Þau í dag, þú á morgun – Nei við Play Drífa Snædal skrifar 21. maí 2021 14:31 Leiðin að hjarta Íslendingar liggur í gegnum fríhöfnina og ódýra flugmiða til útlanda. Það er stór hluti af lífsgæðum okkar að geta ferðast til útlanda, ná í sól og aðra menningu og víkka sjóndeildarhringinn. Slíkt er ekki síst mikilvægt fólki sem býr á eyju í miðju Atlantshafinu. Það er því ekkert skrýtið að margir fagni samkeppni í flugrekstri. Þegar miðstjórn ASÍ hvetur til sniðgöngu á fyrirtæki er það ekki létt og lágstemmd yfirlýsing heldur er mikið í húfi og staðan mjög alvarleg. Hér er ekki aðeins um kjör starfsfólks Play að tefla. Hér er tekist á um grundvallaratriði á íslenskum vinnumarkaði og ef rangt er á haldið geta afleiðingarnar orðið afdrifaríkar fyrir allan almenning. Félagið sem gerir samning við Play er fyrrum stéttarfélag flugmanna hjá WOW-air. Samþykktum félagsins var breytt þannig að það næði yfir flugfreyjur og flugþjóna, en sem kunnugt er hafði félagið ekki hafið flug og því ekki með áhafnir á sínum snærum. Play gerir síðan samning við félagið um kjör flugfreyja og -þjóna áður en ráðningar í slík störf hefjast. Ekki er ljóst hver undirritar samninginn eða samþykkir fyrir hönd vinnandi fólks. Félagið ber skýr merki þess að vera svokallað „gult“ stéttarfélag en slík félög hafa víða verið lykilleikendur í skipulögðu niðurbroti stéttarfélaga. Samningurinn er þannig ekki gerður af hópi vinnandi fólks í krafti samstöðu innan stéttarfélags við atvinnurekanda. Kjörin í þessum samningi eru lægri en áður hafa sést í þessum geira og almennt lægri en gengur og gerist á íslenskum vinnumarkaði. Er það í samræmi við kynningar flugfélagsins (þegar félagið hét enn WAB) þar sem félagið reyndi að ganga í augu fjárfesta með fyrirheitum um að flugfreyjur og -þjónar fengju greidd umtalsvert lægri laun en höfðu tíðkast hjá WOW air. Íslenska flugstéttarfélagið og Play hafa ekki viljað láta kjarasamninga sína af hendi en ASÍ hefur þá undir höndum og staðfestir hér enn á ný að þar er kveðið á um að grunnlaun séu 266.500 krónur fyrir nýliða. Play mun halda áfram að þyrla upp ryki og dreifa öðrum upplýsingum á valda fjölmiðla og senda frá sér misvísandi yfirlýsingar. Eina leiðin fyrir Play að sýna fram á að þar sé starfsfólki í flugi boðið upp á mannsæmandi laun er að leggja fram undirritaðan kjarasamning sem gerður er við raunverulegt stéttarfélag vinnandi fólks. Kjörin skipta máli en vinnubrögðin eru það alvarlegasta. Hér er á ferðinni niðurbrot á skipulagðri hreyfingu launafólks en einmitt sú hreyfing á hvað ríkastan þátt í því að á Íslandi eru lífsgæði almennt góð. Ef Play leyfist að plokka sjálfsögð réttindi af vinnandi fólki og bjóða lág flugfargjöld með undirboðum í launum þá munu önnur fyrirtæki feta þessa sömu leið, jafnvel í nafni þess að það sé sérstakt frelsimál fyrir vinnandi fólk að geta valið sig frá réttindum í sjúkrasjóðum eða til fjarvista vegna veikinda barna. Baráttan gegn Play er barátta gegn slíkri framkomu atvinnurekenda á íslenskum vinnumarkaði. Ef launafólk á viðskipti við fyrirtækið og fjárfestar veita því brautargengi er um leið verið að leggja blessun sína yfir þessi vinnubrögð. Þess vegna enduróma ég enn og aftur samþykkt miðstjórnar ASÍ. Nei við Play! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Play Kjaramál Vinnumarkaður Fréttir af flugi Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Leiðin að hjarta Íslendingar liggur í gegnum fríhöfnina og ódýra flugmiða til útlanda. Það er stór hluti af lífsgæðum okkar að geta ferðast til útlanda, ná í sól og aðra menningu og víkka sjóndeildarhringinn. Slíkt er ekki síst mikilvægt fólki sem býr á eyju í miðju Atlantshafinu. Það er því ekkert skrýtið að margir fagni samkeppni í flugrekstri. Þegar miðstjórn ASÍ hvetur til sniðgöngu á fyrirtæki er það ekki létt og lágstemmd yfirlýsing heldur er mikið í húfi og staðan mjög alvarleg. Hér er ekki aðeins um kjör starfsfólks Play að tefla. Hér er tekist á um grundvallaratriði á íslenskum vinnumarkaði og ef rangt er á haldið geta afleiðingarnar orðið afdrifaríkar fyrir allan almenning. Félagið sem gerir samning við Play er fyrrum stéttarfélag flugmanna hjá WOW-air. Samþykktum félagsins var breytt þannig að það næði yfir flugfreyjur og flugþjóna, en sem kunnugt er hafði félagið ekki hafið flug og því ekki með áhafnir á sínum snærum. Play gerir síðan samning við félagið um kjör flugfreyja og -þjóna áður en ráðningar í slík störf hefjast. Ekki er ljóst hver undirritar samninginn eða samþykkir fyrir hönd vinnandi fólks. Félagið ber skýr merki þess að vera svokallað „gult“ stéttarfélag en slík félög hafa víða verið lykilleikendur í skipulögðu niðurbroti stéttarfélaga. Samningurinn er þannig ekki gerður af hópi vinnandi fólks í krafti samstöðu innan stéttarfélags við atvinnurekanda. Kjörin í þessum samningi eru lægri en áður hafa sést í þessum geira og almennt lægri en gengur og gerist á íslenskum vinnumarkaði. Er það í samræmi við kynningar flugfélagsins (þegar félagið hét enn WAB) þar sem félagið reyndi að ganga í augu fjárfesta með fyrirheitum um að flugfreyjur og -þjónar fengju greidd umtalsvert lægri laun en höfðu tíðkast hjá WOW air. Íslenska flugstéttarfélagið og Play hafa ekki viljað láta kjarasamninga sína af hendi en ASÍ hefur þá undir höndum og staðfestir hér enn á ný að þar er kveðið á um að grunnlaun séu 266.500 krónur fyrir nýliða. Play mun halda áfram að þyrla upp ryki og dreifa öðrum upplýsingum á valda fjölmiðla og senda frá sér misvísandi yfirlýsingar. Eina leiðin fyrir Play að sýna fram á að þar sé starfsfólki í flugi boðið upp á mannsæmandi laun er að leggja fram undirritaðan kjarasamning sem gerður er við raunverulegt stéttarfélag vinnandi fólks. Kjörin skipta máli en vinnubrögðin eru það alvarlegasta. Hér er á ferðinni niðurbrot á skipulagðri hreyfingu launafólks en einmitt sú hreyfing á hvað ríkastan þátt í því að á Íslandi eru lífsgæði almennt góð. Ef Play leyfist að plokka sjálfsögð réttindi af vinnandi fólki og bjóða lág flugfargjöld með undirboðum í launum þá munu önnur fyrirtæki feta þessa sömu leið, jafnvel í nafni þess að það sé sérstakt frelsimál fyrir vinnandi fólk að geta valið sig frá réttindum í sjúkrasjóðum eða til fjarvista vegna veikinda barna. Baráttan gegn Play er barátta gegn slíkri framkomu atvinnurekenda á íslenskum vinnumarkaði. Ef launafólk á viðskipti við fyrirtækið og fjárfestar veita því brautargengi er um leið verið að leggja blessun sína yfir þessi vinnubrögð. Þess vegna enduróma ég enn og aftur samþykkt miðstjórnar ASÍ. Nei við Play! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun