Helmingur alvarlegra tilvika felur í sér aðgerðir á röngum sjúkling eða líkamspart Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. júní 2021 12:32 Í skýrslu HSIB segir mikilvægt að grípa til aðgerða, ekki síst í ljósi þess að aðgerðum á dagdeildasjúklingum hefur fjölgað mikið. Kona gekkst undir leghálsspeglun á spítala, þegar hún var í raun og veru mætt til að láta kanna hvort hún væri hepplegur kandídat til að gangast undir ákveðna frjósemismeðferð. Mál konunnar er eitt 472 alvarlegra atvika í tengslum við aðgerðir á dagdeildarsjúklingum sem skráð voru innan bresku heilbrigðisþjónustunnar árin 2019 og 2020. Eftirlitsstofnunin HSIB segir atvik af þessu tagi geta leitt til líkamlegs og sálræns skaða. Samkvæmt skýrslu HSIB er í um helmingi tilvika um að ræða atvik þar sem ruglast er á sjúklingum eða aðgerð gerð á röngum líkamshluta, til dæmis röngum útlim, auga eða tönn. Í skýrslunni segir að grípa þurfi til aðgerða til að koma í veg fyrir að aðgerðir séu gerðar á röngum sjúkling eða líkamshluta, meðal annars með því að taka upp nýtt fyrirkomulag þegar sjúklingar eru kallaðir upp á biðstofum. Uppgötvaðist ekki fyrr en sjúklingurinn var farinn Atvikið sem nefnt hér að ofan varðar einmitt rugling sem varð á biðstofu. Þar mættu tveir sjúklingar á sama tíma, en annar átti tíma í leghálsspeglun en hinn í frjósemisrannsókn. Þegar kom að fyrri sjúklingnum kallaði hjúkrunarfræðingur nafn viðkomandi tvisvar upp en aðeins fornafnið í þriðja sinn. Það var keimlíkt eftirnafni síðarnefnda sjúklingsins, sem hélt að það væri verið að kalla á sig og gaf sig fram. Samkvæmt skýrslunni átti sjúklingurinn erfitt með að skilja hreim hjúkrunarfræðingsins en sagðist engu að síður hafa endurtekið nafið sitt við hann til að tryggja að það væri örugglega verið að kalla á sig. Hjúkrunarfræðingurinn virðist ekki heldur hafa skilið sjúklinginn, þar sem hann beindi konunni beint inn til læknisins, sem virðist ekki hafa spurt sjúklinginn að nafni áður en hann framkvæmdi leghálsspeglunina. Samskiptin virðast raunar hafa gengið einstaklega erfiðlega þennan daginn, þar sem það uppgötvaðist ekki fyrr en konan var farin að um mistök væru að ræða og að röng rannsókn hefði verið framkvæmd á henni. Talsmaður NHS segir atvik af þessu tagi afar fátíð og þau séu í skoðun. Guardian greindi frá. Bretland Heilbrigðismál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Mál konunnar er eitt 472 alvarlegra atvika í tengslum við aðgerðir á dagdeildarsjúklingum sem skráð voru innan bresku heilbrigðisþjónustunnar árin 2019 og 2020. Eftirlitsstofnunin HSIB segir atvik af þessu tagi geta leitt til líkamlegs og sálræns skaða. Samkvæmt skýrslu HSIB er í um helmingi tilvika um að ræða atvik þar sem ruglast er á sjúklingum eða aðgerð gerð á röngum líkamshluta, til dæmis röngum útlim, auga eða tönn. Í skýrslunni segir að grípa þurfi til aðgerða til að koma í veg fyrir að aðgerðir séu gerðar á röngum sjúkling eða líkamshluta, meðal annars með því að taka upp nýtt fyrirkomulag þegar sjúklingar eru kallaðir upp á biðstofum. Uppgötvaðist ekki fyrr en sjúklingurinn var farinn Atvikið sem nefnt hér að ofan varðar einmitt rugling sem varð á biðstofu. Þar mættu tveir sjúklingar á sama tíma, en annar átti tíma í leghálsspeglun en hinn í frjósemisrannsókn. Þegar kom að fyrri sjúklingnum kallaði hjúkrunarfræðingur nafn viðkomandi tvisvar upp en aðeins fornafnið í þriðja sinn. Það var keimlíkt eftirnafni síðarnefnda sjúklingsins, sem hélt að það væri verið að kalla á sig og gaf sig fram. Samkvæmt skýrslunni átti sjúklingurinn erfitt með að skilja hreim hjúkrunarfræðingsins en sagðist engu að síður hafa endurtekið nafið sitt við hann til að tryggja að það væri örugglega verið að kalla á sig. Hjúkrunarfræðingurinn virðist ekki heldur hafa skilið sjúklinginn, þar sem hann beindi konunni beint inn til læknisins, sem virðist ekki hafa spurt sjúklinginn að nafni áður en hann framkvæmdi leghálsspeglunina. Samskiptin virðast raunar hafa gengið einstaklega erfiðlega þennan daginn, þar sem það uppgötvaðist ekki fyrr en konan var farin að um mistök væru að ræða og að röng rannsókn hefði verið framkvæmd á henni. Talsmaður NHS segir atvik af þessu tagi afar fátíð og þau séu í skoðun. Guardian greindi frá.
Bretland Heilbrigðismál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“