Breytingin þýði að lögreglan geti starfað eftir geðþótta Snorri Másson skrifar 4. júní 2021 20:14 Helgi Hrafn er efins um reglugerðarbreytingu dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra hefur gefið lögreglu heimild til að nota tálbeitur, dulargervi, flugumenn og uppljóstrara til að veita grunuðum stöðuga eftirför án þess að hafa rökstuddan grun um glæp. Nú þarf aðeins að vera fyrir hendi grunur, en ekki „rökstuddur grunur“ sem þingmaður Pírata segir að muni þýða að lögreglan geti gripið til inngripsmikilla aðferða meira og minna eftir geðþótta. Helgi Hrafn Gunnarsson gagnrýnir að ráðherra hafi svo víðtækar heimildir til breytinga á störfum lögreglu án aðkomu Alþingis, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir veitti þessar auknu heimildir með útgáfu reglugerðar hinn 17. maí. Helgi Hrafn telur að þær heimildir sem veittar eru í reglugerðinni hafi lagastoð en furðar sig á að ráðherra skuli hafa svo víðtækar heimildir til að færa lögreglu aukið vald yfir borgurunum. „Reglugerðarheimildin í lögum er mjög víð og gefur ráðherra mjög mikið rými, miklu meira rými en ég tel eðlilegt til að heimila svona sérstakar aðferðir. Þess má geta að þessar aðferðir sem þarna er fjallað um kallast sérstakar og þóttu alla vega þegar lögin voru sett, óhefðbundnar og inngripsmiklar. Það er fullt tilefni til að fara varlega með svona heimildir og fullt tilefni til að löggjafinn sé með aðhald gagnvart þeim.“ Helgi segir að lögreglan sé valdastofnun, sem megi ekki hafa meira vald en borgararnir telji réttlætanlegt. „Lögregluyfirvöld vilja alltaf meiri valdheimildir. Ástæðan er einfaldlega sú að það er auðvitað auðveldara fyrir lögregluna að vinna með það að þurfa bara að hafa grun, en ekki rökstuddan grun.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að breytingarnar hafi verið gerðir eftir ábendingar frá ríkissaksóknara. „Þetta er í betra samræmi við lögin. Það var talið að reglugerðin þrengdi um of að heimildunum miðað við lögin. Við erum að bregðast við þessu og þetta er eitt af þeim skrefum sem við erum að taka til að geta varist betur skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi.“ Mega sigla undir fölsku flaggi Samkvæmt breytingunum getur lögreglan beitt skyggingu án rökstudds gruns, sem einnig heitir eftirför í daglegu máli. Í henni felst til dæmis „stöðugt eftirlit með mannaferðum um húsnæði eða á öðru afmörkuðu svæði eða á almannafæri með því að fylgjast með ferðum þess sem grunaður er um brot,“ eins og segir í reglugerðinni. Skygging skal, segir í reglugerðinni, að jafnaði vera varðstaða lögreglumanns um húsnæði eða annað afmarkað svæði „eða eftirlit með ferðum þess sem er grunaður um brot, þar með talin eftirför með bifreið eða öðru farartæki.“ Lögreglan má þá einnig sigla undir fölsku flaggi á netinu til þess að komast í samband við mögulega brotamenn. Hún má einnig stunda það sem heitir afhending undir eftirliti, þegar það liggur til dæmis fyrir að einstaklingur sé á leið með glæpsamlegan varning til annars, til þess að afla upplýsinga um viðtakandann. Hér má sjá breytingar ráðherra í heild sinni. Þær voru fyrst birtar í Stjórnartíðindum á miðvikudag en breytingar á stjórnvaldsfyrirmælum fara fyrst að hafa réttaráhrif eftir birtingu þar. Breytingarnar voru undirritaðar af ráðherra 17. maí en tilkynning um þær hefur ekki verið birt á vef ráðuneytisins eins og oft er gert þegar tíðindi verða í sama anda. Lögreglan Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Sjá meira
Nú þarf aðeins að vera fyrir hendi grunur, en ekki „rökstuddur grunur“ sem þingmaður Pírata segir að muni þýða að lögreglan geti gripið til inngripsmikilla aðferða meira og minna eftir geðþótta. Helgi Hrafn Gunnarsson gagnrýnir að ráðherra hafi svo víðtækar heimildir til breytinga á störfum lögreglu án aðkomu Alþingis, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir veitti þessar auknu heimildir með útgáfu reglugerðar hinn 17. maí. Helgi Hrafn telur að þær heimildir sem veittar eru í reglugerðinni hafi lagastoð en furðar sig á að ráðherra skuli hafa svo víðtækar heimildir til að færa lögreglu aukið vald yfir borgurunum. „Reglugerðarheimildin í lögum er mjög víð og gefur ráðherra mjög mikið rými, miklu meira rými en ég tel eðlilegt til að heimila svona sérstakar aðferðir. Þess má geta að þessar aðferðir sem þarna er fjallað um kallast sérstakar og þóttu alla vega þegar lögin voru sett, óhefðbundnar og inngripsmiklar. Það er fullt tilefni til að fara varlega með svona heimildir og fullt tilefni til að löggjafinn sé með aðhald gagnvart þeim.“ Helgi segir að lögreglan sé valdastofnun, sem megi ekki hafa meira vald en borgararnir telji réttlætanlegt. „Lögregluyfirvöld vilja alltaf meiri valdheimildir. Ástæðan er einfaldlega sú að það er auðvitað auðveldara fyrir lögregluna að vinna með það að þurfa bara að hafa grun, en ekki rökstuddan grun.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að breytingarnar hafi verið gerðir eftir ábendingar frá ríkissaksóknara. „Þetta er í betra samræmi við lögin. Það var talið að reglugerðin þrengdi um of að heimildunum miðað við lögin. Við erum að bregðast við þessu og þetta er eitt af þeim skrefum sem við erum að taka til að geta varist betur skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi.“ Mega sigla undir fölsku flaggi Samkvæmt breytingunum getur lögreglan beitt skyggingu án rökstudds gruns, sem einnig heitir eftirför í daglegu máli. Í henni felst til dæmis „stöðugt eftirlit með mannaferðum um húsnæði eða á öðru afmörkuðu svæði eða á almannafæri með því að fylgjast með ferðum þess sem grunaður er um brot,“ eins og segir í reglugerðinni. Skygging skal, segir í reglugerðinni, að jafnaði vera varðstaða lögreglumanns um húsnæði eða annað afmarkað svæði „eða eftirlit með ferðum þess sem er grunaður um brot, þar með talin eftirför með bifreið eða öðru farartæki.“ Lögreglan má þá einnig sigla undir fölsku flaggi á netinu til þess að komast í samband við mögulega brotamenn. Hún má einnig stunda það sem heitir afhending undir eftirliti, þegar það liggur til dæmis fyrir að einstaklingur sé á leið með glæpsamlegan varning til annars, til þess að afla upplýsinga um viðtakandann. Hér má sjá breytingar ráðherra í heild sinni. Þær voru fyrst birtar í Stjórnartíðindum á miðvikudag en breytingar á stjórnvaldsfyrirmælum fara fyrst að hafa réttaráhrif eftir birtingu þar. Breytingarnar voru undirritaðar af ráðherra 17. maí en tilkynning um þær hefur ekki verið birt á vef ráðuneytisins eins og oft er gert þegar tíðindi verða í sama anda.
Lögreglan Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent