Kannar hver á mestan möguleika að mynda nýja stjórn Atli Ísleifsson skrifar 29. júní 2021 07:54 Andreas Norlén er forseti sænska þingsins og gegnir sem slíkur lykilhlutverki við myndun nýrrar stjórnar. EPA Forseti sænska þingsins, Andreas Norlén, mun í dag ræða við leiðtoga allra þeirra flokka sem sæti eiga á sænska þinginu til að kanna hver á mestan möguleika að mynda nýja stjórn. Hann mun í kjölfarið veita einhverjum þeirra umboð til stjórnarmyndunar. Stefan Löfven sagði í gær af sér embætti sem forsætisráðherra, viku eftir að þingið samþykkti vantraust á hann. Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmannaflokksins, hefur gegnt embætti forsætisráðherra Svíþjóðar frá árinu 2014.EPA Norlén, sem kjörinn var sem þingmaður hægriflokksins Moderaterna, hefur áætlað hálftíma með hverjum flokksleiðtoga, en röð fundanna ræðst af stærð þingflokka. Á Norlén fyrsta fund með Löfven núna klukkan átta, svo Ulf Kristersson, formanni Moderaterna, svo Jimmie Åkesson, formanni Svíþjóðardemókrata. Á eftir þeim fylgja svo formenn Miðflokksins, Vinstriflokksins, Kristilegra demókrata, Frjálslyndra og loks Græningja. Mats Knutsson, fréttaskýrandi SVT, segir líklegustu niðurstöðuna verða þá að Löfven verði fyrst veitt umboð til stjórnarmyndunar. Segir Knutson að af þeim kostum sem séu í stöðunni sé líklegast að samkomulag muni á endanum nást um áframhaldandi stjórn Jafnaðarmannaflokks Löfvens og Græningja, sem Miðflokkurinn og Vinstriflokkurinn muni verja vantrausti. Dagskrá þingforseta í dag 08:00-08.30 Stefan Löfven, Jafnaðarmannaflokki 08.35-09.05 Ulf Kristersson, Moderaterna 09.10-09.40 Jimmie Åkesson, Svíþjóðardemókrötum 09.45-10.15 Annie Lööf, Miðflokki 11.00-11.30 Nooshi Dadgostar, Vinstriflokki 11.35-12.05 Ebba Busch, Kristilegum demókrötum 12.10-12.40 Nyamko Sabuni, Frjálslyndum 12.45-13.15 Per Bolund, Græningjum 14.15 Þingforseti með blaðamannafund Sú leið er þó á engan hátt greið, þar sem Miðflokkurinn hefur ítrekað talað gegn því að flokkarnir yst á hinu pólitíska rófi - Svíþjóðardemókratar og Vinstriflokkurinn - verði veitt aðkoma að stjórn landsins. Ulf Kristersson er formaður hægriflokksins Moderaterna.EPA Húsnæðismálið Fráfarandi stjórn Löfvens var einnig minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins og Græningja, sem Miðflokkurinn og Frjálslyndir vörðu vantrausti. Stjórnin var þó einnig háð því að Vinstriflokkurinn myndi verja hana vantrausti. Vinstriflokkurinn ákvað þó að greiða atkvæði með vantrauststillögu Svíþjóðardemókrata á mánudaginn í síðustu viku vegna ákvörðunar stjórnar Löfvens um að afnema leiguþak á nýju húsnæði. Annie Lööf er formaður sænska Miðflokksins, en flokkurinn er að mörgu leyti í lykilstöðu þegar kemur að myndun næstu stjórnar.EPA Fjórar tilraunir Þingforsetinn Norlén getur fjórum sinnum veitt formönnum umboð til stjórnarmyndunar, en takist ekki að mynda starfhæfa stjórn eftir það þarf lögum samkvæmt að boða til aukakosninga. Fari svo að boðað verði til aukakosninga þurfa þær að fara fram innan þriggja mánaða. Það breytir því þó ekki að kosningar munu engu að síður fara fram í september 2022 líkt og áður var áætlað. Aukakosningar hafa þannig ekki áhrif á að þingkosningar fari fram í landinu á fjögurra ára fresti, en kerfið hefur leitt til þess að afar fátítt er að boðað sé til aukakosninga í landinu. Slíkar kosningar fóru síðast fram árið 1958. Löfven verður starfandi forsætisráðherra þar til ný stjórn verður mynduð. Svíþjóð Tengdar fréttir Löfven segir af sér og hyggst reyna að mynda nýja stjórn Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, ætlar að segja af sér embætti. Hann hefur þó í hyggju að reyna að mynda nýja stjórn. Frá þessu greindi Löfven á blaðamannafundi klukkan 8:15 í morgun. 28. júní 2021 08:25 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Stefan Löfven sagði í gær af sér embætti sem forsætisráðherra, viku eftir að þingið samþykkti vantraust á hann. Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmannaflokksins, hefur gegnt embætti forsætisráðherra Svíþjóðar frá árinu 2014.EPA Norlén, sem kjörinn var sem þingmaður hægriflokksins Moderaterna, hefur áætlað hálftíma með hverjum flokksleiðtoga, en röð fundanna ræðst af stærð þingflokka. Á Norlén fyrsta fund með Löfven núna klukkan átta, svo Ulf Kristersson, formanni Moderaterna, svo Jimmie Åkesson, formanni Svíþjóðardemókrata. Á eftir þeim fylgja svo formenn Miðflokksins, Vinstriflokksins, Kristilegra demókrata, Frjálslyndra og loks Græningja. Mats Knutsson, fréttaskýrandi SVT, segir líklegustu niðurstöðuna verða þá að Löfven verði fyrst veitt umboð til stjórnarmyndunar. Segir Knutson að af þeim kostum sem séu í stöðunni sé líklegast að samkomulag muni á endanum nást um áframhaldandi stjórn Jafnaðarmannaflokks Löfvens og Græningja, sem Miðflokkurinn og Vinstriflokkurinn muni verja vantrausti. Dagskrá þingforseta í dag 08:00-08.30 Stefan Löfven, Jafnaðarmannaflokki 08.35-09.05 Ulf Kristersson, Moderaterna 09.10-09.40 Jimmie Åkesson, Svíþjóðardemókrötum 09.45-10.15 Annie Lööf, Miðflokki 11.00-11.30 Nooshi Dadgostar, Vinstriflokki 11.35-12.05 Ebba Busch, Kristilegum demókrötum 12.10-12.40 Nyamko Sabuni, Frjálslyndum 12.45-13.15 Per Bolund, Græningjum 14.15 Þingforseti með blaðamannafund Sú leið er þó á engan hátt greið, þar sem Miðflokkurinn hefur ítrekað talað gegn því að flokkarnir yst á hinu pólitíska rófi - Svíþjóðardemókratar og Vinstriflokkurinn - verði veitt aðkoma að stjórn landsins. Ulf Kristersson er formaður hægriflokksins Moderaterna.EPA Húsnæðismálið Fráfarandi stjórn Löfvens var einnig minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins og Græningja, sem Miðflokkurinn og Frjálslyndir vörðu vantrausti. Stjórnin var þó einnig háð því að Vinstriflokkurinn myndi verja hana vantrausti. Vinstriflokkurinn ákvað þó að greiða atkvæði með vantrauststillögu Svíþjóðardemókrata á mánudaginn í síðustu viku vegna ákvörðunar stjórnar Löfvens um að afnema leiguþak á nýju húsnæði. Annie Lööf er formaður sænska Miðflokksins, en flokkurinn er að mörgu leyti í lykilstöðu þegar kemur að myndun næstu stjórnar.EPA Fjórar tilraunir Þingforsetinn Norlén getur fjórum sinnum veitt formönnum umboð til stjórnarmyndunar, en takist ekki að mynda starfhæfa stjórn eftir það þarf lögum samkvæmt að boða til aukakosninga. Fari svo að boðað verði til aukakosninga þurfa þær að fara fram innan þriggja mánaða. Það breytir því þó ekki að kosningar munu engu að síður fara fram í september 2022 líkt og áður var áætlað. Aukakosningar hafa þannig ekki áhrif á að þingkosningar fari fram í landinu á fjögurra ára fresti, en kerfið hefur leitt til þess að afar fátítt er að boðað sé til aukakosninga í landinu. Slíkar kosningar fóru síðast fram árið 1958. Löfven verður starfandi forsætisráðherra þar til ný stjórn verður mynduð.
Dagskrá þingforseta í dag 08:00-08.30 Stefan Löfven, Jafnaðarmannaflokki 08.35-09.05 Ulf Kristersson, Moderaterna 09.10-09.40 Jimmie Åkesson, Svíþjóðardemókrötum 09.45-10.15 Annie Lööf, Miðflokki 11.00-11.30 Nooshi Dadgostar, Vinstriflokki 11.35-12.05 Ebba Busch, Kristilegum demókrötum 12.10-12.40 Nyamko Sabuni, Frjálslyndum 12.45-13.15 Per Bolund, Græningjum 14.15 Þingforseti með blaðamannafund
Svíþjóð Tengdar fréttir Löfven segir af sér og hyggst reyna að mynda nýja stjórn Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, ætlar að segja af sér embætti. Hann hefur þó í hyggju að reyna að mynda nýja stjórn. Frá þessu greindi Löfven á blaðamannafundi klukkan 8:15 í morgun. 28. júní 2021 08:25 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Löfven segir af sér og hyggst reyna að mynda nýja stjórn Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, ætlar að segja af sér embætti. Hann hefur þó í hyggju að reyna að mynda nýja stjórn. Frá þessu greindi Löfven á blaðamannafundi klukkan 8:15 í morgun. 28. júní 2021 08:25