Leynileg skjöl breska varnarmálaráðuneytisins fundust á stoppistöð Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. júní 2021 10:28 Ben Wallace er varnarmálaráðherra Bretlands. vísir/David Cliff Varnarmálaráðuneyti Bretlands rannsakar nú hvernig trúnaðarskjöl um aðgerðir breska hersins týndust í síðustu viku. Þau fundust aftur á strætóstoppistöð í Kent síðasta þriðjudag. Ráðuneytið segir við breska miðla að starfsmaður þess hafi tilkynnt um hvarf skjalanna í síðustu viku. Skjölin innihalda ýmsar upplýsingar um hernaðar- og viðbragðsáætlanir breska hersins. Meðal annars var þar skjal sem útlistaði möguleg viðbrögð sjóhersins við mögulegum viðbrögðum Rússa við því að breska herskipið HMS Defender sigldi inn í úkraínska lögsögu. Á öðru skjali mátti finna mögulegar áætlanir Breta um að senda herlið til Afganistan. Það var almennur borgari sem fann skjölin óvænt á bak við strætóstoppistöð í Kent. Segja ekkert óeðlilegt við skjölin Í svari varnarmálaráðuneytisins til breskra miðla segir að ekkert óeðlilegt sé við ferð herskipsins um svæði Úkraínu. Varnarmálaráðuneytið búi sig hins vegar vel undir allar ferðir og aðgerðir sínar og sé tilbúið með viðbrögð við öllum mögulegum aðstæðum. „Varnarmálaráðuneytið fékk upplýsingar um það í síðustu viku að skjöl sem innihéldu viðkvæmar upplýsingar hefðu fundist af almennum borgara. Ráðuneytið tekur upplýsingaöryggi afar alvarlega og hefur hafið rannsókn á málinu. Starfsmaður okkar sem á hlut að málinu tilkynnti ráðuneytinu að skjölin hefðu týnst. Það væri óviðeigandi að ráðuneytið segði meira um málið,“ segir í svari ráðuneytisins. Af þessum orðum ráðuneytisins má helst ætla að umræddur starfsmaður hafi týnt skjölunum einhvers staðar utan ráðuneytisins. Mögulega á stoppistöðinni sem þau fundust aftur á. Bretland Hernaður England Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Sjá meira
Ráðuneytið segir við breska miðla að starfsmaður þess hafi tilkynnt um hvarf skjalanna í síðustu viku. Skjölin innihalda ýmsar upplýsingar um hernaðar- og viðbragðsáætlanir breska hersins. Meðal annars var þar skjal sem útlistaði möguleg viðbrögð sjóhersins við mögulegum viðbrögðum Rússa við því að breska herskipið HMS Defender sigldi inn í úkraínska lögsögu. Á öðru skjali mátti finna mögulegar áætlanir Breta um að senda herlið til Afganistan. Það var almennur borgari sem fann skjölin óvænt á bak við strætóstoppistöð í Kent. Segja ekkert óeðlilegt við skjölin Í svari varnarmálaráðuneytisins til breskra miðla segir að ekkert óeðlilegt sé við ferð herskipsins um svæði Úkraínu. Varnarmálaráðuneytið búi sig hins vegar vel undir allar ferðir og aðgerðir sínar og sé tilbúið með viðbrögð við öllum mögulegum aðstæðum. „Varnarmálaráðuneytið fékk upplýsingar um það í síðustu viku að skjöl sem innihéldu viðkvæmar upplýsingar hefðu fundist af almennum borgara. Ráðuneytið tekur upplýsingaöryggi afar alvarlega og hefur hafið rannsókn á málinu. Starfsmaður okkar sem á hlut að málinu tilkynnti ráðuneytinu að skjölin hefðu týnst. Það væri óviðeigandi að ráðuneytið segði meira um málið,“ segir í svari ráðuneytisins. Af þessum orðum ráðuneytisins má helst ætla að umræddur starfsmaður hafi týnt skjölunum einhvers staðar utan ráðuneytisins. Mögulega á stoppistöðinni sem þau fundust aftur á.
Bretland Hernaður England Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Sjá meira