Óttast að þúsundir gætu misst réttindi í Bretlandi Kjartan Kjartansson skrifar 30. júní 2021 10:10 Bretar samþykktu að segja skilið við Evrópusambandið í júní árið 2016. Nú er komið að því að binda enda á frjálsa för á milli Bretlands og meginlands Evrópu. AP/Kirsty Wigglesworth Frjálsri för Evrópubúa í Bretlandi og Breta í Evrópu lýkur á morgun. Félagasamtök í Bretlandi óttast að þúsundir evrópskra borgara sem búa gætu misst ýmis réttindi því þeir átta sig ekki á að þeir þurftu að sækja um áframhaldandi dvöl í síðasta lagi í dag. Innflytjendur frá Evrópusambandsríkjum sem hafa ekki skilað inn umsókn um að framlengja dvöl sína í Bretlandi á morgun missa rétt sinn til að vinna, leigja húsnæði og að sumri heilbrigðisþjónustu og opinberum bótum. Í sumum tilfellum gæti fólki jafnvel verið vísað úr landi. Samtök sem berjast fyrir réttindum innfltjenda í Bretlandi óttast að tugum eða jafnvel hundruðum þúsunda Evrópumanna kunni að hafa láðst að sækja um. Eldra fólk sem hefur búið í landinu um áratugaskeið geri sér ekki grein fyrir því að það þurfi að sækja um að fá að vera áfram. Opinberar tölur benda til þess að aðeins 2% þeirra sem hafa sótt um áframhaldandi dvöl í Bretlandi séu 65 ára eða eldri. Þá óttast samtökin að margir geri sér ekki grein fyrir því að þeir þurfi að sækja um dvalarleyfi fyrir börnin sín líka. Áhrifin komi ekki fram fyrr en síðar Madelaine Sumption, forstöðukona rannsóknarmiðstöðvar Oxford-háskóla um innflytjendamál, segir að margir Evrópubúa, sérstaklega ungt fólk sem á foreldra sem sóttu ekki um dvalarleyfi fyrir það, komist ekki endilega að því að það hafi misst réttindi sín strax. „Sumum verður það aðeins ljóst síðar, til dæmis þegar þau fá nýja vinnu eða þurfa umönnun á sjúkrahúsi. Það gætu liðið mörg ár þar til lagalegar, efnahagslegar og félagslegar afleiðingarnar koma fram,“ segir Sumption. Samkvæmt opinberum tölum hafa 5,6 milljónir evrópskra borgara sótt um að fá dvalarleyfi áfram í Bretlandi, meirihlutinn frá Póllandi og Rúmeníu. Það eru mun fleiri umsóknir en búist var við, að sögn AP-fréttastofunnar. Um helmingi þeirra hefur verið veitt dvalarleyfi en um tveimur milljónum innflytjenda var sagt að þeir hefðu búist of stutt í landinu og að þeir verði að sækja um aftur þegar þeir hafa búið í fimm ár í Bretlandi. Um ein milljón Breta sem býr í ríkjum Evrópusambandsins missir einnig réttindi sín þar á morgun. Bretar búsettir í Frakklandi höfðu til dagsins í dag til þess að sækja um áframhaldandi dvöl þar. Bretland Evrópusambandið Brexit Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Sjá meira
Innflytjendur frá Evrópusambandsríkjum sem hafa ekki skilað inn umsókn um að framlengja dvöl sína í Bretlandi á morgun missa rétt sinn til að vinna, leigja húsnæði og að sumri heilbrigðisþjónustu og opinberum bótum. Í sumum tilfellum gæti fólki jafnvel verið vísað úr landi. Samtök sem berjast fyrir réttindum innfltjenda í Bretlandi óttast að tugum eða jafnvel hundruðum þúsunda Evrópumanna kunni að hafa láðst að sækja um. Eldra fólk sem hefur búið í landinu um áratugaskeið geri sér ekki grein fyrir því að það þurfi að sækja um að fá að vera áfram. Opinberar tölur benda til þess að aðeins 2% þeirra sem hafa sótt um áframhaldandi dvöl í Bretlandi séu 65 ára eða eldri. Þá óttast samtökin að margir geri sér ekki grein fyrir því að þeir þurfi að sækja um dvalarleyfi fyrir börnin sín líka. Áhrifin komi ekki fram fyrr en síðar Madelaine Sumption, forstöðukona rannsóknarmiðstöðvar Oxford-háskóla um innflytjendamál, segir að margir Evrópubúa, sérstaklega ungt fólk sem á foreldra sem sóttu ekki um dvalarleyfi fyrir það, komist ekki endilega að því að það hafi misst réttindi sín strax. „Sumum verður það aðeins ljóst síðar, til dæmis þegar þau fá nýja vinnu eða þurfa umönnun á sjúkrahúsi. Það gætu liðið mörg ár þar til lagalegar, efnahagslegar og félagslegar afleiðingarnar koma fram,“ segir Sumption. Samkvæmt opinberum tölum hafa 5,6 milljónir evrópskra borgara sótt um að fá dvalarleyfi áfram í Bretlandi, meirihlutinn frá Póllandi og Rúmeníu. Það eru mun fleiri umsóknir en búist var við, að sögn AP-fréttastofunnar. Um helmingi þeirra hefur verið veitt dvalarleyfi en um tveimur milljónum innflytjenda var sagt að þeir hefðu búist of stutt í landinu og að þeir verði að sækja um aftur þegar þeir hafa búið í fimm ár í Bretlandi. Um ein milljón Breta sem býr í ríkjum Evrópusambandsins missir einnig réttindi sín þar á morgun. Bretar búsettir í Frakklandi höfðu til dagsins í dag til þess að sækja um áframhaldandi dvöl þar.
Bretland Evrópusambandið Brexit Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent