Þar sem ástin er kæfð Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Andrean Sigurgeirsson skrifa 19. maí 2021 09:31 Á Íslandi má oft sjá regnbogafána á ótrúlegustu stöðum. Oft eru þeir litlir og virðast kannski óþarfir, en jafnvel krítaður regnbogafáni á töflunni á kaffihúsi vermir mörgu hinsegin fólki um hjartað og gefur til kynna að um öruggara rými sé að ræða. Það að fáninn okkar er að einhverju leyti orðinn hluti af daglegu lífi hér á landi, getur orðið til þess að við gleymum því að regnbogafáninn er tákn sem víða er talið stórhættulegt. Á fjölmörgum stöðum í heiminum nýtur hinsegin fólk nefnilega hvorki tjáningar- eða félagafrelsis. Hinsegin fólk er víða beitt ofbeldi, handtekið, fangelsað, pyntað og líflátið fyrir að vera eins og það er. Ástin er kæfð. Nú er væntanlegur til Íslands utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, og tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu fyrir hönd Rússa á morgun, fimmtudag. Í tilefni komu hans viljum við hvetja fólk til þess að mótmæla því óréttlæti og ofbeldi sem hinsegin fólk þarf að sæta af hálfu rússneskra stjórnvalda með því að hefja regnbogafánann á loft. En rifjum fyrst upp nokkur brot af þeirri markvissu skerðingu mannréttinda sem hefur átt sér stað í Rússlandi á undanförnum árum. Árið 2013 ákváðu rússnesk stjórnvöld að banna svokallaðan ‘hinsegin áróður’ með viðauka við barnaverndarlög. Lögin má túlka mjög vítt og þau hafa það í för með sér að í raun er bannað að öllu leyti að sýna samkynja sambönd sem eðlilegan hluta af samfélaginu. Áróðurslögin banna þannig alla opinbera viðburði hinsegin fólks, m.a. gleðigöngur og aðrar samkomur. Þau hafa nú í átta ár verið notuð á markvissan hátt til þess að þagga niður í baráttufólki fyrir mannréttindum og til þess að kynda undir hatri á hinsegin fólki. Rússneskum stjórnvöldum hefur með þessum hætti tekist að auka andúð almennings á hinsegin fólki á methraða. Í fyrra voru samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu stjórnarskrárbreytingar sem fólu meðal annars í sér að skilgreina hjónaband sem einungis samband karls og konu. Borgaraleg réttindi samkynja para og lagaleg staða hinsegin fjölskyldna er því engin í Rússlandi og engar breytingar í augsýn. Síðastliðið haust tókst naumlega að koma í veg fyrir lagabreytingar sem áttu að skerða réttindi samkynja para enn frekar og koma í veg fyrir að trans fólk geti fengið lagalega viðurkenningu á kyni sínu, en björninn er þó ekki unninn. Samhliða skerðingu á lagalegum réttindum hafa rússnesk stjórnvöld látið hreinar ofsóknir gegn hinsegin fólki viðgangast óátaldar. Í apríl 2017 hófu yfirvöld í sjálfsstjórnarhéraðinu Tsjetsjeníu skipulagða útrýmingu á hinsegin karlmönnum, eða svokallaða hreinsun. Hundruðir karlmanna voru handteknir og pyntaðir grimmilega fyrir það eitt að hrífast af sama kyni og a.m.k. þrír voru myrtir. Í byrjun árs 2019 bárust síðan fréttir af því að hafist hefði ný hrina ofsókna. Samkvæmt baráttusamtökunum Russian LGBT Network voru um 40 manns tekin haldi og tvö myrt. Yfirvöld í Rússlandi vissu af þessum ofsóknum og leiddu þær hjá sér og hika raunar ekki við að framselja hinsegin fólk sem flúið hefur til Rússlands aftur til Tsjetsjeníu, eins og nýleg dæmi sanna. Í Rússlandi heldur barátta hinsegin fólks því áfram við erfiðar aðstæður, þökk sé hugrökku fólki sem leggur líf sitt í hættu til þess að berjast fyrir betri heimi. Hinsegin aktívistar eru meðal annars ítrekað handtekin og sótt til saka fyrir þann meinlausa gjörning að hefja merki hinsegin fólks á loft í almannarýminu: Regnbogafánann. Táknið sem við sjáum svo víða á Íslandi að við gleymum því hversu mikilvægt það er. Samtökin ‘78 hvetja öll þau sem geta til þess að nýta það frelsi sem við höfum hér á landi og standa með rússneskum systkinum okkar. Sýnum hinsegin fólki í Rússlandi að okkur er ekki sama, styðjum við staðfestu þeirra í flóðbylgju mótlætis og haturs. Flöggum regnbogafánanum á fánastöngum, úti í glugga, á vinnustöðum, í skólum. Sýnum Sergei Lavrov og rússneskum stjórnvöldum að þeim mun aldrei takast að kæfa ástina með hatri. Flöggum fyrir mannréttindum! #FLÖGGUM Þorbjörg Þorvaldsdóttir er formaður Samtakanna '78 og Andrean Sigurgeirsson varaformaður Samtakanna '78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Rússland Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi má oft sjá regnbogafána á ótrúlegustu stöðum. Oft eru þeir litlir og virðast kannski óþarfir, en jafnvel krítaður regnbogafáni á töflunni á kaffihúsi vermir mörgu hinsegin fólki um hjartað og gefur til kynna að um öruggara rými sé að ræða. Það að fáninn okkar er að einhverju leyti orðinn hluti af daglegu lífi hér á landi, getur orðið til þess að við gleymum því að regnbogafáninn er tákn sem víða er talið stórhættulegt. Á fjölmörgum stöðum í heiminum nýtur hinsegin fólk nefnilega hvorki tjáningar- eða félagafrelsis. Hinsegin fólk er víða beitt ofbeldi, handtekið, fangelsað, pyntað og líflátið fyrir að vera eins og það er. Ástin er kæfð. Nú er væntanlegur til Íslands utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, og tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu fyrir hönd Rússa á morgun, fimmtudag. Í tilefni komu hans viljum við hvetja fólk til þess að mótmæla því óréttlæti og ofbeldi sem hinsegin fólk þarf að sæta af hálfu rússneskra stjórnvalda með því að hefja regnbogafánann á loft. En rifjum fyrst upp nokkur brot af þeirri markvissu skerðingu mannréttinda sem hefur átt sér stað í Rússlandi á undanförnum árum. Árið 2013 ákváðu rússnesk stjórnvöld að banna svokallaðan ‘hinsegin áróður’ með viðauka við barnaverndarlög. Lögin má túlka mjög vítt og þau hafa það í för með sér að í raun er bannað að öllu leyti að sýna samkynja sambönd sem eðlilegan hluta af samfélaginu. Áróðurslögin banna þannig alla opinbera viðburði hinsegin fólks, m.a. gleðigöngur og aðrar samkomur. Þau hafa nú í átta ár verið notuð á markvissan hátt til þess að þagga niður í baráttufólki fyrir mannréttindum og til þess að kynda undir hatri á hinsegin fólki. Rússneskum stjórnvöldum hefur með þessum hætti tekist að auka andúð almennings á hinsegin fólki á methraða. Í fyrra voru samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu stjórnarskrárbreytingar sem fólu meðal annars í sér að skilgreina hjónaband sem einungis samband karls og konu. Borgaraleg réttindi samkynja para og lagaleg staða hinsegin fjölskyldna er því engin í Rússlandi og engar breytingar í augsýn. Síðastliðið haust tókst naumlega að koma í veg fyrir lagabreytingar sem áttu að skerða réttindi samkynja para enn frekar og koma í veg fyrir að trans fólk geti fengið lagalega viðurkenningu á kyni sínu, en björninn er þó ekki unninn. Samhliða skerðingu á lagalegum réttindum hafa rússnesk stjórnvöld látið hreinar ofsóknir gegn hinsegin fólki viðgangast óátaldar. Í apríl 2017 hófu yfirvöld í sjálfsstjórnarhéraðinu Tsjetsjeníu skipulagða útrýmingu á hinsegin karlmönnum, eða svokallaða hreinsun. Hundruðir karlmanna voru handteknir og pyntaðir grimmilega fyrir það eitt að hrífast af sama kyni og a.m.k. þrír voru myrtir. Í byrjun árs 2019 bárust síðan fréttir af því að hafist hefði ný hrina ofsókna. Samkvæmt baráttusamtökunum Russian LGBT Network voru um 40 manns tekin haldi og tvö myrt. Yfirvöld í Rússlandi vissu af þessum ofsóknum og leiddu þær hjá sér og hika raunar ekki við að framselja hinsegin fólk sem flúið hefur til Rússlands aftur til Tsjetsjeníu, eins og nýleg dæmi sanna. Í Rússlandi heldur barátta hinsegin fólks því áfram við erfiðar aðstæður, þökk sé hugrökku fólki sem leggur líf sitt í hættu til þess að berjast fyrir betri heimi. Hinsegin aktívistar eru meðal annars ítrekað handtekin og sótt til saka fyrir þann meinlausa gjörning að hefja merki hinsegin fólks á loft í almannarýminu: Regnbogafánann. Táknið sem við sjáum svo víða á Íslandi að við gleymum því hversu mikilvægt það er. Samtökin ‘78 hvetja öll þau sem geta til þess að nýta það frelsi sem við höfum hér á landi og standa með rússneskum systkinum okkar. Sýnum hinsegin fólki í Rússlandi að okkur er ekki sama, styðjum við staðfestu þeirra í flóðbylgju mótlætis og haturs. Flöggum regnbogafánanum á fánastöngum, úti í glugga, á vinnustöðum, í skólum. Sýnum Sergei Lavrov og rússneskum stjórnvöldum að þeim mun aldrei takast að kæfa ástina með hatri. Flöggum fyrir mannréttindum! #FLÖGGUM Þorbjörg Þorvaldsdóttir er formaður Samtakanna '78 og Andrean Sigurgeirsson varaformaður Samtakanna '78.
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar