Að ganga fram hjá nýdánum klifrurum breytti ímyndinni af Everest Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júní 2021 19:01 Sigurður B. Sveinsson og Heimir Hallgrímsson, sem klifu Everest í maí, segja upplifunina við það að ná á toppinn ekki hafa verið eins og þeir ímynduðu sér. Toppur fjallsins hafi verið skrítinn staður til að vera á. „Ég hafði ímyndað mér að koma á toppinn og brosa yfir heiminn og sjá allt þetta útsýni. En að ganga í svona miklu frosti, um nótt og fram hjá nýdánum klifrurum. Það breytti svolítið hugsuninni og þessari ímynd sem maður hefur á þessu. Þetta er auðvitað mögnuð upplifun en þú vilt koma hratt niður, þetta er skrítinn staður að vera á,“ segir Heimir í samtali við fréttastofu. Sigurður tekur undir þetta. „Maður fékk smá tómarúmstilfinningu. Að mannfólk ætti ekki heima þarna. Það var mjög sérstök tilfinning.“ „Ég held að við séum enn að melta þetta og komast yfir þetta. þetta er allt öðruvísi tilfinning en maður hafði ímyndað sér í upphafi,“ segir Heimir. Sigurður og Heimir þurftu að glíma við ýmislegt á leiðinni upp á fjallið. Mikill veðurofsi var á fjallinu á meðan þeir voru þar og reyndust þeir svo smitaðir af Covid-19, en það kom ekki í ljós fyrr en eftir að þeir komu niður. Sigurður, eða Siggi eins og hann er kallaður, varð nokkuð veikur en hann segist allur ver að koma til. „Ég er bara orðinn nokkuð brattur, það munaði rosalega miklu að koma hérna niður í Katmandú. Ég var töluvert veikur á fjallinu og svo í grunnbúðunum. Um leið og ég var kominn í meira súrefni hérna í Katmandú fór ég að braggast mjög hratt. Ég er bara orðinn brattur núna,“ segir Siggi. Hugsuðu varla á meðan þeir voru á dauðasvæðinu Ferðin tók töluvert meiri tíma en þeir félagar ætluðu sér. Veðráttan var ekki í liði með þeim félögum og festust þeir í fjórar nætur í búðum tvö, þar sem þeir ætluðu að vera í eina nótt. Þeir festust svo aftur í búðum fjögur í tvær nætur, en þar ætluðu þeir aðeins að stoppa í nokkrar klukkustundir. Þeir voru í tæpa ellefu daga á fjallinu. „Við þurftum að nýta auka súrefnisbirgðir sem við áttum til þess að geta náð þeim tíma í þessu dauðasvæði sem er yfir 8000 metra hæð. Þetta ílengdist aðeins meira en við ætluðum okkur,“ segir Heimir. „Maður verður auðmjúkur þar. Ég verð að segja að við upplifðum þetta dauðasvæði sem frekar krefjandi aðstæður. Við komum þarna upp í fjórðu búðir og þar var rosalega mikill vindur og ég held að það hafi bara verið rétt 20 prósent eftir af tjaldbúðunum, það voru fjúkandi tjöld þarna og rifin, fólk í panikki og frekar mikil uppákoma þegar við komum,“ segir Siggi. „Við ákváðum að reyna ekki að leggja af stað á fjallið þá, þann 23. maí, það voru margir sem reyndu það. Við ákváðum að reyna frekar að bíða af okkur veðrið og hvílast aðeins, nýta þessar súrefnisbirgðir og fara daginn eftir. Frá því að við komum upp í fjórðu búðir og vorum komnir aftur úr dauðasvæðinu hugsaði maður varla. Maður reyndi að halda áfram, halda fókus og klára verkefnið.“ „Þegar maður er kominn upp í þetta dauðasvæði, yfir 8000 metra hæð, þá er súrefnið orðið það lítið að ef þú ert ekki með aukasúrefni fara frumur og líkaminn að deyja, svo maður vill helst ekki vera lengi í þessari hæð, þannig að við vorum heldur lengi miðað við það sem maður planar. En það gekk upp af því að við áttum auka súrefnisbirgðir sem við gátum gengið í,“ segir Heimir. Íhuguðu oft að hætta Hugsuðuð þið einhvern tíma um að hætta? „Við ræddum það alveg nokkrum sinnum að halda áfram á meðan okkur fyndist við vera öruggir en við vorum að lenda í uppákomum á nánast hverjum einasta degi í þessu ferli. Við ákváðum líka þegar við fórum af stað í þennan veðurglugga að hugsanlega væri þetta ekki nógu góður gluggi til þess að klára en við vorum bara orðnir frekar veikburða eftir þennan tíma í búðum 2,“ segir Siggi. „Við ákváðum að fara bara af stað og vera sáttir við það sem við værum búnir að gera og vorum alltaf tilbúnir til að snúa við ef okkur sýndist svo, að það væri öryggi sem skipti máli.“ Siggi og Heimir tóku Covid-próf í grunnbúðunum, daginn áður en þeir lögðu af stað upp fjallið. Þar greindust þeir báðir neikvæðir. Það var svo ekki fyrr en í búðum þrjú sem þeir fóru að finna fyrir einhverjum veikindum. „Í búðum þrjú förum við að finna fyrir hósta og einhverjum óþægindum. Við ræddum það, okkur fannst það dálítið skrítið því þar erum við komnir í auka súrefni og ættum þannig sé að vera ferskari í búðunum,“ segir Heimir. Þá grunaði að þetta gæti verið eitthvað meira en háfjallaveiki, en þeir höfðu verið lengi að aðlagast hæðinni og höfðu hvorugur upplifað nein óþægindi við æfingar. „Þannig að það var í búðum þrjú og fjögur sem við förum að finna fyrir og ræða okkar á milli að þetta gæti verið eitthvað meira. Þá förum við að fylgjast betur með heilsu hvors annars og okkar teymis,“ segir Heimir. „Okkur var líka sagt að það væru eðlileg viðbrögð við því að fá súrefni að fá hósta með því. Þannig að það var mjög erfitt að greina þetta og við vissum ekkert að við værum með Covid. Veikindin voru þarna í raun bara hósti, við vorum ekkert orðnir slappir á þeim tímapunkti. Það fór ekkert að koma fram fyrr en við vorum á leiðinni niður fjallið og festumst aftur í búðum tvö.“ Hefur sjaldan upplifað sig jafn veikburða Siggi segist sjaldan hafa upplifað sig jafn veikburða og þegar honum varð ljóst að um Covid væri að ræða. Þá hafi honum verið ljóst að hann yrði að koma sér niður af fjallinu. „Ég finn fyrir meiri þreytu á leiðinni frá búðum fjögur í búðir tvö. Eftir að við komum þangað verður Siggi mjög veikur og það voru átök að komast niður í grunnbúðir. Við náðum að nýta súrefnisbirgðir alveg niður á botn nánast,“ segir Heimir. „Þetta var ekkert grín og við vissum það. Við ræddum það mjög opinskátt að ef við fengjum Covid væri það endir á klifri, af því að þú ert í svo litlu súrefni þarna í 6500 metrum. Ég ber alveg fulla virðingu fyrir þessum veikindum og fjallinu en sem betur fer var þetta bæði sterkur hópur sem við vorum með og gott hugarfar og rosalegur stuðningur heima,“ segir Siggi. „Þannig að þetta var aldrei spurning um annað en að koma sér niður og reyna að koma sér í meira súrefni. Úr hættu.“ Hlakka til að komast heim Þeir segjast enn ekki vita hvenær þeir geti komið heim. „Við erum mjög spenntir að koma heim og erum núna í einangrun. Við tökum líklega próf eftir tvo daga og erum að krossa fingur og vonumst að við komumst heim 6. til 8. júní,“ segir Heimir. „Ég held að það verði mikið púsluspil fyrir okkur að komast heim frá Nepal þar sem það er á rauðum lista og ástandið er einna verst hér. Við eigum aðeins eftir að sjá það. Við þurfum að fá þetta neikvæða próf og svo reyna að púsla saman flugum. Ef við komumst til Evrópu ættum við að vera nokkuð öruggir. Við fáum þetta mótefnapróf og það ætti að koma okkur í gegn um flugvelli.“ „Við erum búnir að þrauka í sjötíu daga og ættum að geta þraukað í tíu daga í viðbót.“ Þeir segjast mjög þakklátir fyrir allan stuðninginn sem þeir hafa fengið. „Það var alveg magnað þegar við komumst niður í grunnbúðirnar og aftur í netsamband að finna hversu stór hópur stóð á bak við okkur. Maður finnur auðvitað til ábyrgðar þegar maður kemur sér í aðstæður og er að klifra fjall, aðstæður sem komu okkur á óvart en við erum gríðarlega þakklátir fyrir allan stuðninginn.“ Félagarnir hafa haldið úti söfnun fyrir Umhyggju – félag langveikra barna, og hefur á þriðju milljón safnast fyrir félagið. Everest Íslendingar erlendis Fjallamennska Tengdar fréttir Hugsuðu til langveikra barna þegar þeir klifu toppinn með Covid-19 Tveir Íslendingar sem klifu topp Everest með Covid-19 fengu aukakraft þegar þeir hugsuðu til langveikra barna og hvað þau þyrftu að þola. Þetta segir framkvæmdastjóri Umhyggju en ferðin er til styrktar félaginu. Hún segir þá hafa lent í ótrúlegum hrakningum en sigrast á hverri raun. 27. maí 2021 14:00 Voru Covid-smitaðir á toppi Everest Sigurður B. Sveinsson og Heimir F. Hallgrímsson, íslensku fjallagarparnir sem náðu á topp Everest um síðustu helgi, greindust með Covid-19 í Nepal gær. Þeir byrjuðu að finna fyrir einkennum í efstu búðum Everest, áður en þeir komust á toppinn, og eru nú í einangrun í grunnbúðum Everest. 27. maí 2021 09:37 Komnir niður í aðrar búðir Everest Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson eru komnir í aðrar búðir á Everest-fjalli, sem eru í 6.405 metra hæð yfir sjávarmáli. Þeir náðu toppi fjallsins í gær og eru á niðurleið. 24. maí 2021 18:33 Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
„Ég hafði ímyndað mér að koma á toppinn og brosa yfir heiminn og sjá allt þetta útsýni. En að ganga í svona miklu frosti, um nótt og fram hjá nýdánum klifrurum. Það breytti svolítið hugsuninni og þessari ímynd sem maður hefur á þessu. Þetta er auðvitað mögnuð upplifun en þú vilt koma hratt niður, þetta er skrítinn staður að vera á,“ segir Heimir í samtali við fréttastofu. Sigurður tekur undir þetta. „Maður fékk smá tómarúmstilfinningu. Að mannfólk ætti ekki heima þarna. Það var mjög sérstök tilfinning.“ „Ég held að við séum enn að melta þetta og komast yfir þetta. þetta er allt öðruvísi tilfinning en maður hafði ímyndað sér í upphafi,“ segir Heimir. Sigurður og Heimir þurftu að glíma við ýmislegt á leiðinni upp á fjallið. Mikill veðurofsi var á fjallinu á meðan þeir voru þar og reyndust þeir svo smitaðir af Covid-19, en það kom ekki í ljós fyrr en eftir að þeir komu niður. Sigurður, eða Siggi eins og hann er kallaður, varð nokkuð veikur en hann segist allur ver að koma til. „Ég er bara orðinn nokkuð brattur, það munaði rosalega miklu að koma hérna niður í Katmandú. Ég var töluvert veikur á fjallinu og svo í grunnbúðunum. Um leið og ég var kominn í meira súrefni hérna í Katmandú fór ég að braggast mjög hratt. Ég er bara orðinn brattur núna,“ segir Siggi. Hugsuðu varla á meðan þeir voru á dauðasvæðinu Ferðin tók töluvert meiri tíma en þeir félagar ætluðu sér. Veðráttan var ekki í liði með þeim félögum og festust þeir í fjórar nætur í búðum tvö, þar sem þeir ætluðu að vera í eina nótt. Þeir festust svo aftur í búðum fjögur í tvær nætur, en þar ætluðu þeir aðeins að stoppa í nokkrar klukkustundir. Þeir voru í tæpa ellefu daga á fjallinu. „Við þurftum að nýta auka súrefnisbirgðir sem við áttum til þess að geta náð þeim tíma í þessu dauðasvæði sem er yfir 8000 metra hæð. Þetta ílengdist aðeins meira en við ætluðum okkur,“ segir Heimir. „Maður verður auðmjúkur þar. Ég verð að segja að við upplifðum þetta dauðasvæði sem frekar krefjandi aðstæður. Við komum þarna upp í fjórðu búðir og þar var rosalega mikill vindur og ég held