Árásir halda áfram og heimili leiðtoga Hamas jafnað við jörðu Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2021 08:01 Mörg hús hafa verið jöfnuð við jörðu á Gasa á undanförnum dögum. AP/Khalil Hamra Samhliða því að verða fyrir auknum þrýstingi um að koma á vopnahléi virðast Ísraelsmenn hafa hert loftárásir sínar á Gasa-ströndina. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, heitir áframhaldandi árásum en her Ísraels segist hafa jafnað hús leiðtoga Hamas á Gasa og bróður hans við jörðu í nótt. Ísraelsher hefur markvisst beint árásum sínum gegn leiðtogum Hamas en þeir eru í felum á Gasa. AP fréttaveitan segir ólíklegt að þeir hafi verið á heimilum sínum þegar árásir voru gerðar á þau. Þá ver Ismail Haniyeh, æðsti leiðtogi Hamas, tíma sínum að mestu í Tyrklandi og Katar en bæði ríkin styðja samtökin. Haniyeh er nú staddur í Katar þar sem hann sagði í gær að rætur þessara nýjustu átaka mætti rekja til Jerúsalem. Hann sagði Ísraelsmenn hafa talið sig geta jafnað al-Aqsa moskuna við jörðu og vísað Palestínumönnum úr Shekh Jarrah hverfinu. Hann varaði Netanjahú við því að leika sér að eldi og sagði að „titill orrustunnar, stríðsins og uppreisnarinnar væri Jerúsalem, Jerúsalem, Jerúsalem“, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Sjá einnig: Biden hringdi í leiðtoga Ísrael og Palestínu Hamas og aðrir hafa skotið um 2.900 eldflaugum á Ísrael frá því á mánudaginn. Samkvæmt hernum um helmingur þeirra verið skotinn niður eða hrapað til jarðar innan Gasa-strandarinnar. Hamas og Islamic Jihad hafa viðurkennt að tuttugu meðlimir samtakanna hafi verið felldir í loftárásum Ísraels frá því á mánudaginn. Ísraelsher segir fjölda fallinna þó mun hærri í rauninni. Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem Hamas stýrir, segir 153 Palestínumenn hafa fallið í loftárásum Ísraels, þar af 42 börn. Minnst tíu eru sagir hafa fallið í Ísrael frá því átökin hófust á mánudaginn, samkvæmt Reuters. Þar af tvö börn. Ísraelsmenn hafa gert hundruð loftárása á svæðinu, þar sem um tvær milljónir Palestínumanna búa í miklu þéttbýli. Mörg hús hafa verið jöfnuð við jörðu. Sjá einnig: Fjölmiðlabygging sprengd í loft upp í enn einni loftárásinni Alþjóðasamfélagið hefur kallað eftir vopnahléi á svæðinu og mun öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda um átökin í dag. Í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi sagði Netanjahú þó að árásir Ísraelshers myndu halda áfram, svo lengi sem þeirra væri þörf, samkvæmt frétt BBC. Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Ísraelsher hefur markvisst beint árásum sínum gegn leiðtogum Hamas en þeir eru í felum á Gasa. AP fréttaveitan segir ólíklegt að þeir hafi verið á heimilum sínum þegar árásir voru gerðar á þau. Þá ver Ismail Haniyeh, æðsti leiðtogi Hamas, tíma sínum að mestu í Tyrklandi og Katar en bæði ríkin styðja samtökin. Haniyeh er nú staddur í Katar þar sem hann sagði í gær að rætur þessara nýjustu átaka mætti rekja til Jerúsalem. Hann sagði Ísraelsmenn hafa talið sig geta jafnað al-Aqsa moskuna við jörðu og vísað Palestínumönnum úr Shekh Jarrah hverfinu. Hann varaði Netanjahú við því að leika sér að eldi og sagði að „titill orrustunnar, stríðsins og uppreisnarinnar væri Jerúsalem, Jerúsalem, Jerúsalem“, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Sjá einnig: Biden hringdi í leiðtoga Ísrael og Palestínu Hamas og aðrir hafa skotið um 2.900 eldflaugum á Ísrael frá því á mánudaginn. Samkvæmt hernum um helmingur þeirra verið skotinn niður eða hrapað til jarðar innan Gasa-strandarinnar. Hamas og Islamic Jihad hafa viðurkennt að tuttugu meðlimir samtakanna hafi verið felldir í loftárásum Ísraels frá því á mánudaginn. Ísraelsher segir fjölda fallinna þó mun hærri í rauninni. Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem Hamas stýrir, segir 153 Palestínumenn hafa fallið í loftárásum Ísraels, þar af 42 börn. Minnst tíu eru sagir hafa fallið í Ísrael frá því átökin hófust á mánudaginn, samkvæmt Reuters. Þar af tvö börn. Ísraelsmenn hafa gert hundruð loftárása á svæðinu, þar sem um tvær milljónir Palestínumanna búa í miklu þéttbýli. Mörg hús hafa verið jöfnuð við jörðu. Sjá einnig: Fjölmiðlabygging sprengd í loft upp í enn einni loftárásinni Alþjóðasamfélagið hefur kallað eftir vopnahléi á svæðinu og mun öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda um átökin í dag. Í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi sagði Netanjahú þó að árásir Ísraelshers myndu halda áfram, svo lengi sem þeirra væri þörf, samkvæmt frétt BBC.
Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira