Habib Talukder, betur þekktur sem Tígris Habib, var loksins gripinn eftir að ábending barst lögreglu um það hvar hann væri niðurkominn. Handtökutilskipun á hendur Habib hefur verið gefin út þrisvar sinnum en aldreið náðst í skottið á honum.
Habib hefur stundað veiðar í Sundarbans skóginum, á landamærum Indlands og Bangladess, um árabil. Svæðið er heimkynni stærsta Bengal-tígrisdýrastofns í heimi. Aðeins nokkur þúsund dýr lifa enn úti í villtri náttúrunni.
Sharankhola police, acting on a tip-off, arrested Habib Talukder, 50, in the early hours of Saturday from Madhya Sonatola village, adjacent to the forest, under Southkhali union.https://t.co/wVc59Du48u
— Ds Sourav (@TheDsSourav) May 31, 2021
Feldur dýranna er meira en vinsæll á svörtum mörkuðum. Bein þeirra og kjöt eru meira að segja til sölu á svörtum mörkuðum víða um heim.
„Hann var á flótta í langan tíma,“ sagði Saidur Rahman, lögreglustjóri á svæðinu, í samtali við Dhaka Tribune.
Habib hóf „feril“ sinn á því að safna hunangi frá býflugum í skóginum. Hunangsveiðimaðurinn Abdus Salam sagði í samtali við fréttastofu AFP að heimamenn beri bæði mikla virðingu fyrir Habib og séu jafnframt mjög hræddir við hann.
„Hann er hættulegur maður. Hann myndi glíma við tígrisdýr einn úti í skógi,“ sagði Salam í dag.