„Bilið milli almennings og fárra auðjöfra eykst“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. júní 2021 20:06 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir heildarmyndina af efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins nú vera að koma í ljós. Allt stefni í kreppu þar sem sumir verða miklu efnaðri á meðan aðrir hafi enn minna milli handanna en áður. Þetta kom fram í ræðu Loga í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hann segir að ekki hafi veripð gripið nægilega markvisst til aðgerða fyrir þau sem mest hafi þurft á að halda. Það fólk hafi neyðst til að tæma sparnað sinn eða skyldsetja sig til að mæta erfiðum aðstæðum. „Síðasta ár höfum við séð þess vegna séð óvenjuskýrt hversu lítið samhengi er oft á milli meðaltala og aðstæðna einstakra hópa því þó tekjujöfnuðurinn mælist mikill hér á landi fer eignaójöfnuðurinn hratt vaxandi. Svör úr fjármálaráðuneytinu sýna að lítill hópur einstaklinga rakar til sín meginþorra af öllum nýjum auð í landinu og bilið milli almennings og fárra auðjöfra eykst og þessir auðjöfrar sölsa undir sig á fleiri og fleiri stöðum samfélagsins,“ sagði Logi. Hann sagði Samfylkinguna vilja ráðast gegn ójöfnuði í samfélaginu hvar sem hann væri að finna og sagði jöfnuð undirstöðu öflugs efnahagslífs. Þá sagði hann að horfast þurfi í augu við „kófið sem veirufaraldurinn þyrlaði upp,“ skoða hverju ríkisstjórnin hefur áorkað og hversu vel núverandi stjórnarmynstur sé í stakk búið til að mæta verkefnum framtíðar. Rifjaði upp orð heilbrigðisráðherra Logi vék þá orðum sínum að því sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í desember árið 2017, sama ár og núverandi ríkisstjórn var stofnuð. „Við erum að bjarga heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og samgöngunum frá langvinnri vanrækslu og ásælni peningaaflanna í landinu,“ sagði Svandís þá. Logi vildi nema staðar við þessi orð og skoða hvernig heilbrigðiskerfið stendur eftir kjörtímabilið sem rennur sitt skeið í september á þessu ári. „Að sögn formanns félags bráðalækna hefur aldrei verið jafn alvarleg undirmönnun á bráðadeild Landspítalans og stefnir í í sumar og yfirgnæfandi líkur á alvarlegum atvikum, jafnvel mannslátum á deildinni. Hjúkrunarheimili víða um landið stefna í þrot vegna áralangrar vanfjármögnun ríkisins og íslensk ungmenni fá ekki nauðsynlega geðheilbrigðisþjónustu, það er enginn geðlæknir í fastri stöðu úti á landsbyggðinni. Þetta eru verk ríkisstjórnarinnar“ sagði Logi. Hann sagði að í kjölfar heimsfaraldursins ætti að verðlauna ósérhlífni heilbrigðisstarfsfólks og samstöðu almennings undanfarið ár með því að fjármagna íslenskt heilbrigðiskerfi með fullnægjandi hætti. „Heilbrigðiskerfinu okkar verður ekki bjargað í ríkisstjórn málamiðlana, kyrrstöðu og hvað þá niðurskurðar.“ „Óvenjulegt stjórnarmynstur íhaldsflokka“ Logi vék máli sínu þá að því sem hann kallaði „óvenjulegt stjórnarmynstur íhaldsflokka“ og sagði það kunna að vera að slíkt stjórnarform hefði hentað til að „kæla stöðuna eftir skandala fyrri stjórna,“ en stjórnarflokkarnir myndu ekki finna þann samhljóm til að takast á við áskoranir sem fram undan eru. „Við höfum séð fjölda framfaramála stranda uppi á sjálfu ríkisstjórnarborðinu þrátt fyrir líklegan meirihluta á þingi. Ég nefni afglæpavæðingu, rammaáætlun, hálendisþjóðgarð og auðvitað almennilegt auðlindaákvæði.“ Logi sagði því nauðsynlegt að greiða veginn fyrir nýja ríkisstjórn að loknum kosningum sem sé sammála um megin verkefnin framundan. Ríkisstjórn sem sé óhrædd við nýja framtíð og nógu opin til að nýta skapandi lausnir til þess að takast á við ójöfnuð, loftslagsógnina og breytingar á vinnumarkaði. „Ríkisstjórn sem er tilbúin að byggja upp, ekki skera niður eins og ríkisstjórnin boðar í fimm ára fjármálaáætlun. Það er beinlínis hrollvekjandi, herra forseti, að í stað þess að ætla að bæta almannaþjónustuna og fjárfesta í fólki ætli ríkisstjórnin að taka niðurskurðarhnífinn á loft,“ sagði Logi. „Samfylkingin er tilbúin í ríkisstjórn um framfarir, aukinn jöfnuð, almannahagsmuni og sóknar út úr þessa kreppu.“ Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bein útsending: Eldhúsdagsumræður á Alþingi Almennar stjórnmálaumræður, oft nefndar eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi í kvöld. Umræðurnar hefjast klukkan 19:30 í kvöld og er áætlað að þær standi yfir til klukkan 22. Alls eru 23 þingmenn á mælendaskrá – þrír úr hverjum flokki að frátöldum Flokki fólksins, þar sem báðir þingmenn þess flokks munu taka til máls. 7. júní 2021 19:01 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Sjá meira
Þetta kom fram í ræðu Loga í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hann segir að ekki hafi veripð gripið nægilega markvisst til aðgerða fyrir þau sem mest hafi þurft á að halda. Það fólk hafi neyðst til að tæma sparnað sinn eða skyldsetja sig til að mæta erfiðum aðstæðum. „Síðasta ár höfum við séð þess vegna séð óvenjuskýrt hversu lítið samhengi er oft á milli meðaltala og aðstæðna einstakra hópa því þó tekjujöfnuðurinn mælist mikill hér á landi fer eignaójöfnuðurinn hratt vaxandi. Svör úr fjármálaráðuneytinu sýna að lítill hópur einstaklinga rakar til sín meginþorra af öllum nýjum auð í landinu og bilið milli almennings og fárra auðjöfra eykst og þessir auðjöfrar sölsa undir sig á fleiri og fleiri stöðum samfélagsins,“ sagði Logi. Hann sagði Samfylkinguna vilja ráðast gegn ójöfnuði í samfélaginu hvar sem hann væri að finna og sagði jöfnuð undirstöðu öflugs efnahagslífs. Þá sagði hann að horfast þurfi í augu við „kófið sem veirufaraldurinn þyrlaði upp,“ skoða hverju ríkisstjórnin hefur áorkað og hversu vel núverandi stjórnarmynstur sé í stakk búið til að mæta verkefnum framtíðar. Rifjaði upp orð heilbrigðisráðherra Logi vék þá orðum sínum að því sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í desember árið 2017, sama ár og núverandi ríkisstjórn var stofnuð. „Við erum að bjarga heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og samgöngunum frá langvinnri vanrækslu og ásælni peningaaflanna í landinu,“ sagði Svandís þá. Logi vildi nema staðar við þessi orð og skoða hvernig heilbrigðiskerfið stendur eftir kjörtímabilið sem rennur sitt skeið í september á þessu ári. „Að sögn formanns félags bráðalækna hefur aldrei verið jafn alvarleg undirmönnun á bráðadeild Landspítalans og stefnir í í sumar og yfirgnæfandi líkur á alvarlegum atvikum, jafnvel mannslátum á deildinni. Hjúkrunarheimili víða um landið stefna í þrot vegna áralangrar vanfjármögnun ríkisins og íslensk ungmenni fá ekki nauðsynlega geðheilbrigðisþjónustu, það er enginn geðlæknir í fastri stöðu úti á landsbyggðinni. Þetta eru verk ríkisstjórnarinnar“ sagði Logi. Hann sagði að í kjölfar heimsfaraldursins ætti að verðlauna ósérhlífni heilbrigðisstarfsfólks og samstöðu almennings undanfarið ár með því að fjármagna íslenskt heilbrigðiskerfi með fullnægjandi hætti. „Heilbrigðiskerfinu okkar verður ekki bjargað í ríkisstjórn málamiðlana, kyrrstöðu og hvað þá niðurskurðar.“ „Óvenjulegt stjórnarmynstur íhaldsflokka“ Logi vék máli sínu þá að því sem hann kallaði „óvenjulegt stjórnarmynstur íhaldsflokka“ og sagði það kunna að vera að slíkt stjórnarform hefði hentað til að „kæla stöðuna eftir skandala fyrri stjórna,“ en stjórnarflokkarnir myndu ekki finna þann samhljóm til að takast á við áskoranir sem fram undan eru. „Við höfum séð fjölda framfaramála stranda uppi á sjálfu ríkisstjórnarborðinu þrátt fyrir líklegan meirihluta á þingi. Ég nefni afglæpavæðingu, rammaáætlun, hálendisþjóðgarð og auðvitað almennilegt auðlindaákvæði.“ Logi sagði því nauðsynlegt að greiða veginn fyrir nýja ríkisstjórn að loknum kosningum sem sé sammála um megin verkefnin framundan. Ríkisstjórn sem sé óhrædd við nýja framtíð og nógu opin til að nýta skapandi lausnir til þess að takast á við ójöfnuð, loftslagsógnina og breytingar á vinnumarkaði. „Ríkisstjórn sem er tilbúin að byggja upp, ekki skera niður eins og ríkisstjórnin boðar í fimm ára fjármálaáætlun. Það er beinlínis hrollvekjandi, herra forseti, að í stað þess að ætla að bæta almannaþjónustuna og fjárfesta í fólki ætli ríkisstjórnin að taka niðurskurðarhnífinn á loft,“ sagði Logi. „Samfylkingin er tilbúin í ríkisstjórn um framfarir, aukinn jöfnuð, almannahagsmuni og sóknar út úr þessa kreppu.“
Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bein útsending: Eldhúsdagsumræður á Alþingi Almennar stjórnmálaumræður, oft nefndar eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi í kvöld. Umræðurnar hefjast klukkan 19:30 í kvöld og er áætlað að þær standi yfir til klukkan 22. Alls eru 23 þingmenn á mælendaskrá – þrír úr hverjum flokki að frátöldum Flokki fólksins, þar sem báðir þingmenn þess flokks munu taka til máls. 7. júní 2021 19:01 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Sjá meira
Bein útsending: Eldhúsdagsumræður á Alþingi Almennar stjórnmálaumræður, oft nefndar eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi í kvöld. Umræðurnar hefjast klukkan 19:30 í kvöld og er áætlað að þær standi yfir til klukkan 22. Alls eru 23 þingmenn á mælendaskrá – þrír úr hverjum flokki að frátöldum Flokki fólksins, þar sem báðir þingmenn þess flokks munu taka til máls. 7. júní 2021 19:01