Loksins hnigu Sólirnar til viðar Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2021 07:30 Paul George sækir að körfunni en Deandre Ayton reynir að verjast. AP/Mark J. Terrill Los Angeles Clippers eru orðnir þaulæfðir í því að lenda 2-0 undir í einvígum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en ná alltaf að svara fyrir sig. Þeir unnu Phoenix Suns 106-92 í nótt í úrslitum vesturdeildarinnar og minnkuðu muninn í 2-1. Utah Jazz og Dallas Mavericks komust bæði í 2-0 gegn Clippers í úrslitakeppninni í ár en voru svo slegin út. Clippers er fyrsta liðið í sögu NBA sem lendir 2-0 undir í þremur einvígum í sömu úrslitakeppni en nær alltaf að vinna þriðja leikinn. Nú er stefnan sett á að jafna einvígið við Phoenix á laugardagskvöld, rétt eins og í hinum tveimur einvígunum. The @LAClippers are the first team in NBA history to win Game 3 after trailing 0-2 three times in the same postseason. pic.twitter.com/Kg96zoRO4s— NBA History (@NBAHistory) June 25, 2021 Phoenix hafði unnið níu leiki í röð í úrslitakeppninni sem er met í sögu félagsins. Í nótt stungu Clippers hins vegar af í þriðja leikhluta. Paul George jafnaði sig eftir að hafa klikkað á vítalínunni á ögurstundu í síðasta leik gegn Phoenix. Hann fór fyrir Clippers og skoraði 27 stig, þar á meðal flautuþrist í lok þriðja leikhluta. George tók líka 15 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Liðið er enn án Kawhi Leonard sem glímir við hnémeiðsli. Paul George from HALFCOURT to beat the 3Q buzzer in the @LAClippers Game 3 win!#PhantomCam #NBAPlayoffs #ThatsGame pic.twitter.com/0ZGedrYwhR— NBA (@NBA) June 25, 2021 Chris Paul sneri hins vegar aftur í lið Phoenix eftir að hafa misst af fyrstu tveimur leikjum einvígisins vegna sóttvarnaráðstafana. Fyrrverandi stuðningsmenn hans í Staples Center bauluðu á hann en Paul hitti aðeins úr 5 af 19 skotum sínum í opnum leik og endaði með 15 stig og 12 stoðsendingar. „Ég verð að gera betur. Ég skaut skelfilega. Maður sá alveg að þeir höfðu mikið meiri orku. Ég þarf að ná upp sama krafti,“ sagði Paul. Cameron Payne, sem hafði fyllt svo vel í skarðið fyrir Paul í fyrstu tveimur leikjunum, fór meiddur af velli vegna ökklameiðsla eftir að hafa spilað í aðeins fjórar mínútur. Clippers voru undir í hálfleik en komust fljótlega yfir í þriðja leikhluta og skoruðu 11 stig í röð um miðjan leikhlutann, sem kom þeim í 71-56. Í lokaleikhlutanum náði Phoenix mest að minnka muninn í sex stig en lítil spenna var í leiknum á síðustu mínútunum. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Sjá meira
Utah Jazz og Dallas Mavericks komust bæði í 2-0 gegn Clippers í úrslitakeppninni í ár en voru svo slegin út. Clippers er fyrsta liðið í sögu NBA sem lendir 2-0 undir í þremur einvígum í sömu úrslitakeppni en nær alltaf að vinna þriðja leikinn. Nú er stefnan sett á að jafna einvígið við Phoenix á laugardagskvöld, rétt eins og í hinum tveimur einvígunum. The @LAClippers are the first team in NBA history to win Game 3 after trailing 0-2 three times in the same postseason. pic.twitter.com/Kg96zoRO4s— NBA History (@NBAHistory) June 25, 2021 Phoenix hafði unnið níu leiki í röð í úrslitakeppninni sem er met í sögu félagsins. Í nótt stungu Clippers hins vegar af í þriðja leikhluta. Paul George jafnaði sig eftir að hafa klikkað á vítalínunni á ögurstundu í síðasta leik gegn Phoenix. Hann fór fyrir Clippers og skoraði 27 stig, þar á meðal flautuþrist í lok þriðja leikhluta. George tók líka 15 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Liðið er enn án Kawhi Leonard sem glímir við hnémeiðsli. Paul George from HALFCOURT to beat the 3Q buzzer in the @LAClippers Game 3 win!#PhantomCam #NBAPlayoffs #ThatsGame pic.twitter.com/0ZGedrYwhR— NBA (@NBA) June 25, 2021 Chris Paul sneri hins vegar aftur í lið Phoenix eftir að hafa misst af fyrstu tveimur leikjum einvígisins vegna sóttvarnaráðstafana. Fyrrverandi stuðningsmenn hans í Staples Center bauluðu á hann en Paul hitti aðeins úr 5 af 19 skotum sínum í opnum leik og endaði með 15 stig og 12 stoðsendingar. „Ég verð að gera betur. Ég skaut skelfilega. Maður sá alveg að þeir höfðu mikið meiri orku. Ég þarf að ná upp sama krafti,“ sagði Paul. Cameron Payne, sem hafði fyllt svo vel í skarðið fyrir Paul í fyrstu tveimur leikjunum, fór meiddur af velli vegna ökklameiðsla eftir að hafa spilað í aðeins fjórar mínútur. Clippers voru undir í hálfleik en komust fljótlega yfir í þriðja leikhluta og skoruðu 11 stig í röð um miðjan leikhlutann, sem kom þeim í 71-56. Í lokaleikhlutanum náði Phoenix mest að minnka muninn í sex stig en lítil spenna var í leiknum á síðustu mínútunum. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti