Segja virkni bóluefnis Pfizer minnka Samúel Karl Ólason skrifar 6. júlí 2021 10:45 Í gær greindist 501 smitaður af Covid-19 í Ísrael og þar af um helmingurinn skólabörn. 73 eru á sjúkrahúsi og þar af 33 í alvarlegu ástandi. EPA/ATEF SAFADI Ísraelar segjast hafa mælt samdrátt í virkni bóluefnis Pfizer gegn Covid-19. Sérstaklega varðandi það að koma í veg fyrir smit og að smitaðir sýni einkenni. Bóluefnið komi þó áfram vel í veg fyrir alvarleg veikindi. Þessi samdráttur í virkni mun hafa komið í ljós samhliða aukinni dreifingu Delta-afbrigðisins og niðurfellingar ýmissa samkomutakmarkana og sóttvarna. Reuters fréttaveitan vísar í tilkynningu frá Heilbrigðisráðuneyti Ísraels þar sem segir að bóluefnið komi í veg fyrir að bólusettir smitist og einkenni í um 64 prósent tilfella. Þó komi bóluefnið í veg fyrir að 93 prósent smitaðra veikist alvarlega. Tekið er fram að virkni bóluefnisins í að koma í veg fyrir að fólk smitist hafi dregist saman en ekkert segir um hvert hlutfallið var áður. Varðandi vörn gegn alvarlegum veikindum sagði ráðuneytið í skýrslu í maí að virkni bóluefnisins væri 95 prósent. Talsmaður Pfizer neitaði að tjá sig um gögn Ísraela og vísaði þess í stað í rannsóknir sem sýna að mótefni sem myndast vegna bóluefnisins geti komið í veg fyrir að fólk smitist af öllum þekktum afbrigðum Covid-19, þó virknin geti verið minni milli afbrigða. Eins og fram kemur í umfjöllun fréttaveitunnar segir að um 60 prósent 9,3 milljóna íbúa Ísraels hafi fengið minnst einn skammt af bóluefnis Pfizer. Samhliða bólusetningu hafi daglegum tilfellum fækkað úr rúmlega tíu þúsund á dag í janúar, niður í færri en tíu á dag í síðasta mánuði. Aukin útbreiðsla Delta-afbrigðisins í Ísrael hefur þó leitt til fjölgunar smitaðra á nýjan leik. Í frétt Times of Israel segir að samhliða því að tilfellum fari fjölgandi, fækki þeim sem veikist alvarlega. Í gær greindist 501 smitaður af Covid-19 og þar af um helmingurinn skólabörn. 73 eru á sjúkrahúsi og þar af 33 í alvarlegu ástandi. Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Þessi samdráttur í virkni mun hafa komið í ljós samhliða aukinni dreifingu Delta-afbrigðisins og niðurfellingar ýmissa samkomutakmarkana og sóttvarna. Reuters fréttaveitan vísar í tilkynningu frá Heilbrigðisráðuneyti Ísraels þar sem segir að bóluefnið komi í veg fyrir að bólusettir smitist og einkenni í um 64 prósent tilfella. Þó komi bóluefnið í veg fyrir að 93 prósent smitaðra veikist alvarlega. Tekið er fram að virkni bóluefnisins í að koma í veg fyrir að fólk smitist hafi dregist saman en ekkert segir um hvert hlutfallið var áður. Varðandi vörn gegn alvarlegum veikindum sagði ráðuneytið í skýrslu í maí að virkni bóluefnisins væri 95 prósent. Talsmaður Pfizer neitaði að tjá sig um gögn Ísraela og vísaði þess í stað í rannsóknir sem sýna að mótefni sem myndast vegna bóluefnisins geti komið í veg fyrir að fólk smitist af öllum þekktum afbrigðum Covid-19, þó virknin geti verið minni milli afbrigða. Eins og fram kemur í umfjöllun fréttaveitunnar segir að um 60 prósent 9,3 milljóna íbúa Ísraels hafi fengið minnst einn skammt af bóluefnis Pfizer. Samhliða bólusetningu hafi daglegum tilfellum fækkað úr rúmlega tíu þúsund á dag í janúar, niður í færri en tíu á dag í síðasta mánuði. Aukin útbreiðsla Delta-afbrigðisins í Ísrael hefur þó leitt til fjölgunar smitaðra á nýjan leik. Í frétt Times of Israel segir að samhliða því að tilfellum fari fjölgandi, fækki þeim sem veikist alvarlega. Í gær greindist 501 smitaður af Covid-19 og þar af um helmingurinn skólabörn. 73 eru á sjúkrahúsi og þar af 33 í alvarlegu ástandi.
Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira