Ríkisstjórnin hafi staðist prófið með prýði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. júní 2021 22:28 Halla Signý er þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að ríkisstjórninni hafi tekist að leysa þau óvæntu og gríðarstóru verkefni sem fylgdu kórónuveirufaraldrinum og hún hafi staðist prófið „með prýði.“ Þetta kom fram í máli hennar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. „Ríkisstjórnin hefur lagt fram mörg stefnumarkandi mál sem eiga eftir að skila árangri og koma þjóðinni til góða í framtíðinni. Það er okkar hlutverk sem stöndum hér í dag að skapa góða framtíð. Grunngildi Framsóknarflokksins er að skapa tækifæri fyrir alla óháð búsetu, kyni og aldri, skapa framtíð þar sem börnin okkar geta blómstrað,“ sagði Halla Signý. Hún vék máli sínu að heilbrigðiskerfinu og sagði eðlilegt að það væri mikið til umræðu eftir það sem á undan er gengið, og vísaði þar væntanlega til kórónuveirufaraldursins. „Við sem þjóð getum verið stolt og glöð yfir því hvað við eigum góða heilbrigðisstarfsmenn. Það er ekki sjálfgefið og við þurfum að passa upp á þá. Heilbrigðisstefna til ársins 2030 var samþykkt á yfirstandandi kjörtímabili og hornsteinn að henni var lagður fram í þingsályktunartillögu Framsóknarmanna sem samþykkt var 2017 hér á Alþingi. Hornsteinninn er heilbrigðisþjónusta fyrir alla landsmenn og jafnrétti til þjónustu svo að það takist. Þá þarf nýja hugsun og nýja nálgun í heilbrigðisþjónustu.“ Halla Signý vék máli sínu þá að því sem hún kallaði fjórðu iðnbyltinguna og sagði hana hafa fengið vængi síðustu mánuði. Hún hefði gefið fólkið aukið frelsi til að velja sér búsetu vítt og breitt um landið og benti á störf án staðsetningar, samvinnurými og að ný atvinnutækifæri væru ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið. Hún lagði áherslu á að tryggt fjarskiptasamband væri eitt helsta áherslumál Framsóknarflokksins og sagði flokkinn hafa staðið fyrir öflugri byggðastefnu frá upphafi. „Forsenda þess að landsbyggðin vaxi og dafni er að til staðar sé öflugt byggðastefna ásamt góðum fjarskiptum og góðu vegakerfi,“ sagði Halla Signý og bætti við að öflug byggðastefna væri forsenda þess að landsbyggðin yxi og dafnaði „Við horfum fram á veg með bjartsýni og dug. Það þarf krafta og þor til að halda áfram að byggja á þeim góða grunni sem lagður hefur verið á yfirstandandi kjörtímabili. Framsókn býður fram krafta sína áfram með samvinnu og jafnrétti að leiðarljósi.“ Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
„Ríkisstjórnin hefur lagt fram mörg stefnumarkandi mál sem eiga eftir að skila árangri og koma þjóðinni til góða í framtíðinni. Það er okkar hlutverk sem stöndum hér í dag að skapa góða framtíð. Grunngildi Framsóknarflokksins er að skapa tækifæri fyrir alla óháð búsetu, kyni og aldri, skapa framtíð þar sem börnin okkar geta blómstrað,“ sagði Halla Signý. Hún vék máli sínu að heilbrigðiskerfinu og sagði eðlilegt að það væri mikið til umræðu eftir það sem á undan er gengið, og vísaði þar væntanlega til kórónuveirufaraldursins. „Við sem þjóð getum verið stolt og glöð yfir því hvað við eigum góða heilbrigðisstarfsmenn. Það er ekki sjálfgefið og við þurfum að passa upp á þá. Heilbrigðisstefna til ársins 2030 var samþykkt á yfirstandandi kjörtímabili og hornsteinn að henni var lagður fram í þingsályktunartillögu Framsóknarmanna sem samþykkt var 2017 hér á Alþingi. Hornsteinninn er heilbrigðisþjónusta fyrir alla landsmenn og jafnrétti til þjónustu svo að það takist. Þá þarf nýja hugsun og nýja nálgun í heilbrigðisþjónustu.“ Halla Signý vék máli sínu þá að því sem hún kallaði fjórðu iðnbyltinguna og sagði hana hafa fengið vængi síðustu mánuði. Hún hefði gefið fólkið aukið frelsi til að velja sér búsetu vítt og breitt um landið og benti á störf án staðsetningar, samvinnurými og að ný atvinnutækifæri væru ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið. Hún lagði áherslu á að tryggt fjarskiptasamband væri eitt helsta áherslumál Framsóknarflokksins og sagði flokkinn hafa staðið fyrir öflugri byggðastefnu frá upphafi. „Forsenda þess að landsbyggðin vaxi og dafni er að til staðar sé öflugt byggðastefna ásamt góðum fjarskiptum og góðu vegakerfi,“ sagði Halla Signý og bætti við að öflug byggðastefna væri forsenda þess að landsbyggðin yxi og dafnaði „Við horfum fram á veg með bjartsýni og dug. Það þarf krafta og þor til að halda áfram að byggja á þeim góða grunni sem lagður hefur verið á yfirstandandi kjörtímabili. Framsókn býður fram krafta sína áfram með samvinnu og jafnrétti að leiðarljósi.“
Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?