að það hafi bara verið rétt 20 prósent eftir af tjaldbúðunum, það voru fjúkandi tjöld þarna og rifin, fólk í panikki og frekar mikil uppákoma þegar við komum,“ segir Siggi. „Við ákváðum að reyna ekki að leggja af stað á fjallið þá, þann 23. maí, það voru margir sem reyndu það. Við ákváðum að reyna frekar að bíða af okkur veðrið og hvílast aðeins, nýta þessar súrefnisbirgðir og fara daginn eftir. Frá því að við komum upp í fjórðu búðir og vorum komnir aftur úr dauðasvæðinu hugsaði maður varla. Maður reyndi að halda áfram, halda fókus og klára verkefnið.“ „Þegar maður er kominn upp í þetta dauðasvæði, yfir 8000 metra hæð, þá er súrefnið orðið það lítið að ef þú ert ekki með aukasúrefni fara frumur og líkaminn að deyja, svo maður vill helst ekki vera lengi í þessari hæð, þannig að við vorum heldur lengi miðað við það sem maður planar. En það gekk upp af því að við áttum auka súrefnisbirgðir sem við gátum gengið í,“ segir Heimir. Íhuguðu oft að hætta Hugsuðuð þið einhvern tíma um að hætta? „Við ræddum það alveg nokkrum sinnum að halda áfram á meðan okkur fyndist við vera öruggir en við vorum að lenda í uppákomum á nánast hverjum einasta degi í þessu ferli. Við ákváðum líka þegar við fórum af stað í þennan veðurglugga að hugsanlega væri þetta ekki nógu góður gluggi til þess að klára en við vorum bara orðnir frekar veikburða eftir þennan tíma í búðum 2,“ segir Siggi. „Við ákváðum að fara bara af stað og vera sáttir við það sem við værum búnir að gera og vorum alltaf tilbúnir til að snúa við ef okkur sýndist svo, að það væri öryggi sem skipti máli.“ Siggi og Heimir tóku Covid-próf í grunnbúðunum, daginn áður en þeir lögðu af stað upp fjallið. Þar greindust þeir báðir neikvæðir. Það var svo ekki fyrr en í búðum þrjú sem þeir fóru að finna fyrir einhverjum veikindum. „Í búðum þrjú förum við að finna fyrir hósta og einhverjum óþægindum. Við ræddum það, okkur fannst það dálítið skrítið því þar erum við komnir í auka súrefni og ættum þannig sé að vera ferskari í búðunum,“ segir Heimir. Þá grunaði að þetta gæti verið eitthvað meira en háfjallaveiki, en þeir höfðu verið lengi að aðlagast hæðinni og höfðu hvorugur upplifað nein óþægindi við æfingar. „Þannig að það var í búðum þrjú og fjögur sem við förum að finna fyrir og ræða okkar á milli að þetta gæti verið eitthvað meira. Þá förum við að fylgjast betur með heilsu hvors annars og okkar teymis,“ segir Heimir. „Okkur var líka sagt að það væru eðlileg viðbrögð við því að fá súrefni að fá hósta með því. Þannig að það var mjög erfitt að greina þetta og við vissum ekkert að við værum með Covid. Veikindin voru þarna í raun bara hósti, við vorum ekkert orðnir slappir á þeim tímapunkti. Það fór ekkert að koma fram fyrr en við vorum á leiðinni niður fjallið og festumst aftur í búðum tvö.“ Hefur sjaldan upplifað sig jafn veikburða Siggi segist sjaldan hafa upplifað sig jafn veikburða og þegar honum varð ljóst að um Covid væri að ræða. Þá hafi honum verið ljóst að hann yrði að koma sér niður af fjallinu. „Ég finn fyrir meiri þreytu á leiðinni frá búðum fjögur í búðir tvö. Eftir að við komum þangað verður Siggi mjög veikur og það voru átök að komast niður í grunnbúðir. Við náðum að nýta súrefnisbirgðir alveg niður á botn nánast,“ segir Heimir. „Þetta var ekkert grín og við vissum það. Við ræddum það mjög opinskátt að ef við fengjum Covid væri það endir á klifri, af því að þú ert í svo litlu súrefni þarna í 6500 metrum. Ég ber alveg fulla virðingu fyrir þessum veikindum og fjallinu en sem betur fer var þetta bæði sterkur hópur sem við vorum með og gott hugarfar og rosalegur stuðningur heima,“ segir Siggi. „Þannig að þetta var aldrei spurning um annað en að koma sér niður og reyna að koma sér í meira súrefni. Úr hættu.