Lagt til að vísa hálendisþjóðgarði aftur til ríkisstjórnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. júní 2021 12:10 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, mælti fyrir frumvarpi um stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fyrra. Málið hefur verið til umræðu í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sem lagði í morgun til að málinu yrði vísað þaðan þar sem ekki hefur tekist að klára það. vísir/Vilhelm Áform um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á kjörtímabilinu virðast endanlega fallin niður þar sem meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Rammaáætlun mun líklega einnig daga uppi í nefnd að sögn þingflokksformanns Viðreisnar. Þingflokksformenn funda aftur í hádeginu til þess að reyna ná samkomulagi um þinglok og þau mál sem á að afgreiða á lokadögum þingsins. Hann Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir óvissumálum líklega hafa fækkað í morgun þegar meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis lagði fram tillögu um að vísa frumvarpi um stofnun miðhálendisþjóðgarðs aftur til ríkisstjórnarinnar. „Raunverulega er þetta bara einhvers konar spariútgáfa af því að málið er að daga uppi í nefndinni. Yfirleitt eru nú frávísunartillgöur til komnar þegar nefnd hefur klárað mál en staðreyndin er sú að hálendisþjóðgarðurinn kláraðist ekki í nefnd,“ segir Hanna Katrín. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Málið var rætt í þingflokkum eftir fundinn og nefndin mun síðan koma aftur saman síðar í dag til þess að samþykkja tillöguna. Hún segir útlit fyrir að rammaáætlun verði ekki heldur afgreidd fyrir þinglok „Það er ekki algjörlega frágengið en það lítur út fyrir að það mál fari ekki neitt,“ segir Hanna Katrín. „Þetta er náttúrulega óbreytt mál frá því í tíð tveggja síðustu ríkisstjórna, sem náðu ekki að klára málið af því þær enduðu samstarf sitt óvænt og við erum enn í sömu sporum og ég held að staðreyndin sé sú að það er orðið fullreynt með þessa nálgun.“ Hann Katrín segir að nú þegar afdrif þessa tveggja stóru mála liggi nokkurn veginn fyrir verði líklega auðveldara að loka öðrum. Í samningaviðræðum segir hún Viðreisin meðal annars leggja áherslu á að fá samþykkta tillögu um stefnu fyrir afreksfólk í íþróttum. „Að það verði á næstunni búin til tímasett áætlun og tryggður fjárhagslegur stuðningur í kjöfarið við afreksfólk,“ segir hún. „Síðan erum við með tillögu sem lítur að heilbrigðismálunum og er einfaldlega sú að við hættum að senda fólk til útlanda í aðgerðir þegar hægt er að framkvæma þær hér á landi.“ Hálendisþjóðgarður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Þingflokksformenn funda aftur í hádeginu til þess að reyna ná samkomulagi um þinglok og þau mál sem á að afgreiða á lokadögum þingsins. Hann Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir óvissumálum líklega hafa fækkað í morgun þegar meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis lagði fram tillögu um að vísa frumvarpi um stofnun miðhálendisþjóðgarðs aftur til ríkisstjórnarinnar. „Raunverulega er þetta bara einhvers konar spariútgáfa af því að málið er að daga uppi í nefndinni. Yfirleitt eru nú frávísunartillgöur til komnar þegar nefnd hefur klárað mál en staðreyndin er sú að hálendisþjóðgarðurinn kláraðist ekki í nefnd,“ segir Hanna Katrín. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Málið var rætt í þingflokkum eftir fundinn og nefndin mun síðan koma aftur saman síðar í dag til þess að samþykkja tillöguna. Hún segir útlit fyrir að rammaáætlun verði ekki heldur afgreidd fyrir þinglok „Það er ekki algjörlega frágengið en það lítur út fyrir að það mál fari ekki neitt,“ segir Hanna Katrín. „Þetta er náttúrulega óbreytt mál frá því í tíð tveggja síðustu ríkisstjórna, sem náðu ekki að klára málið af því þær enduðu samstarf sitt óvænt og við erum enn í sömu sporum og ég held að staðreyndin sé sú að það er orðið fullreynt með þessa nálgun.“ Hann Katrín segir að nú þegar afdrif þessa tveggja stóru mála liggi nokkurn veginn fyrir verði líklega auðveldara að loka öðrum. Í samningaviðræðum segir hún Viðreisin meðal annars leggja áherslu á að fá samþykkta tillögu um stefnu fyrir afreksfólk í íþróttum. „Að það verði á næstunni búin til tímasett áætlun og tryggður fjárhagslegur stuðningur í kjöfarið við afreksfólk,“ segir hún. „Síðan erum við með tillögu sem lítur að heilbrigðismálunum og er einfaldlega sú að við hættum að senda fólk til útlanda í aðgerðir þegar hægt er að framkvæma þær hér á landi.“
Hálendisþjóðgarður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira