ESA vill net gervihnatta á braut um tunglið Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2021 09:23 Net gervihnatta á braut um tunglið myndi auðvelda geimferðir þangað og rannsóknarvinnu mjög. ESA Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, vinnur að því að koma samskipta- og staðsetningargervihnöttum á braut um tunglið. Þannig á að auðvelda verulega rannsóknarvinnu og ferðir til tunglsins og þaðan lengra út í sólkerfið. Með slíku kerfi á tunglinu segir ESA að hægt væri að lenda geimförum hvar sem er. Vélmenni gætu keyrt hraðar um yfirborð tunglsins og þá væri jafnvel hægt að fjarstýra þeim og öðrum búnaði betur frá jörðinni. Einnig væri mögulegt að reisa útvarpssjónauka og annan rannsóknarbúnað á fjarhlið tunglsins. Tveir hópar fyrirtækja, með stuðningi ESA, munu gera áætlanir um það að koma gervihnöttum á braut um tunglið, samkvæmt tilkynningu frá stofnuninni. Fjölmörg ríki og fyrirtæki vinna að því að senda menn aftur til tunglsins og stendur til að reisa varanlegar geimstöðvar þar. Það er útlit fyrir reglulegar ferðir til tunglsins á næstu árum og notkun sameiginlegs samskiptanets myndi auðvelda þær geimferðir verulega. Með því að gera tunglferðir ódýrari og jafnvel auðveldari, gætu fleiri ríki sent geimfara þangað. ESA eru aðilar að Artemis áætluninni, sem gengur út á það að lenda geimförum á tunglingu fyrir lok ársins 2024. Fyrr í mánuðinum tilkynnti ESA samstarf við fyrirtæki í Belgíu um að þróa tækni til að vinna súrefni úr tunglryki. Til stendur að senda frumgerð til tunglsins fyrir árið 2025 og gangi það eftir, verður ekki lengur nauðsynlegt að flytja súrefni til tunglsins. Vitað er að tunglryk inniheldur mikið af súrefni og málmum. Súrefnið yrði notað til að leyfa geimförum að anda og málmana yrði hægt að nota í framleiðslu á tunglinu. Þá vinnur NASA einnig að því að nýta sömu tunglferð í að kanna betur hvernig hægt sé að vinna súrefni og vetni úr ís sem finna má í gígum á tunglinu, og mögulega undir yfirborði þess. Súrefnið og vetnið væri hægt að nota til að keyra fleiri geimför, lengra út í sólkerfið. Geimurinn Tækni Tunglið Artemis-áætlunin Tengdar fréttir SpaceX lenti nýjustu frumgerðinni Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX skutu í kvöld enn einni frumgerð geimfarsins Starship á loft frá Texas. Þá tókst þeim að lenda þessari stærðarinnar frumgerð í heilu lagi. Fyrirtækið gerði nýverið samning við Geimvísindastofnun Bandaríkjanna um að flytja geimfara til tunglsins með Starship. 5. maí 2021 23:04 Stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar á loft á morgun Starfsmenn Geimvísindastofnunar Kína stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar þeirra á loft á morgun. Þetta verður fyrsta af ellefu geimskotum sem tengjast byggingu geimstöðvarinnar, sem taka á í gagnið undir lok næsta árs. 28. apríl 2021 11:38 NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur samið við fyrirtækið SpaceX um þróun á lendingarfari sem notað verður til að lenda mönnum á tunglinu. Starfsmenn fyrirtækisins, sem er í eigu auðjöfursins Elon Musk, munu þróa sérstaka tegund Starship geimskipsins og nota það til að lenda tveimur bandarískum geimförum á tunglinu á næstu árum. 17. apríl 2021 10:25 Ætla sér að reisa geimstöð á tunglinu Rússar og Kínverjar hafa gert samkomulag um að reisa rannsóknarstöð á tunglinu. Stöðina vilja þeir nota bæði til könnunar og nýtingar tunglsins í framtíðinni. 11. mars 2021 13:27 Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Með slíku kerfi á tunglinu segir ESA að hægt væri að lenda geimförum hvar sem er. Vélmenni gætu keyrt hraðar um yfirborð tunglsins og þá væri jafnvel hægt að fjarstýra þeim og öðrum búnaði betur frá jörðinni. Einnig væri mögulegt að reisa útvarpssjónauka og annan rannsóknarbúnað á fjarhlið tunglsins. Tveir hópar fyrirtækja, með stuðningi ESA, munu gera áætlanir um það að koma gervihnöttum á braut um tunglið, samkvæmt tilkynningu frá stofnuninni. Fjölmörg ríki og fyrirtæki vinna að því að senda menn aftur til tunglsins og stendur til að reisa varanlegar geimstöðvar þar. Það er útlit fyrir reglulegar ferðir til tunglsins á næstu árum og notkun sameiginlegs samskiptanets myndi auðvelda þær geimferðir verulega. Með því að gera tunglferðir ódýrari og jafnvel auðveldari, gætu fleiri ríki sent geimfara þangað. ESA eru aðilar að Artemis áætluninni, sem gengur út á það að lenda geimförum á tunglingu fyrir lok ársins 2024. Fyrr í mánuðinum tilkynnti ESA samstarf við fyrirtæki í Belgíu um að þróa tækni til að vinna súrefni úr tunglryki. Til stendur að senda frumgerð til tunglsins fyrir árið 2025 og gangi það eftir, verður ekki lengur nauðsynlegt að flytja súrefni til tunglsins. Vitað er að tunglryk inniheldur mikið af súrefni og málmum. Súrefnið yrði notað til að leyfa geimförum að anda og málmana yrði hægt að nota í framleiðslu á tunglinu. Þá vinnur NASA einnig að því að nýta sömu tunglferð í að kanna betur hvernig hægt sé að vinna súrefni og vetni úr ís sem finna má í gígum á tunglinu, og mögulega undir yfirborði þess. Súrefnið og vetnið væri hægt að nota til að keyra fleiri geimför, lengra út í sólkerfið.
Geimurinn Tækni Tunglið Artemis-áætlunin Tengdar fréttir SpaceX lenti nýjustu frumgerðinni Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX skutu í kvöld enn einni frumgerð geimfarsins Starship á loft frá Texas. Þá tókst þeim að lenda þessari stærðarinnar frumgerð í heilu lagi. Fyrirtækið gerði nýverið samning við Geimvísindastofnun Bandaríkjanna um að flytja geimfara til tunglsins með Starship. 5. maí 2021 23:04 Stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar á loft á morgun Starfsmenn Geimvísindastofnunar Kína stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar þeirra á loft á morgun. Þetta verður fyrsta af ellefu geimskotum sem tengjast byggingu geimstöðvarinnar, sem taka á í gagnið undir lok næsta árs. 28. apríl 2021 11:38 NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur samið við fyrirtækið SpaceX um þróun á lendingarfari sem notað verður til að lenda mönnum á tunglinu. Starfsmenn fyrirtækisins, sem er í eigu auðjöfursins Elon Musk, munu þróa sérstaka tegund Starship geimskipsins og nota það til að lenda tveimur bandarískum geimförum á tunglinu á næstu árum. 17. apríl 2021 10:25 Ætla sér að reisa geimstöð á tunglinu Rússar og Kínverjar hafa gert samkomulag um að reisa rannsóknarstöð á tunglinu. Stöðina vilja þeir nota bæði til könnunar og nýtingar tunglsins í framtíðinni. 11. mars 2021 13:27 Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
SpaceX lenti nýjustu frumgerðinni Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX skutu í kvöld enn einni frumgerð geimfarsins Starship á loft frá Texas. Þá tókst þeim að lenda þessari stærðarinnar frumgerð í heilu lagi. Fyrirtækið gerði nýverið samning við Geimvísindastofnun Bandaríkjanna um að flytja geimfara til tunglsins með Starship. 5. maí 2021 23:04
Stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar á loft á morgun Starfsmenn Geimvísindastofnunar Kína stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar þeirra á loft á morgun. Þetta verður fyrsta af ellefu geimskotum sem tengjast byggingu geimstöðvarinnar, sem taka á í gagnið undir lok næsta árs. 28. apríl 2021 11:38
NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur samið við fyrirtækið SpaceX um þróun á lendingarfari sem notað verður til að lenda mönnum á tunglinu. Starfsmenn fyrirtækisins, sem er í eigu auðjöfursins Elon Musk, munu þróa sérstaka tegund Starship geimskipsins og nota það til að lenda tveimur bandarískum geimförum á tunglinu á næstu árum. 17. apríl 2021 10:25
Ætla sér að reisa geimstöð á tunglinu Rússar og Kínverjar hafa gert samkomulag um að reisa rannsóknarstöð á tunglinu. Stöðina vilja þeir nota bæði til könnunar og nýtingar tunglsins í framtíðinni. 11. mars 2021 13:27
Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31