Bestu myndir af Ganýmedes í áratugi Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2021 08:41 Svarthví mynd af Ganýmedes sem Juno tók þegar farið flaug fram hjá 7. júní 2021. NASA/JPL-Caltech/SwRI/MSSS Myndir sem bandaríska geimfarið Juno tók af Ganýmedes, stærsta tungli Júpíters, og bárust til jarðar í vikunni eru þær skýrustu í áratugi. Geimfarið flaug þá nær tunglinu en nokkuð annað geimfar hefur gert frá því á síðustu öld. Framhjáflug Juno hjá Ganýmedes átti sér stað á mánudag, 7. júní. Flaug það næst í um 1.038 kílómetra fjarlægð frá yfirborði risatunglsins. Ekkert geimfar hefur flogið svo nærri Ganýmedes frá því að Galileo, geimfar bandarísku geimvísindastofnunar NASA, gerði það í maí árið 2000. Ganýmedes er stærsta tungl Júpíters, eitt Galíleotunglanna fjögurra, og það stærsta í sólkerfinu. Tunglið er stærra en reikistjarnan Merkúríus og er það eina í sólkerfinu sem er með eigin segulsvið. Heimsókn Juno var meðal annars ætlað að rannsaka nánar efnasamsetningu Ganýmedes, jónahvolf hans, segulsvið og ísskorpu. Fyrstu tvær myndirnar úr framhjáfluginu bárust til jarðar í vikunni en fleiri eru væntanlegar. Á þeim sjást glöggt kennileiti á yfirborðinu eins og gígar, dökk og ljós svæði og ílangar jarðmyndarnir sem talið er að gætu tengst flekahreyfingum á tunglinu, að því er segir í tilkynningu á vef NASA. Gígar og rákir setja svip sinn á ísilagt yfirborð Ganýmedes. Talið er að rákirnar gætu verið merki um flekahreyfingar.NASA/JPL-Caltech/SwRI/MSSS Náði Juno myndum af nær heilli hlið Ganýmedes. Búið er að ná í myndir frá farinu sem voru teknar með síu sem er næm fyrir grænum lit en þegar þær sem voru teknar með rauðri og blárri síu skila sér verður hægt að setja saman litmynd af ístunglinu. Juno hefur verið á braut um Júpíter frá árinu 2016. Aðalmarkmið leiðangursins er að rannsaka uppruna, uppbyggingu og lofthjúp þessarar stærstu reikistjörnu sólkerfisins. Hefur farinu verið flogið ítrekað yfir pólsvæði Júpíters og tekið stórbrotnar myndir af skýjuðum lofthjúpi reikistjörnunnar. Geimurinn Vísindi Júpíter Tengdar fréttir Heiðskírt með 400 metrum á sekúndu Veðurofsinn í heiðhvolfi Júpíters, stærstu reikistjörnu sólkerfisins, hefur nú verið mældur beint í fyrsta skipti. Vindhraðinn mældist ríflega 400 metrar á sekúndu við heimskaut gasrisans og telja stjörnufræðingar veðurfyrirbrigðið einstakt í sólkerfinu. 18. mars 2021 15:56 Bestu geimljósmyndir ársins 2019 Árið sem nú er að líða var ágætlega gjöfult þegar kom að verkefnum í geimnum og fjöldi ljósmynda frá geimförum og sjónaukum hér á jörðu niðri af plánetum og öðru sem flýtur um í geimnum litu dagsins ljós. 30. desember 2019 11:30 Innri gerð Júpíters afhjúpuð með mælingum Juno Beltin í lofthjúpi gasrisan ná þúsundir kílómetra niður fyrir yfirborðið og innra byrðið snýst að mestu leyti eins og hnöttur úr föstu efni. 8. mars 2018 22:30 NASA deilir mynd íslensks tölvunarfræðings af Júpíter Þúsundir manna hafa deilt og líkað við mynd sem Björn Jónsson, tölvunarfræðingur, vann af Stóra rauða bletti Júpíters eftir að NASA deildi henni á vefsíðu sinni og samfélagsmiðlum. 