Ný einhverfudeild í Reykjavík Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 21. maí 2021 13:30 Í menntastefnu Reykjavíkurborgar, Látum draumana rætast segir að það sé mikilvægt verkefni að tryggja jöfn tækifæri og aðgang barna að fjölbreyttu námi og starfi sem er í samræmi við áhuga þeirra og hæfileika. Það verkefni þarf að eiga við öll börn, líka börn með einhverfu eða börn með fötlun. Við þurfum að búa til rými í samfélaginu fyrir öll börn og mæta þeim þar sem þau eru hverju sinni. Í Reykjavík eru nú reknar sex einhverfudeildir í grunnskólum borgarinnar, þar sem hver deild hefur 7-13 nemendur. Á fundi borgarráðs í gær var svo samþykkt að fjármagna eina sérdeild til viðbótar fyrir nemendur með einhverfu á unglingastigi. Þessi einhverfudeild verður í Réttarholtsskóla og á að taka til starfa með nýju skólaári í haust. Meginstefnan í íslensku menntakerfi er nám án aðgreiningar. Við þurfum skólakerfi sem hugsar um hagsmuni barnanna. Skólakerfi sem býr til rými fyrir öll börn, einkennist af skilningi og virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífs. En líka skólakerfi sem veitir þann stuðning sem þarf þegar þannig ber undir. Ekkert barn er eins og það á líka við börn með einhverfu. Við sem berum ábyrgð á því að móta skólakerfið þurfum að laga það að þörfum barnanna en ekki ætlast til þess að þau lagi sig að kerfinu. Við sem samfélag höfum alla burði til þess að móta slíkt kerfi og þar með mynda farveg fyrir ólíka einstaklinga með fjölbreytta færni til að vaxa og dafna. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í skóla- og frístundaráði í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Í menntastefnu Reykjavíkurborgar, Látum draumana rætast segir að það sé mikilvægt verkefni að tryggja jöfn tækifæri og aðgang barna að fjölbreyttu námi og starfi sem er í samræmi við áhuga þeirra og hæfileika. Það verkefni þarf að eiga við öll börn, líka börn með einhverfu eða börn með fötlun. Við þurfum að búa til rými í samfélaginu fyrir öll börn og mæta þeim þar sem þau eru hverju sinni. Í Reykjavík eru nú reknar sex einhverfudeildir í grunnskólum borgarinnar, þar sem hver deild hefur 7-13 nemendur. Á fundi borgarráðs í gær var svo samþykkt að fjármagna eina sérdeild til viðbótar fyrir nemendur með einhverfu á unglingastigi. Þessi einhverfudeild verður í Réttarholtsskóla og á að taka til starfa með nýju skólaári í haust. Meginstefnan í íslensku menntakerfi er nám án aðgreiningar. Við þurfum skólakerfi sem hugsar um hagsmuni barnanna. Skólakerfi sem býr til rými fyrir öll börn, einkennist af skilningi og virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífs. En líka skólakerfi sem veitir þann stuðning sem þarf þegar þannig ber undir. Ekkert barn er eins og það á líka við börn með einhverfu. Við sem berum ábyrgð á því að móta skólakerfið þurfum að laga það að þörfum barnanna en ekki ætlast til þess að þau lagi sig að kerfinu. Við sem samfélag höfum alla burði til þess að móta slíkt kerfi og þar með mynda farveg fyrir ólíka einstaklinga með fjölbreytta færni til að vaxa og dafna. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í skóla- og frístundaráði í Reykjavík
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar