Segir af sér fyrir að brjóta sóttvarnareglur við framhjáhald Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Kjartan Kjartansson skrifa 26. júní 2021 18:31 Brosið er líklega horfið af andliti Matts Hancock sem sagði af sér sem heilbrigðisráðherra Bretlands í dag. Vísir/EPA Matt Hancock hefur sagt af sér sem heilbrigðisráðherra Bretlands. Breskir miðlar birtu í vikunni myndir af ráðherranum og samstarfskonu hans þar sem þau sjást faðmast og kyssast. Hancock, sem er giftur þriggja barna faðir, segist í yfirlýsingu hafa brugðist bresku þjóðinni, óásættanlegt hafi verið að hann hafi sjálfur ekki virt tveggja metra regluna á sama tíma og hann bað landsmenn það. pic.twitter.com/ahnqHy6yT9— Matt Hancock (@MattHancock) June 26, 2021 Boris Johnson, forsætisráðherra, sagðist sjá á eftir Hancock. Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi hafði þó meðal annars verið undir þrýstingi eftir fréttir af því að Johnson hefði kallað hann „vonlausan“ og blótað til áherslu í textaskilaboðum til þáverandi ráðgjafa síns í fyrra. Myndirnar af Hancock í kossafansi við Ginu Coladangelo, samstarfskonu sína, voru teknar í heilbrigðisráðuneytinu. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Coladangelo þessi sé einnig gift, þriggja barna móðir. Gagnrýni hefur einnig komið fram á hvernig Coladangelo reis til metorða innan heilbrigðisráðuneytisins. Þau Hancock hafa verið vinir frá því á háskólaárum sínum. Hún var skipuð í stöðu þar sem hún þurfti aðeins að vinna 15-20 daga á ári en fékk laun upp á jafnvirði rúmlega tveggja og hálfrar milljónar króna í september. Forsætisráðuneytið fullyrðir að skipan Colandangelo hafi verið eftir réttum ferlum. Ekki liggur fyrir hver tekur við embættinu af Hancock. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Boris hafa verið undir álagi þegar hann kallaði hann „fokking vonlausan“ Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, hefur tjáð sig um miður falleg ummæli Boris Johnson í sinn garð en á dögunum var greint frá því að forsætisráðherrann hefði kallað Hancock „algjörlega fokking vonlausan“ í textaskilaboðum. 21. júní 2021 11:07 Taldi ráðherra í eigin ríkisstjórn vonlausan með öllu Dominic Cummings, fyrrverandi aðstoðarmaður Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur birt einkaskilaboð milli þeirra tveggja þar sem Johnson segir Matt Hancock, heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn sinni, vera „algjörlega vonlausan.“ 16. júní 2021 23:50 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Sjá meira
Hancock, sem er giftur þriggja barna faðir, segist í yfirlýsingu hafa brugðist bresku þjóðinni, óásættanlegt hafi verið að hann hafi sjálfur ekki virt tveggja metra regluna á sama tíma og hann bað landsmenn það. pic.twitter.com/ahnqHy6yT9— Matt Hancock (@MattHancock) June 26, 2021 Boris Johnson, forsætisráðherra, sagðist sjá á eftir Hancock. Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi hafði þó meðal annars verið undir þrýstingi eftir fréttir af því að Johnson hefði kallað hann „vonlausan“ og blótað til áherslu í textaskilaboðum til þáverandi ráðgjafa síns í fyrra. Myndirnar af Hancock í kossafansi við Ginu Coladangelo, samstarfskonu sína, voru teknar í heilbrigðisráðuneytinu. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Coladangelo þessi sé einnig gift, þriggja barna móðir. Gagnrýni hefur einnig komið fram á hvernig Coladangelo reis til metorða innan heilbrigðisráðuneytisins. Þau Hancock hafa verið vinir frá því á háskólaárum sínum. Hún var skipuð í stöðu þar sem hún þurfti aðeins að vinna 15-20 daga á ári en fékk laun upp á jafnvirði rúmlega tveggja og hálfrar milljónar króna í september. Forsætisráðuneytið fullyrðir að skipan Colandangelo hafi verið eftir réttum ferlum. Ekki liggur fyrir hver tekur við embættinu af Hancock.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Boris hafa verið undir álagi þegar hann kallaði hann „fokking vonlausan“ Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, hefur tjáð sig um miður falleg ummæli Boris Johnson í sinn garð en á dögunum var greint frá því að forsætisráðherrann hefði kallað Hancock „algjörlega fokking vonlausan“ í textaskilaboðum. 21. júní 2021 11:07 Taldi ráðherra í eigin ríkisstjórn vonlausan með öllu Dominic Cummings, fyrrverandi aðstoðarmaður Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur birt einkaskilaboð milli þeirra tveggja þar sem Johnson segir Matt Hancock, heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn sinni, vera „algjörlega vonlausan.“ 16. júní 2021 23:50 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Sjá meira
Segir Boris hafa verið undir álagi þegar hann kallaði hann „fokking vonlausan“ Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, hefur tjáð sig um miður falleg ummæli Boris Johnson í sinn garð en á dögunum var greint frá því að forsætisráðherrann hefði kallað Hancock „algjörlega fokking vonlausan“ í textaskilaboðum. 21. júní 2021 11:07
Taldi ráðherra í eigin ríkisstjórn vonlausan með öllu Dominic Cummings, fyrrverandi aðstoðarmaður Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur birt einkaskilaboð milli þeirra tveggja þar sem Johnson segir Matt Hancock, heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn sinni, vera „algjörlega vonlausan.“ 16. júní 2021 23:50