Segir Bandaríkin hafa „helga skyldu“ til að verja Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2021 13:40 Biden Bandaríkjaforseti (t.v.) ræðir við Norðmanninn Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, í Brussel í dag. AP/Stephanie Lecocq Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti þátttöku Bandaríkjanna í sameiginlegum vörnum Evrópu, Kanada og Tyrklands sem „helgri skyldu“ þeirra við upphaf leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í morgun. Lagði hann áherslu á mikilvægi bandalagsins. Sjö áratuga langt samstarf NATO-ríkjanna hefur verið í nokkru uppnámi undanfarin ár þar sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hótaði að draga Bandaríkin út úr bandalaginu og vildi ekki skuldbinda Bandaríkin til að koma bandamönnum sínum til varnar ef ráðist yrði á þau en það er hornsteinn samstarfsins. Allt annan tón mátti heyra í ummælum Biden þegar hann mætti til leiðtogafundarins sem hófst í Brussel í dag. Þar sagðist hann vilja að Evrópa vissi að Bandaríkin væru til staðar fyrir bandamenn sína. „Fimmta greinin er helg skylda,“ sagði Biden og vísaði til ákvæðis Atlantshafssáttmálans um sameiginlegar varnir NATO-ríkjanna. Biden er sagður reyna sitt besta til að lappa upp á samskiptin við bandalagsþjóðirnar sem dröbbuðust niður í tíð Trump. „NATO skiptir okkur miklu máli,“ sagði Bandaríkjaforseti til þess að fullvissa NATO-ríkin um heilindi stjórnar sinnar. Bandaríkjastjórn leggur áherslu á að sameina NATO-ríkin í að veita Kínverjum og Rússum mótspyrnu. Reuters-fréttastofan segir að líklega muni aðildarríkin lýsa Kína sem öryggishættu í fyrsta skipti á fundinum. Kínverjar brugðust illir við sameiginlegri ályktun fundar G7-ríkjanna sem lauk í gær um stöðu mannréttinda í Kína og stöðu Taívans. Þá hafa NATO-ríkin áhyggjur af hernaðarbrölti Rússa við austanverða Úkraínu auk tölvuárása og leynilegra aðgerða þeirra gegn vestrænum ríkjunum undanfarin ár. Fulltrúar Bandaríkjanna vilja meðal annars uppfæra fimmtu grein NATO-sáttmálans þannig að hún nái yfir meiriháttar tölvuárásir, að sögn AP-fréttastofunnar. NATO Bandaríkin Rússland Kína Joe Biden Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Sjö áratuga langt samstarf NATO-ríkjanna hefur verið í nokkru uppnámi undanfarin ár þar sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hótaði að draga Bandaríkin út úr bandalaginu og vildi ekki skuldbinda Bandaríkin til að koma bandamönnum sínum til varnar ef ráðist yrði á þau en það er hornsteinn samstarfsins. Allt annan tón mátti heyra í ummælum Biden þegar hann mætti til leiðtogafundarins sem hófst í Brussel í dag. Þar sagðist hann vilja að Evrópa vissi að Bandaríkin væru til staðar fyrir bandamenn sína. „Fimmta greinin er helg skylda,“ sagði Biden og vísaði til ákvæðis Atlantshafssáttmálans um sameiginlegar varnir NATO-ríkjanna. Biden er sagður reyna sitt besta til að lappa upp á samskiptin við bandalagsþjóðirnar sem dröbbuðust niður í tíð Trump. „NATO skiptir okkur miklu máli,“ sagði Bandaríkjaforseti til þess að fullvissa NATO-ríkin um heilindi stjórnar sinnar. Bandaríkjastjórn leggur áherslu á að sameina NATO-ríkin í að veita Kínverjum og Rússum mótspyrnu. Reuters-fréttastofan segir að líklega muni aðildarríkin lýsa Kína sem öryggishættu í fyrsta skipti á fundinum. Kínverjar brugðust illir við sameiginlegri ályktun fundar G7-ríkjanna sem lauk í gær um stöðu mannréttinda í Kína og stöðu Taívans. Þá hafa NATO-ríkin áhyggjur af hernaðarbrölti Rússa við austanverða Úkraínu auk tölvuárása og leynilegra aðgerða þeirra gegn vestrænum ríkjunum undanfarin ár. Fulltrúar Bandaríkjanna vilja meðal annars uppfæra fimmtu grein NATO-sáttmálans þannig að hún nái yfir meiriháttar tölvuárásir, að sögn AP-fréttastofunnar.
NATO Bandaríkin Rússland Kína Joe Biden Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira