Fordæmalaus aukning í hitun jarðar síðustu ár Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2021 23:56 Sólin og jörðin séð frá Alþjóðlegu geimstöðinni. Loftslag jarðar stýrist af jafnvægi á milli inngeislunar sólar og varmageislunar jarðar út í geim. NASA Jörðin fangar nú tvöfalt meiri hita en hún gerði árið 2005 og er aukningin sögð fordæmalaus. Aukningin er sögð jafngilda því að fjórar kjarnorkusprengjur líkt og þeirri sem varpað á Hiroshima væru sprengdar á hverri sekúndu. Niðurstöður vísindamanna bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA og Haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA) varpa frekar ljósi á hvernig loftslag jarðar fer nú hlýnandi. Þær benda til þess að hlýnunin sé hraðari en talið var, að mati Normans Loeb, aðalhöfundar rannsóknar sem birtist í vísindaritinu Geophysical Research Letters í síðustu viku. Rannsókn þeirra beindist að svonefndu orkujafnvægi jarðarinnar. Loftslag jarðar stýrist af jafnvægi á milli hversu mikla orku frá geislum sólar andrúmsloft og yfirborð jarðar fanga og hversu miklum varma jörðin geislar aftur út í geim. Fjölmargir þættir hafa áhrif á þetta jafnvægi, þar á meðal ský, snjór og ís, efnasamsetning lofthjúpsins og virkni sólar. Þegar jörðin fangar meiri orku en hún losar sig við hlýnar loftslagið. Stórfelld losun manna á gróðurhúsalofttegundum hefur raskað jafnvæginu verulega á undanförnum áratugum þannig að jörðin fangar sífellt meiri hita þar til nýtt jafnvægi næst á milli inn- og útgeislunar. Gróðurhúsalofttegundir eins og koltvísýringur halda inni varmageislun sem hefði annars horfið út í geim. Eins og allir hefðu tuttugu hraðsuðukatla í gangi í einu Vísindamenn NASA og NOAA mældu orkujafnvægið með tveimur mismunandi og óháðum aðferðum. Annars vegar notuðu þeir gervihnattamælingar til þess að mæla hversu mikil geislun berst inn og út úr jarðarkerfinu. Hins vegar nýttu þeir baujur sem mæla hitastig heimshafanna. Höf jarðar hafa tekið við um 90% af umframhitanum sem hefur orðið eftir við yfirborðið. Í ljós kom að árið 2019 fangaði jörðin um það bil tvöfalt meiri hita en hún gerði árið 2005. „Stærðargráða aukningarinnar er fordæmalaus,“ segir Loeb við Washington Post. Gregory Johnson, haffræðingur hjá NOAA, grípur til samlíkingarinnar við kjarnorkusprengjurnar í viðtali við sama blað. Orkuaukningin sé einnig sambærileg við að hver einasti jarðarbúi notaði tuttugu hraðsuðukatla á sama tíma. „Það er svo erfitt að ná utan um þessa tölu,“ segir hann. Ský hafa tvíþætt áhrif á orkubúskap jarðar. Þau endurvarpa sólargeislum út í geim en þau halda einnig inni varmageislun frá yfirborði jarðar. Minnkandi skýjahula er sögð hafa átt þátt í að jörðin hefur drukkið í sig meira af orku sólar undanfarin fimmtán ár.Vísir/EPA Náttúrulegar og mannlegar orsakir í bland Orsakir þess að ójafnvægið í orkubúskap jarðarinnar hefur farið vaxandi eru ýmsar, sumar náttúrulegar en aðrar af völdum manna eða afleiðingar af gjörðum þeirra. Þannig segja vísindamennirnir að aukinn styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar eigi þátt í aukningunni auk þess sem meiri vatngufa í lofti eigi þátt í að halda varma við yfirborðið. Vatngufa veldur mestu gróðurhúsaáhrifunum á jörðinni en hún stýrir ekki hitastigi jarðar heldur stýrist hún af því. Hlýrra loft getur borið meiri raka en svalara loft. Þá hefur minni skýjahula og hafísbreiða, sem annars endurvarpa sólarljósi út í geim, leitt til þess að jörðin tekur við meira af geislum sólar. Fasaskipti í svonefndri Kyrrahafssveiflu (PDO), náttúrulegum langtímabreytileika í loftslagi yfir Kyrrahafi, yfir í hlýjan fasa árið 2014 eru einnig talin hafa haft veruleg áhrif á röskun orkujafnvægis jarðarinnar á tímabilinu. Þau eru talin hafa valdið verulegum samdrætti í skýjahulu yfir hafinu sem hafi þá drukkið í sig meiri orku frá sólinni. „Þetta er líklega blanda af áhrifum af völdum manna og innri breytileika. Á þessu tímabili veldur hvort tveggja hlýnun sem leiðir til töluvert mikillar breytingar í orkujafnvægi jarðar,“ segir Loeb í tilkynningu á vef NASA. Hann leggur jafnframt áherslu á að niðurstöðum rannsóknarinnar þurfi að taka með þeim fyrirvara að þær nái aðeins til tiltölulega skamms tímabils. Ekki sé hægt að fullyrða neitt með vissu um hvernig orkubúskapur jarðarinnar þróist á næstu áratugum. Kevin Trenberth, loftslagsvísindamaður hjá Loftslagsrannsóknamiðstöð Bandaríkjanna, segir Washington Post að fimmtán ár séu of skammur tími til að greina langtímaþróun. „Sannarlega vildi maður sjá tíu ár til viðbótar eða svo til að sjá hvernig þetta hegðar sér. Spurning er hvort að þetta haldi áfram,“ segir hann. Loeb segir að svo lengi sem jörðin heldur áfram að taka við meiri hita megi búast við enn meiri breytingum á loftslagi hennar en þegar hafa orðið. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Vilja setja Kóralrifið mikla á hættulista Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, og áströlsk stjórnvöld deila enn um stöðu Kóralrifsins mikla sem er að finna norðaustur af meginlandi Ástralíu. 22. júní 2021 09:04 Telja losun færast í fyrra horf strax á þessu ári Tímabundinn samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra gengur nær algerlega til baka á þessu ári ef marka má spá Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA). Útlit er fyrir mestu aukningu í losun á milli ára í meira en áratug. 20. apríl 2021 14:05 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira
Niðurstöður vísindamanna bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA og Haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA) varpa frekar ljósi á hvernig loftslag jarðar fer nú hlýnandi. Þær benda til þess að hlýnunin sé hraðari en talið var, að mati Normans Loeb, aðalhöfundar rannsóknar sem birtist í vísindaritinu Geophysical Research Letters í síðustu viku. Rannsókn þeirra beindist að svonefndu orkujafnvægi jarðarinnar. Loftslag jarðar stýrist af jafnvægi á milli hversu mikla orku frá geislum sólar andrúmsloft og yfirborð jarðar fanga og hversu miklum varma jörðin geislar aftur út í geim. Fjölmargir þættir hafa áhrif á þetta jafnvægi, þar á meðal ský, snjór og ís, efnasamsetning lofthjúpsins og virkni sólar. Þegar jörðin fangar meiri orku en hún losar sig við hlýnar loftslagið. Stórfelld losun manna á gróðurhúsalofttegundum hefur raskað jafnvæginu verulega á undanförnum áratugum þannig að jörðin fangar sífellt meiri hita þar til nýtt jafnvægi næst á milli inn- og útgeislunar. Gróðurhúsalofttegundir eins og koltvísýringur halda inni varmageislun sem hefði annars horfið út í geim. Eins og allir hefðu tuttugu hraðsuðukatla í gangi í einu Vísindamenn NASA og NOAA mældu orkujafnvægið með tveimur mismunandi og óháðum aðferðum. Annars vegar notuðu þeir gervihnattamælingar til þess að mæla hversu mikil geislun berst inn og út úr jarðarkerfinu. Hins vegar nýttu þeir baujur sem mæla hitastig heimshafanna. Höf jarðar hafa tekið við um 90% af umframhitanum sem hefur orðið eftir við yfirborðið. Í ljós kom að árið 2019 fangaði jörðin um það bil tvöfalt meiri hita en hún gerði árið 2005. „Stærðargráða aukningarinnar er fordæmalaus,“ segir Loeb við Washington Post. Gregory Johnson, haffræðingur hjá NOAA, grípur til samlíkingarinnar við kjarnorkusprengjurnar í viðtali við sama blað. Orkuaukningin sé einnig sambærileg við að hver einasti jarðarbúi notaði tuttugu hraðsuðukatla á sama tíma. „Það er svo erfitt að ná utan um þessa tölu,“ segir hann. Ský hafa tvíþætt áhrif á orkubúskap jarðar. Þau endurvarpa sólargeislum út í geim en þau halda einnig inni varmageislun frá yfirborði jarðar. Minnkandi skýjahula er sögð hafa átt þátt í að jörðin hefur drukkið í sig meira af orku sólar undanfarin fimmtán ár.Vísir/EPA Náttúrulegar og mannlegar orsakir í bland Orsakir þess að ójafnvægið í orkubúskap jarðarinnar hefur farið vaxandi eru ýmsar, sumar náttúrulegar en aðrar af völdum manna eða afleiðingar af gjörðum þeirra. Þannig segja vísindamennirnir að aukinn styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar eigi þátt í aukningunni auk þess sem meiri vatngufa í lofti eigi þátt í að halda varma við yfirborðið. Vatngufa veldur mestu gróðurhúsaáhrifunum á jörðinni en hún stýrir ekki hitastigi jarðar heldur stýrist hún af því. Hlýrra loft getur borið meiri raka en svalara loft. Þá hefur minni skýjahula og hafísbreiða, sem annars endurvarpa sólarljósi út í geim, leitt til þess að jörðin tekur við meira af geislum sólar. Fasaskipti í svonefndri Kyrrahafssveiflu (PDO), náttúrulegum langtímabreytileika í loftslagi yfir Kyrrahafi, yfir í hlýjan fasa árið 2014 eru einnig talin hafa haft veruleg áhrif á röskun orkujafnvægis jarðarinnar á tímabilinu. Þau eru talin hafa valdið verulegum samdrætti í skýjahulu yfir hafinu sem hafi þá drukkið í sig meiri orku frá sólinni. „Þetta er líklega blanda af áhrifum af völdum manna og innri breytileika. Á þessu tímabili veldur hvort tveggja hlýnun sem leiðir til töluvert mikillar breytingar í orkujafnvægi jarðar,“ segir Loeb í tilkynningu á vef NASA. Hann leggur jafnframt áherslu á að niðurstöðum rannsóknarinnar þurfi að taka með þeim fyrirvara að þær nái aðeins til tiltölulega skamms tímabils. Ekki sé hægt að fullyrða neitt með vissu um hvernig orkubúskapur jarðarinnar þróist á næstu áratugum. Kevin Trenberth, loftslagsvísindamaður hjá Loftslagsrannsóknamiðstöð Bandaríkjanna, segir Washington Post að fimmtán ár séu of skammur tími til að greina langtímaþróun. „Sannarlega vildi maður sjá tíu ár til viðbótar eða svo til að sjá hvernig þetta hegðar sér. Spurning er hvort að þetta haldi áfram,“ segir hann. Loeb segir að svo lengi sem jörðin heldur áfram að taka við meiri hita megi búast við enn meiri breytingum á loftslagi hennar en þegar hafa orðið.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Vilja setja Kóralrifið mikla á hættulista Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, og áströlsk stjórnvöld deila enn um stöðu Kóralrifsins mikla sem er að finna norðaustur af meginlandi Ástralíu. 22. júní 2021 09:04 Telja losun færast í fyrra horf strax á þessu ári Tímabundinn samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra gengur nær algerlega til baka á þessu ári ef marka má spá Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA). Útlit er fyrir mestu aukningu í losun á milli ára í meira en áratug. 20. apríl 2021 14:05 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira
Vilja setja Kóralrifið mikla á hættulista Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, og áströlsk stjórnvöld deila enn um stöðu Kóralrifsins mikla sem er að finna norðaustur af meginlandi Ástralíu. 22. júní 2021 09:04
Telja losun færast í fyrra horf strax á þessu ári Tímabundinn samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra gengur nær algerlega til baka á þessu ári ef marka má spá Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA). Útlit er fyrir mestu aukningu í losun á milli ára í meira en áratug. 20. apríl 2021 14:05