28. júlí 2017 10:54 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Framhjáflug Juno hjá Ganýmedes átti sér stað á mánudag, 7. júní. Flaug það næst í um 1.038 kílómetra fjarlægð frá yfirborði risatunglsins. Ekkert geimfar hefur flogið svo nærri Ganýmedes frá því að Galileo, geimfar bandarísku geimvísindastofnunar NASA, gerði það í maí árið 2000. Ganýmedes er stærsta tungl Júpíters, eitt Galíleotunglanna fjögurra, og það stærsta í sólkerfinu. Tunglið er stærra en reikistjarnan Merkúríus og er það eina í sólkerfinu sem er með eigin segulsvið. Heimsókn Juno var meðal annars ætlað að rannsaka nánar efnasamsetningu Ganýmedes, jónahvolf hans, segulsvið og ísskorpu. Fyrstu tvær myndirnar úr framhjáfluginu bárust til jarðar í vikunni en fleiri eru væntanlegar. Á þeim sjást glöggt kennileiti á yfirborðinu eins og gígar, dökk og ljós svæði og ílangar jarðmyndarnir sem talið er að gætu tengst flekahreyfingum á tunglinu, að því er segir í tilkynningu á vef NASA. Gígar og rákir setja svip sinn á ísilagt yfirborð Ganýmedes. Talið er að rákirnar gætu verið merki um flekahreyfingar.NASA/JPL-Caltech/SwRI/MSSS Náði Juno myndum af nær heilli hlið Ganýmedes. Búið er að ná í myndir frá farinu sem voru teknar með síu sem er næm fyrir grænum lit en þegar þær sem voru teknar með rauðri og blárri síu skila sér verður hægt að setja saman litmynd af ístunglinu. Juno hefur verið á braut um Júpíter frá árinu 2016. Aðalmarkmið leiðangursins er að rannsaka uppruna, uppbyggingu og lofthjúp þessarar stærstu reikistjörnu sólkerfisins. Hefur farinu verið flogið ítrekað yfir pólsvæði Júpíters og tekið stórbrotnar myndir af skýjuðum lofthjúpi reikistjörnunnar.
Geimurinn Vísindi Júpíter Tengdar fréttir Heiðskírt með 400 metrum á sekúndu Veðurofsinn í heiðhvolfi Júpíters, stærstu reikistjörnu sólkerfisins, hefur nú verið mældur beint í fyrsta skipti. Vindhraðinn mældist ríflega 400 metrar á sekúndu við heimskaut gasrisans og telja stjörnufræðingar veðurfyrirbrigðið einstakt í sólkerfinu. 18. mars 2021 15:56 Bestu geimljósmyndir ársins 2019 Árið sem nú er að líða var ágætlega gjöfult þegar kom að verkefnum í geimnum og fjöldi ljósmynda frá geimförum og sjónaukum hér á jörðu niðri af plánetum og öðru sem flýtur um í geimnum litu dagsins ljós. 30. desember 2019 11:30 Innri gerð Júpíters afhjúpuð með mælingum Juno Beltin í lofthjúpi gasrisan ná þúsundir kílómetra niður fyrir yfirborðið og innra byrðið snýst að mestu leyti eins og hnöttur úr föstu efni. 8. mars 2018 22:30 NASA deilir mynd íslensks tölvunarfræðings af Júpíter Þúsundir manna hafa deilt og líkað við mynd sem Björn Jónsson, tölvunarfræðingur, vann af Stóra rauða bletti Júpíters eftir að NASA deildi henni á vefsíðu sinni og samfélagsmiðlum. 28. júlí 2017 10:54 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Heiðskírt með 400 metrum á sekúndu Veðurofsinn í heiðhvolfi Júpíters, stærstu reikistjörnu sólkerfisins, hefur nú verið mældur beint í fyrsta skipti. Vindhraðinn mældist ríflega 400 metrar á sekúndu við heimskaut gasrisans og telja stjörnufræðingar veðurfyrirbrigðið einstakt í sólkerfinu. 18. mars 2021 15:56
Bestu geimljósmyndir ársins 2019 Árið sem nú er að líða var ágætlega gjöfult þegar kom að verkefnum í geimnum og fjöldi ljósmynda frá geimförum og sjónaukum hér á jörðu niðri af plánetum og öðru sem flýtur um í geimnum litu dagsins ljós. 30. desember 2019 11:30
Innri gerð Júpíters afhjúpuð með mælingum Juno Beltin í lofthjúpi gasrisan ná þúsundir kílómetra niður fyrir yfirborðið og innra byrðið snýst að mestu leyti eins og hnöttur úr föstu efni. 8. mars 2018 22:30
NASA deilir mynd íslensks tölvunarfræðings af Júpíter Þúsundir manna hafa deilt og líkað við mynd sem Björn Jónsson, tölvunarfræðingur, vann af Stóra rauða bletti Júpíters eftir að NASA deildi henni á vefsíðu sinni og samfélagsmiðlum. 28. júlí 2017 10:54