Löfven til í að leiða ríkisstjórn áfram Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2021 10:11 Stefan Löfven er fyrsti forsætisráðherra Svíþjóðar sem vantrausti er lýst á. Vísir/EPA Stefan Löfven og Jafnaðarmannaflokkur hans eru tilbúnir til þess að halda áfram að axla ábyrgð á stjórn Svíþjóð eftir að þingið lýsti vantrausti á hendur honum í morgun. Hann hefur viku til að ákveða næstu skref. Meirihluti þingmanna á sænska þinginu greiddi atkvæði með því að lýsa vantrausti á Löfven og minnihlutastjórn hans í morgun. Hægriöfgaflokkurinn Svíþjóðardemókratar lögðu vantrauststillöguna fram eftir að Vinstri flokkurinn dró stuðning við ríkisstjórnina til baka. Löfven hefur nú viku til að ákveða hvort að hann segir af sér, reynir að mynda nýja ríkisstjórn eða boðar til aukakosninga í haust. Ekki hefur verið boðað til aukakosninga í Svíþjóð frá því á 6. áratug síðustu aldar. Á blaðamannafundi eftir að vantraustið var samþykkt sýndi Löfven ekki á spilin en virtist gefa til kynna að hann gæti freistað þess að klambra saman nýrri stjórn. „Ríkisstjórnin hefur viku til ákveða hvaða leið við viljum fara. Óháð því er ég og flokkur minn tilbúinn að axla ábyrgð á stjórn landsins,“ sagði Löfven. Nú taki við viðræður til þess að tryggja að ný ríkisstjórn verði mynduð sem fyrst. Löfven sagði að ef eitthvað yrði fast í hendi tæki það mögulega skemur en viku að koma í ljós. Fótunum var kippt undan stjórn Löfven þegar Vinstri flokkurinn, sem hefur tekið þátt í að verja minnihlutastjórnina falli, ákvað að draga stuðning sinn til baka í síðustu viku vegna deilna um hvort afnema ætti þak á húsaleigu í nýju húsnæði. Löfven harmaði í dag að Vinstri flokkurinn hefði hafnað tilraunum til þess að ná sátt í málinu. Lagði hann áherslu á að jafnaðarmenn aðhylltust ekki að leiguverð yrði gefið frjálst. Svíþjóð Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Sjá meira
Meirihluti þingmanna á sænska þinginu greiddi atkvæði með því að lýsa vantrausti á Löfven og minnihlutastjórn hans í morgun. Hægriöfgaflokkurinn Svíþjóðardemókratar lögðu vantrauststillöguna fram eftir að Vinstri flokkurinn dró stuðning við ríkisstjórnina til baka. Löfven hefur nú viku til að ákveða hvort að hann segir af sér, reynir að mynda nýja ríkisstjórn eða boðar til aukakosninga í haust. Ekki hefur verið boðað til aukakosninga í Svíþjóð frá því á 6. áratug síðustu aldar. Á blaðamannafundi eftir að vantraustið var samþykkt sýndi Löfven ekki á spilin en virtist gefa til kynna að hann gæti freistað þess að klambra saman nýrri stjórn. „Ríkisstjórnin hefur viku til ákveða hvaða leið við viljum fara. Óháð því er ég og flokkur minn tilbúinn að axla ábyrgð á stjórn landsins,“ sagði Löfven. Nú taki við viðræður til þess að tryggja að ný ríkisstjórn verði mynduð sem fyrst. Löfven sagði að ef eitthvað yrði fast í hendi tæki það mögulega skemur en viku að koma í ljós. Fótunum var kippt undan stjórn Löfven þegar Vinstri flokkurinn, sem hefur tekið þátt í að verja minnihlutastjórnina falli, ákvað að draga stuðning sinn til baka í síðustu viku vegna deilna um hvort afnema ætti þak á húsaleigu í nýju húsnæði. Löfven harmaði í dag að Vinstri flokkurinn hefði hafnað tilraunum til þess að ná sátt í málinu. Lagði hann áherslu á að jafnaðarmenn aðhylltust ekki að leiguverð yrði gefið frjálst.
Svíþjóð Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Sjá meira