“ Hlakka til að komast heim Þeir segjast enn ekki vita hvenær þeir geti komið heim. „Við erum mjög spenntir að koma heim og erum núna í einangrun. Við tökum líklega próf eftir tvo daga og erum að krossa fingur og vonumst að við komumst heim 6. til 8. júní,“ segir Heimir. „Ég held að það verði mikið púsluspil fyrir okkur að komast heim frá Nepal þar sem það er á rauðum lista og ástandið er einna verst hér. Við eigum aðeins eftir að sjá það. Við þurfum að fá þetta neikvæða próf og svo reyna að púsla saman flugum. Ef við komumst til Evrópu ættum við að vera nokkuð öruggir. Við fáum þetta mótefnapróf og það ætti að koma okkur í gegn um flugvelli.“ „Við erum búnir að þrauka í sjötíu daga og ættum að geta þraukað í tíu daga í viðbót.“ Þeir segjast mjög þakklátir fyrir allan stuðninginn sem þeir hafa fengið. „Það var alveg magnað þegar við komumst niður í grunnbúðirnar og aftur í netsamband að finna hversu stór hópur stóð á bak við okkur. Maður finnur auðvitað til ábyrgðar þegar maður kemur sér í aðstæður og er að klifra fjall, aðstæður sem komu okkur á óvart en við erum gríðarlega þakklátir fyrir allan stuðninginn.“ Félagarnir hafa haldið úti söfnun fyrir Umhyggju – félag langveikra barna, og hefur á þriðju milljón safnast fyrir félagið.
Everest Íslendingar erlendis Fjallamennska Tengdar fréttir Hugsuðu til langveikra barna þegar þeir klifu toppinn með Covid-19 Tveir Íslendingar sem klifu topp Everest með Covid-19 fengu aukakraft þegar þeir hugsuðu til langveikra barna og hvað þau þyrftu að þola. Þetta segir framkvæmdastjóri Umhyggju en ferðin er til styrktar félaginu. Hún segir þá hafa lent í ótrúlegum hrakningum en sigrast á hverri raun. 27. maí 2021 14:00 Voru Covid-smitaðir á toppi Everest Sigurður B. Sveinsson og Heimir F. Hallgrímsson, íslensku fjallagarparnir sem náðu á topp Everest um síðustu helgi, greindust með Covid-19 í Nepal gær. Þeir byrjuðu að finna fyrir einkennum í efstu búðum Everest, áður en þeir komust á toppinn, og eru nú í einangrun í grunnbúðum Everest. 27. maí 2021 09:37 Komnir niður í aðrar búðir Everest Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson eru komnir í aðrar búðir á Everest-fjalli, sem eru í 6.405 metra hæð yfir sjávarmáli. Þeir náðu toppi fjallsins í gær og eru á niðurleið. 24. maí 2021 18:33 Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Hugsuðu til langveikra barna þegar þeir klifu toppinn með Covid-19 Tveir Íslendingar sem klifu topp Everest með Covid-19 fengu aukakraft þegar þeir hugsuðu til langveikra barna og hvað þau þyrftu að þola. Þetta segir framkvæmdastjóri Umhyggju en ferðin er til styrktar félaginu. Hún segir þá hafa lent í ótrúlegum hrakningum en sigrast á hverri raun. 27. maí 2021 14:00
Voru Covid-smitaðir á toppi Everest Sigurður B. Sveinsson og Heimir F. Hallgrímsson, íslensku fjallagarparnir sem náðu á topp Everest um síðustu helgi, greindust með Covid-19 í Nepal gær. Þeir byrjuðu að finna fyrir einkennum í efstu búðum Everest, áður en þeir komust á toppinn, og eru nú í einangrun í grunnbúðum Everest. 27. maí 2021 09:37
Komnir niður í aðrar búðir Everest Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson eru komnir í aðrar búðir á Everest-fjalli, sem eru í 6.405 metra hæð yfir sjávarmáli. Þeir náðu toppi fjallsins í gær og eru á niðurleið. 24. maí 2021 18:33