Ráðherra heimilar stöðugt eftirlit lögreglu án rökstudds gruns um glæp Snorri Másson skrifar 4. júní 2021 15:56 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur breytt reglugerð um sérstakar rannsóknaraðferðir lögreglunnar í sakamálum. Vísir/Vilhelm Lögregluyfirvöld á Íslandi þurfa ekki lengur rökstuddan grun um að verið sé að fremja alvarlegt lögbrot til þess að beita sérstökum rannsóknaraðferðum á borð við tálbeitur, dulargervi, flugumenn, uppljóstrara og stöðuga eftirför með grunuðum án þeirra vitundar. Nú dugar að lögreglan hafi einfaldlega „grun“ um að verið sé að fremja brotið, en hann þarf ekki lengur að vera „rökstuddur“ eftir að reglugerðarbreyting Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra gekk í gildi 17. maí. Þessi breyting gefur lögreglunni töluvert meira svigrúm til að ráðast í aðgerðir af þessum toga, enda þarf hún ekki lengur að geta sýnt fram á að grunurinn sé rökstuddur. Rökstuddur grunur er tiltölulega skilgreint fyrirbæri sem krefst ákveðinna gagna til að mega heita sem svo. Grunur er aftur á móti mun víðtækara hugtak og auðveldara að sýna fram á að hann sé fyrir hendi. Lögreglan þarf því núna aðeins að segjast hafa grun um alvarlegt brot eða að ásetningur liggi fyrir um alvarlegt brot til þess að mega til dæmis fylgjast með húsnæði fólks og ferðum þeirra. Bæta við brotum á listann Grunurinn þarf að beinast að broti sem varðar átta ára fangelsi, eða brotum gegn ýmsum greinum hegningarlaga, svo sem líkamlegu ofbeldi, þátttöku í skipulagðri glæpastarfsemi eða öðru eins. Um leið og dómsmálaráðherra fjarlægði orðið „rökstuddur“ úr reglugerðinni, bætti hún einnig við brotum sem grunurinn má beinast að til að hægt sé að ráðast í aðgerðirnar. Róttækustu rannsóknaraðgerðir lögreglu eru enn háðar dómsúrskurði, en þó hafa lögreglumenn rúma heimild til að hafa eftirlit með fólki án úrskurðar. Sú heimild hefur nú verið rýmkuð.Vísir/Vilhelm Lögreglan getur eftir breytingarnar beitt umræddum aðferðum, gruni hana að einhver hafi orðið uppvís að eftirfarandi brotum: Njósnum, þátttöku í hryðjuverkasamtökum, mútun opinberra starfsmanna og sjálfsþvætti, sem er tegund peningaþvættis. Þessar heimildir lögreglu hafa verið skilgreindar í reglugerð ráðherra en til að ráðast í enn róttækari rannsóknaraðgerðir þarf dómsúrskurð, eins og til dæmis vegna hlerana. Skygging leyfð vegna einfalds gruns Samkvæmt breytingunum getur lögreglan beitt skyggingu án rökstudds gruns, sem einnig heitir eftirför í daglegu máli. Í henni felst til dæmis „stöðugt eftirlit með mannaferðum um húsnæði eða á öðru afmörkuðu svæði eða á almannafæri með því að fylgjast með ferðum þess sem grunaður er um brot,“ eins og segir í reglugerðinni. Skygging skal, segir í reglugerðinni, að jafnaði vera varðstaða lögreglumanns um húsnæði eða annað afmarkað svæði „eða eftirlit með ferðum þess sem er grunaður um brot, þar með talin eftirför með bifreið eða öðru farartæki.“ Lögreglan má þá einnig sigla undir fölsku flaggi á netinu til þess að komast í samband við mögulega brotamenn. Hún má einnig stunda það sem heitir afhending undir eftirliti, þegar það liggur til dæmis fyrir að einstaklingur sé á leið með glæpsamlegan varning til annars, til þess að afla upplýsinga um viðtakandann. Hér má sjá breytingar ráðherra í heild sinni. Þær voru fyrst birtar í Stjórnartíðindum á miðvikudag en breytingar á stjórnvaldsfyrirmælum fara fyrst að hafa réttaráhrif eftir birtingu þar. Breytingarnar voru undirritaðar af ráðherra 17. maí en tilkynning um þær hefur ekki verið birt á vef ráðuneytisins eins og oft er gert þegar tíðindi verða í sama anda. Dómsmál Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Deilir áhyggjum lögreglu af albönsku mafíunni Dómsmálaráðherra tekur undir áhyggjur lögreglu um að albanska mafían fari að láta til sín taka hér á landi. Það þurfi með öllum mætti að tryggja öryggi borgaranna með því að styrkja lögregluna. 4. maí 2021 17:44 Lögreglumönnum hafi ekki fækkað en fjöldi ómenntaðra aukist Dómsmálaráðherra segir að fjöldi lögreglumanna hafi staðið í stað en raunin er að hlutfall ómenntaðra lögreglumanna hefur aukist gífurlega á síðustu árum. Ráðherra segir hins vegar ástæðulaust að hafa áhyggjur af stöðu lögreglunnar. 29. janúar 2020 18:30 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Sjá meira
Nú dugar að lögreglan hafi einfaldlega „grun“ um að verið sé að fremja brotið, en hann þarf ekki lengur að vera „rökstuddur“ eftir að reglugerðarbreyting Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra gekk í gildi 17. maí. Þessi breyting gefur lögreglunni töluvert meira svigrúm til að ráðast í aðgerðir af þessum toga, enda þarf hún ekki lengur að geta sýnt fram á að grunurinn sé rökstuddur. Rökstuddur grunur er tiltölulega skilgreint fyrirbæri sem krefst ákveðinna gagna til að mega heita sem svo. Grunur er aftur á móti mun víðtækara hugtak og auðveldara að sýna fram á að hann sé fyrir hendi. Lögreglan þarf því núna aðeins að segjast hafa grun um alvarlegt brot eða að ásetningur liggi fyrir um alvarlegt brot til þess að mega til dæmis fylgjast með húsnæði fólks og ferðum þeirra. Bæta við brotum á listann Grunurinn þarf að beinast að broti sem varðar átta ára fangelsi, eða brotum gegn ýmsum greinum hegningarlaga, svo sem líkamlegu ofbeldi, þátttöku í skipulagðri glæpastarfsemi eða öðru eins. Um leið og dómsmálaráðherra fjarlægði orðið „rökstuddur“ úr reglugerðinni, bætti hún einnig við brotum sem grunurinn má beinast að til að hægt sé að ráðast í aðgerðirnar. Róttækustu rannsóknaraðgerðir lögreglu eru enn háðar dómsúrskurði, en þó hafa lögreglumenn rúma heimild til að hafa eftirlit með fólki án úrskurðar. Sú heimild hefur nú verið rýmkuð.Vísir/Vilhelm Lögreglan getur eftir breytingarnar beitt umræddum aðferðum, gruni hana að einhver hafi orðið uppvís að eftirfarandi brotum: Njósnum, þátttöku í hryðjuverkasamtökum, mútun opinberra starfsmanna og sjálfsþvætti, sem er tegund peningaþvættis. Þessar heimildir lögreglu hafa verið skilgreindar í reglugerð ráðherra en til að ráðast í enn róttækari rannsóknaraðgerðir þarf dómsúrskurð, eins og til dæmis vegna hlerana. Skygging leyfð vegna einfalds gruns Samkvæmt breytingunum getur lögreglan beitt skyggingu án rökstudds gruns, sem einnig heitir eftirför í daglegu máli. Í henni felst til dæmis „stöðugt eftirlit með mannaferðum um húsnæði eða á öðru afmörkuðu svæði eða á almannafæri með því að fylgjast með ferðum þess sem grunaður er um brot,“ eins og segir í reglugerðinni. Skygging skal, segir í reglugerðinni, að jafnaði vera varðstaða lögreglumanns um húsnæði eða annað afmarkað svæði „eða eftirlit með ferðum þess sem er grunaður um brot, þar með talin eftirför með bifreið eða öðru farartæki.“ Lögreglan má þá einnig sigla undir fölsku flaggi á netinu til þess að komast í samband við mögulega brotamenn. Hún má einnig stunda það sem heitir afhending undir eftirliti, þegar það liggur til dæmis fyrir að einstaklingur sé á leið með glæpsamlegan varning til annars, til þess að afla upplýsinga um viðtakandann. Hér má sjá breytingar ráðherra í heild sinni. Þær voru fyrst birtar í Stjórnartíðindum á miðvikudag en breytingar á stjórnvaldsfyrirmælum fara fyrst að hafa réttaráhrif eftir birtingu þar. Breytingarnar voru undirritaðar af ráðherra 17. maí en tilkynning um þær hefur ekki verið birt á vef ráðuneytisins eins og oft er gert þegar tíðindi verða í sama anda.
Dómsmál Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Deilir áhyggjum lögreglu af albönsku mafíunni Dómsmálaráðherra tekur undir áhyggjur lögreglu um að albanska mafían fari að láta til sín taka hér á landi. Það þurfi með öllum mætti að tryggja öryggi borgaranna með því að styrkja lögregluna. 4. maí 2021 17:44 Lögreglumönnum hafi ekki fækkað en fjöldi ómenntaðra aukist Dómsmálaráðherra segir að fjöldi lögreglumanna hafi staðið í stað en raunin er að hlutfall ómenntaðra lögreglumanna hefur aukist gífurlega á síðustu árum. Ráðherra segir hins vegar ástæðulaust að hafa áhyggjur af stöðu lögreglunnar. 29. janúar 2020 18:30 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Sjá meira
Deilir áhyggjum lögreglu af albönsku mafíunni Dómsmálaráðherra tekur undir áhyggjur lögreglu um að albanska mafían fari að láta til sín taka hér á landi. Það þurfi með öllum mætti að tryggja öryggi borgaranna með því að styrkja lögregluna. 4. maí 2021 17:44
Lögreglumönnum hafi ekki fækkað en fjöldi ómenntaðra aukist Dómsmálaráðherra segir að fjöldi lögreglumanna hafi staðið í stað en raunin er að hlutfall ómenntaðra lögreglumanna hefur aukist gífurlega á síðustu árum. Ráðherra segir hins vegar ástæðulaust að hafa áhyggjur af stöðu lögreglunnar. 29. janúar 2020 18:30
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels