lið þökk sé 23 stigum og 10 stoðsendingum Talen Horton-Tucker. Þá skoraði Andre Drummond 20 stig ásamt því að taka 10 fráköst. THT & KUZ put together clutch performances for the @Lakers... LAL remains within 1 game of #6 in the West! #LakeShow @Thortontucker: 23 PTS, 10 AST@kylekuzma: 19 PTS, 10 REB, 7 AST pic.twitter.com/d0EDwQrKK4— NBA (@NBA) May 13, 2021 Í Austurdeildinni vann Atlanta Hawks fjögurra stiga sigur á Washington Wizards, 120-116. Trae Young var ekki langt frá tvöfaldri þrennu í liði Hawks en hann skoraði 33 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Hjá Washington var Russell Westbrook stigahæstur með 34 stig, hann gaf einnig 15 stoðsendingar. Brooklyn Nets vann San Antonio Spurs 128-116 og Cleveland Cavaliers vann Boston Celtics 102-94. Hér má sjá stöðuna í deildinni þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt Sjá meira