Herferð Ortega gegn stjórnarandstöðunni heldur áfram Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2021 10:52 Lögreglumenn sem gerðu húsleit á heimili Cristiönu Maríu Chamorro, forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar, fyrr í þessum mánuði. Tylft stjórnarandstöðuleiðtoga hefur nú verið handtekin á skömmum tíma. Vísir/EPA Yfirvöld í Níkaragva handtóku fimm þekkta stjórnarandstæðinga á sunnudaginn í því sem gagnrýnendur Daniels Ortega forseta kalla herferð gegn andstæðingum hans. Fyrrverandi bandamenn Ortega eru á meðal þeirra handteknu. Alls hafa nú tólf líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í nóvember og stjórnarandstöðuleiðtogar verið handteknir á undanförnum dögum. Flestir þeirra eru sakaðir um brot á umdeildum landaráðalögum sem Ortega lét samþykkja í fyrra. Lögreglan sakar þau fimm sem voru handtekin í gær um að hvetja til erlendra afskipta af málefnum Níkaragva og fleiri glæpi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þau tilheyri öll stjórnarandstöðuflokknum Sameinumst (s. Unamos) en það er að miklu leyti flokkur fyrrverandi félaga Ortega í Þjóðfrelsishreyfingu sandínista. Á meðal þeirra sem voru handtekin í gær eru Hugo Torres, fyrrverandi hershöfðingi, og Dora Téllez, heilbrigðisráðherra í fyrstu ríkisstjórn sandínista frá 1979 til 1990. Handtakan á Téllez þykir sérstaklega eftirtektarverð því hún er ein af hetjum sandínista úr byltingu þeirra á 8. áratug síðustu aldar. Leiddi hún flokk skæruliða sem tók þingmenn í gíslingu í þinghúsinu til að krefjast lausnar pólitískra fanga árið 1978. Þau sem höfðu áður verið handtekin voru flest líklegir forsetaframbjóðendur. AP-fréttastofan segir að Ortega virðist nú beina spjótum sínum að öllum áberandi leiðtogum stjórnarandstöðunnar í landinu. Beita landráðalögum gegn þeim sem styðja refsiaðgerðir Landráðalögin gera það að glæp að „leggja á ráðin gegn fullveldi, sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétti“ Níkaragva. Á grundvelli þeirra geta stjórnvöld bannað fólki að bjóða sig fram til opinbers embættis telji þau það landráðafólk. Þá liggur allt að fimmtán ára fangelsi við landráðum. Stjórn Ortega hefur beitt lögunum gegn öllum þeim sem hafa stutt alþjóðlegar refsiaðgerðir erlendra ríkja gegn embættismönnum ríkisstjórnarinnar sem eru sakaðir um mannréttindabrot. Torres segir að stjórnarandstaðan sé ekki af baki dottin þrátt fyrir að Ortega hafi greitt henni nokkur þung högg að undanförnu. „Þetta er ekki þróun í átt að einræði, þetta er einræðisríki á allan hátt,“ sagði hann í viðtali við AP. Segir Ortega orðinn verri en Somoza Ortega sækist nú eftir fjórða kjörtímabili sínu sem forseti í röð. Hann lét breyta stjórnarskrá landsins til þess að hann gæti boðið sig fram aftur fyrir síðustu kosningar. Í valdatíð sinni hefur hann sankað að sér völdum og fjölskylda hans og vildarvinir hafa auðgast. Vinsældir Ortega dvínuðu verulega þegar öryggissveitir hans drápu hundruð manna í mótmælum sem geisuðu frá 2018 til 2019. Ortega komst fyrst til valda í Níkaragva þegar skæruliðar sandínista steyptu spillta einræðisherranum Anastasio Somoza Debayle af stóli árið 1979. Hann tapaði fyrstu frjálsu forsetakosningunum eftir byltinguna árið 1990 en náði kjöri sem forseti þegar hann bauð sig fram árið 2006. Torres gengur svo langt að segja að kúgun stjórnar Ortega nú sé enn verri en einræðisherrans Somoza sem hann steypti. Somoza hafi að minnsta kosti mætt mótstöðu frá kirkjunni, menntamönnum og háskólunum. „Ég held að Ortega hafi tekið fram úr Somoza. Hann hefur beygt allt vald undir sig á hátt sem Somoza gat aldrei gert. Hann stýrir umfangsmeira kúgunarkerfi en Somoza gerði nokkru sinni,“ fullyrti hann. Níkaragva Tengdar fréttir Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9. júní 2021 14:21 Líklegir mótframbjóðendur Ortega fangelsaðir Tveir líklegir frambjóðendur stjórnarandstöðunnar í Níkaragva til forsetakosninga í haust sitja nú í haldi stjórnvalda í því sem stjórnarandstaðan kallar herferð ríkisstjórnar Daniels Ortega forseta til að skapa ótta á meðal fólks. Þriðji mögulegi frambjóðandinn hefur verið kallaður til skýrslutöku hjá saksóknara. 8. júní 2021 11:15 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Alls hafa nú tólf líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í nóvember og stjórnarandstöðuleiðtogar verið handteknir á undanförnum dögum. Flestir þeirra eru sakaðir um brot á umdeildum landaráðalögum sem Ortega lét samþykkja í fyrra. Lögreglan sakar þau fimm sem voru handtekin í gær um að hvetja til erlendra afskipta af málefnum Níkaragva og fleiri glæpi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þau tilheyri öll stjórnarandstöðuflokknum Sameinumst (s. Unamos) en það er að miklu leyti flokkur fyrrverandi félaga Ortega í Þjóðfrelsishreyfingu sandínista. Á meðal þeirra sem voru handtekin í gær eru Hugo Torres, fyrrverandi hershöfðingi, og Dora Téllez, heilbrigðisráðherra í fyrstu ríkisstjórn sandínista frá 1979 til 1990. Handtakan á Téllez þykir sérstaklega eftirtektarverð því hún er ein af hetjum sandínista úr byltingu þeirra á 8. áratug síðustu aldar. Leiddi hún flokk skæruliða sem tók þingmenn í gíslingu í þinghúsinu til að krefjast lausnar pólitískra fanga árið 1978. Þau sem höfðu áður verið handtekin voru flest líklegir forsetaframbjóðendur. AP-fréttastofan segir að Ortega virðist nú beina spjótum sínum að öllum áberandi leiðtogum stjórnarandstöðunnar í landinu. Beita landráðalögum gegn þeim sem styðja refsiaðgerðir Landráðalögin gera það að glæp að „leggja á ráðin gegn fullveldi, sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétti“ Níkaragva. Á grundvelli þeirra geta stjórnvöld bannað fólki að bjóða sig fram til opinbers embættis telji þau það landráðafólk. Þá liggur allt að fimmtán ára fangelsi við landráðum. Stjórn Ortega hefur beitt lögunum gegn öllum þeim sem hafa stutt alþjóðlegar refsiaðgerðir erlendra ríkja gegn embættismönnum ríkisstjórnarinnar sem eru sakaðir um mannréttindabrot. Torres segir að stjórnarandstaðan sé ekki af baki dottin þrátt fyrir að Ortega hafi greitt henni nokkur þung högg að undanförnu. „Þetta er ekki þróun í átt að einræði, þetta er einræðisríki á allan hátt,“ sagði hann í viðtali við AP. Segir Ortega orðinn verri en Somoza Ortega sækist nú eftir fjórða kjörtímabili sínu sem forseti í röð. Hann lét breyta stjórnarskrá landsins til þess að hann gæti boðið sig fram aftur fyrir síðustu kosningar. Í valdatíð sinni hefur hann sankað að sér völdum og fjölskylda hans og vildarvinir hafa auðgast. Vinsældir Ortega dvínuðu verulega þegar öryggissveitir hans drápu hundruð manna í mótmælum sem geisuðu frá 2018 til 2019. Ortega komst fyrst til valda í Níkaragva þegar skæruliðar sandínista steyptu spillta einræðisherranum Anastasio Somoza Debayle af stóli árið 1979. Hann tapaði fyrstu frjálsu forsetakosningunum eftir byltinguna árið 1990 en náði kjöri sem forseti þegar hann bauð sig fram árið 2006. Torres gengur svo langt að segja að kúgun stjórnar Ortega nú sé enn verri en einræðisherrans Somoza sem hann steypti. Somoza hafi að minnsta kosti mætt mótstöðu frá kirkjunni, menntamönnum og háskólunum. „Ég held að Ortega hafi tekið fram úr Somoza. Hann hefur beygt allt vald undir sig á hátt sem Somoza gat aldrei gert. Hann stýrir umfangsmeira kúgunarkerfi en Somoza gerði nokkru sinni,“ fullyrti hann.
Níkaragva Tengdar fréttir Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9. júní 2021 14:21 Líklegir mótframbjóðendur Ortega fangelsaðir Tveir líklegir frambjóðendur stjórnarandstöðunnar í Níkaragva til forsetakosninga í haust sitja nú í haldi stjórnvalda í því sem stjórnarandstaðan kallar herferð ríkisstjórnar Daniels Ortega forseta til að skapa ótta á meðal fólks. Þriðji mögulegi frambjóðandinn hefur verið kallaður til skýrslutöku hjá saksóknara. 8. júní 2021 11:15 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9. júní 2021 14:21
Líklegir mótframbjóðendur Ortega fangelsaðir Tveir líklegir frambjóðendur stjórnarandstöðunnar í Níkaragva til forsetakosninga í haust sitja nú í haldi stjórnvalda í því sem stjórnarandstaðan kallar herferð ríkisstjórnar Daniels Ortega forseta til að skapa ótta á meðal fólks. Þriðji mögulegi frambjóðandinn hefur verið kallaður til skýrslutöku hjá saksóknara. 8. júní 2021 11:15