Alþjóðaorkumálastofnunin: Hætta þarf fjárfestingum í jarðefnaeldsneyti strax Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2021 13:34 Frá Garzweiler-kolanámunni við Jackerath í Þýskalandi. Hætta verður allri fjárfestingu í jarðefnaeldsneyti ætli menn sér að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. AP/Martin Meissner Hægt er að feta þröngt einstigi til að ná metnaðarfyllra markmiði Parísarsamkomulagsins um hnattræna hlýnun en til þess verður að hætta strax fjárfestingum í nýjum kolanámum og olíu- og gaslindum í heiminum. Umbylta þarf orkukerfi heimsins og skipta jarðefnaeldsneyti út fyrir endurnýjanlega orkugjafa. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA) um hvað þarf að gerast í orkugeiranum til þess að mannkynið nái kolefnishlutleysi fyrir miðjan þessa öld og halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C eins og stefnt er að í Parísarsamkomulaginu. Í skýrslunni eru lögð fram fjögur hundruð skref sem varða leiðina að því að umbylta orkugeiranum. Fyrir utan að hætta fjárfestingum í jarðefnaeldsneyti er þar lagt til að sölu á bílum með sprengihreyfilvélum verði hætt fyrir 2035 og að hlutur sólar- og vindorku fjórfaldist frá metárinu í fyrra fyrir árið 2030, að sögn AP-fréttastofunnar. Til þess að ná markmiðinu um kolefnishlutleysi fyrir 2050 eða fyrr sem mörg ríki heims hafa sett sér, þar á meðal Ísland, þurfa endurnýjanlegir orkugjafar að taka fram úr kolaorku strax árið 2026, sigla fram úr olíu og gasi fyrir 2030 og árið 2050 þurfa endurnýjanlegir orkugjafar að framleiða tvo þriðju hluta allrar orku í heiminum og 90% raforkunnar, að því er segir í umfjöllun Carbon Brief um skýrsluna. Laura Cozzi, einn skýrsluhöfundanna, segir að ekki þurfi aðeins að stórauka framleiðslugetu endurnýjanlegra orkugjafa og sölu á rafbílum heldur þurfi einnig að auka orkunýtni verulega næsta áratuginn. Byggja þurfi upp raforkukerfi og hleðslustöðvar fyrir rafbíla til þess að hægt verði að skipta úr jarðefnaeldsneyti yfir í rafmagn. Margir viðbótarkostir við að hverfa frá jarðefnaeldsneyti Fyrir utan að forða hörmungum vegna áframhaldandi loftslagsbreytinga gera skýrsluhöfundar stofnunarinnar ráð fyrir því að aðgerðir til að rjúfa fíkn mannkynsins í jarðefnaeldsneyti hafi mikla kosti í för með sér. Kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina muni auka heimsframleiðslu, skapa milljónir starfa, sjá heimsbyggðinni fyrir raforku fyrir árið 2030 og koma í veg fyrir milljónir ótímabærra dauðsfalla vegna loftmengunar. Spár Alþjóðaorkumálastofnunarinnar sjálfrar bendir ekki til þess að mannkynið sé á réttir leið til þess að ná kolefnishlutleysi og metnaðarfyllra markmiðinu sem samið var um í París. Hún gerir ráð fyrir því að aukningin á losun á gróðurhúsalofttegundum í ár eftir tímabundinn samdrátt í kórónuveiruheimsfaraldrinum verði sú næstmesta í áratug. Hnattræn hlýnun nemur nú þegar meira en 1°C frá upphafi iðnbyltingarinnar. Haldi losun manna á gróðurhúsalofttegundum áfram óbreytt gæti hlýnun náð allt frá 3-5°C á þessari öld. Vísindamenn vara við því að slíkri hlýnun fylgdi hækkun yfirborðs sjávar, stækari hitabylgjur, skæðari þurrkar, ákafari úrkoma og vaxandi veðuröfgar sem ógna bæði lífríki jarðar og samfélagi manna. Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA) um hvað þarf að gerast í orkugeiranum til þess að mannkynið nái kolefnishlutleysi fyrir miðjan þessa öld og halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C eins og stefnt er að í Parísarsamkomulaginu. Í skýrslunni eru lögð fram fjögur hundruð skref sem varða leiðina að því að umbylta orkugeiranum. Fyrir utan að hætta fjárfestingum í jarðefnaeldsneyti er þar lagt til að sölu á bílum með sprengihreyfilvélum verði hætt fyrir 2035 og að hlutur sólar- og vindorku fjórfaldist frá metárinu í fyrra fyrir árið 2030, að sögn AP-fréttastofunnar. Til þess að ná markmiðinu um kolefnishlutleysi fyrir 2050 eða fyrr sem mörg ríki heims hafa sett sér, þar á meðal Ísland, þurfa endurnýjanlegir orkugjafar að taka fram úr kolaorku strax árið 2026, sigla fram úr olíu og gasi fyrir 2030 og árið 2050 þurfa endurnýjanlegir orkugjafar að framleiða tvo þriðju hluta allrar orku í heiminum og 90% raforkunnar, að því er segir í umfjöllun Carbon Brief um skýrsluna. Laura Cozzi, einn skýrsluhöfundanna, segir að ekki þurfi aðeins að stórauka framleiðslugetu endurnýjanlegra orkugjafa og sölu á rafbílum heldur þurfi einnig að auka orkunýtni verulega næsta áratuginn. Byggja þurfi upp raforkukerfi og hleðslustöðvar fyrir rafbíla til þess að hægt verði að skipta úr jarðefnaeldsneyti yfir í rafmagn. Margir viðbótarkostir við að hverfa frá jarðefnaeldsneyti Fyrir utan að forða hörmungum vegna áframhaldandi loftslagsbreytinga gera skýrsluhöfundar stofnunarinnar ráð fyrir því að aðgerðir til að rjúfa fíkn mannkynsins í jarðefnaeldsneyti hafi mikla kosti í för með sér. Kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina muni auka heimsframleiðslu, skapa milljónir starfa, sjá heimsbyggðinni fyrir raforku fyrir árið 2030 og koma í veg fyrir milljónir ótímabærra dauðsfalla vegna loftmengunar. Spár Alþjóðaorkumálastofnunarinnar sjálfrar bendir ekki til þess að mannkynið sé á réttir leið til þess að ná kolefnishlutleysi og metnaðarfyllra markmiðinu sem samið var um í París. Hún gerir ráð fyrir því að aukningin á losun á gróðurhúsalofttegundum í ár eftir tímabundinn samdrátt í kórónuveiruheimsfaraldrinum verði sú næstmesta í áratug. Hnattræn hlýnun nemur nú þegar meira en 1°C frá upphafi iðnbyltingarinnar. Haldi losun manna á gróðurhúsalofttegundum áfram óbreytt gæti hlýnun náð allt frá 3-5°C á þessari öld. Vísindamenn vara við því að slíkri hlýnun fylgdi hækkun yfirborðs sjávar, stækari hitabylgjur, skæðari þurrkar, ákafari úrkoma og vaxandi veðuröfgar sem ógna bæði lífríki jarðar og samfélagi manna.
Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Sjá meira