Lögreglumenn óku um borgina og skutu saklausa borgara Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. maí 2021 13:33 Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í kringum forsetakosningarnar í febrúar. epa/Dai Kurokawa Átta lögreglumenn óku um Kampala í Úganda í nóvember síðastliðnum og skutu á almenna borgara. Að minnsta kosti fjórir létust og fleiri særðust. Aftökurnar voru framkvæmdar undir yfirskini aðgerða gegn mótmælendum. Mótmælin brutust út þegar stjórnarandstöðuleiðtoginn Robert Kyagulaniyi, betur þekktur undir listamannsnafninu Bobi Wine, var handtekinn en hann hafði boðið sig fram til forseta í kosningum sem fóru fram tveimur mánuðum seinna. Fleiri en 50 létust í átökum mótmælenda og lögreglu og hundruðir særðust, í Kampala og víðar. Forsetinn Yoweri Museveni náði endurkjöri í fimmta sinn í kosningunum en stjórnarandstæðingar segja úrslit kosningana byggja á svikum. Yfirvöld í Úganda lýstu því yfir að allir látnu hafi verið ofbeldisfullir mótmælendur og glæpamenn en hafa síðan dregið í land og játað að saklaust fólk hafi orðið fyrir byssukúlum. Rannsókn BBC Africa Eye leiddi hins vegar í ljós að fjórar manneskjur hefðu látist af höndum lögreglu á Kampala-vegi, auk fimmtán ára drengs og tveggja kvenna sem voru skotin annars staðar í höfuðborginni. Meðal rannsóknargagna var vitnisburður yfir 30 vitna og um 300 klukkustundir af upptökum úr farsímum. Myndskeið og myndir sýna meðal annars hvernig bifreið með átta lögreglumenn innanborðs ekur framhjá hinni 28 ára Kamuyat Ngobi, fjögurra barna móður, þar sem hún er á leið með mat til föður síns í nærliggjandi byggingu. Sekúndum seinna sést hún falla til jarðar eftir að hafa verið skotin í höfuðið. Sama bifreið heldur áfram akstrinum eftir Kampala-vegi og fer meðal annars framhjá veitingastað þar sem tveir eru særðir. Um það bil 60 metrum seinna er John Amera, 31 árs tveggja barna faðir, skotinn í brjóstið. Önnur fórnarlömb voru hinn 23 ára Abbas Kalule og John Kitobe, 72 ára. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Úganda Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Mótmælin brutust út þegar stjórnarandstöðuleiðtoginn Robert Kyagulaniyi, betur þekktur undir listamannsnafninu Bobi Wine, var handtekinn en hann hafði boðið sig fram til forseta í kosningum sem fóru fram tveimur mánuðum seinna. Fleiri en 50 létust í átökum mótmælenda og lögreglu og hundruðir særðust, í Kampala og víðar. Forsetinn Yoweri Museveni náði endurkjöri í fimmta sinn í kosningunum en stjórnarandstæðingar segja úrslit kosningana byggja á svikum. Yfirvöld í Úganda lýstu því yfir að allir látnu hafi verið ofbeldisfullir mótmælendur og glæpamenn en hafa síðan dregið í land og játað að saklaust fólk hafi orðið fyrir byssukúlum. Rannsókn BBC Africa Eye leiddi hins vegar í ljós að fjórar manneskjur hefðu látist af höndum lögreglu á Kampala-vegi, auk fimmtán ára drengs og tveggja kvenna sem voru skotin annars staðar í höfuðborginni. Meðal rannsóknargagna var vitnisburður yfir 30 vitna og um 300 klukkustundir af upptökum úr farsímum. Myndskeið og myndir sýna meðal annars hvernig bifreið með átta lögreglumenn innanborðs ekur framhjá hinni 28 ára Kamuyat Ngobi, fjögurra barna móður, þar sem hún er á leið með mat til föður síns í nærliggjandi byggingu. Sekúndum seinna sést hún falla til jarðar eftir að hafa verið skotin í höfuðið. Sama bifreið heldur áfram akstrinum eftir Kampala-vegi og fer meðal annars framhjá veitingastað þar sem tveir eru særðir. Um það bil 60 metrum seinna er John Amera, 31 árs tveggja barna faðir, skotinn í brjóstið. Önnur fórnarlömb voru hinn 23 ára Abbas Kalule og John Kitobe, 72 ára. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Úganda Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira