Endurtekið tekinn á amfetamíni undir stýri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júlí 2021 11:08 Ólafur Gottskálksson spilaði tíu A-landsleiki fyrir Ísland og sömuleiðis fyrir yngri landsliðin. Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að aka endurtekið undir áhrifum fíkniefna og þjófnað. Ólafur hefur um árabil glímt við fíkniefnadjöfulinn en hann var bæði afreksmaður í körfubolta og fótbolta á sínum tíma. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Ólafur játaði brot sín skýlaust en hann var ákærður fyrir að hafa í nóvember 2020 og mars 2021 ekið um götur Reykjanesbæjar undir áhrifum amfetamíns og tetrahýdrókannabínóls. Þá var hann dæmdur fyrir þjófnað úr verslun Byko þar í bæ í september 2020. Ólafur hefur verið ófeiminn við að segja sögu sína og lýsa baráttu sinni við fíkniefni undanfarin misseri. Síðast í viðtalsþættinum Með Loga í sjónvarpi Símans í mars. „Ég veit að ef ég hefði ekki farið þessa leið, að nota fíkniefni, þá hefði ég sennilega orðið í topp 5, topp 10 af markmönnum í heiminum. Það er enginn vafi,“ sagði Ólafur meðal annars í þættinum. Hann sagðist oft hugsa til baka um þá hluti sem hann hefði viljað gera öðruvísi. Litríkur ferill sem lauk skyndilega Ólafur spilaði með Keflavík, ÍA og KR hér heima áður en hann fór í atvinnumennsku árið 1996. Hann spilaði með Hibernian og Brentford á Bretlandseyjum, sneri heim og spilaði í íslensku deildinni í tvö ár, og lauk ferlinum með Torquay á Bretlandseyjum árið 2005. Hann yfirgaf félagið skyndilega það ár þegar hann var kallaður í lyfjapróf. Hann sagði í viðtali við Bítið árið 2017 að hann hefði kynnst góðri konu og haldið sér meira og minna edrú til ársins 2017. Í útvarpsþættinum Markmannshanskarnir hans Alberts Camus árið 2017 sagðist Ólafur hafa fallið á þorrablóti Íslendinga í London. Eftir að hafa verið tekinn á flótta undan lögreglu með börn í bíl árið 2017 óskaði hann eftir innlagnabeiðni hjá SÁÁ. Í viðtali í Bítinu bað hann alla nágranna sína afsökunar á hegðun sinni. Auk skilorðsbundins dóms var Ólafur dæmdur til að greiða 400 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs. Reykjanesbær Fótbolti Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir „Aldrei beitt frekari aðgerðum en nauðsynlegar eru“ Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að embættinu hafi ekki borist neinar athugasemdir vegna meint harðræðis við handtöku Ólafs Gottskálkssonar. 10. ágúst 2016 09:45 Óli Gott lagði á flótta undan lögreglu með fimm ára son sinn í aftursætinu Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi landsliðsmarkmaður í knattspyrnu, segist hafa fengið nóg eftir hræðilegan atburð fyrir skemmstu, en hann hefur um árabil glímt við fíkniefnadjöfulinn. 3. ágúst 2016 10:00 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Ólafur játaði brot sín skýlaust en hann var ákærður fyrir að hafa í nóvember 2020 og mars 2021 ekið um götur Reykjanesbæjar undir áhrifum amfetamíns og tetrahýdrókannabínóls. Þá var hann dæmdur fyrir þjófnað úr verslun Byko þar í bæ í september 2020. Ólafur hefur verið ófeiminn við að segja sögu sína og lýsa baráttu sinni við fíkniefni undanfarin misseri. Síðast í viðtalsþættinum Með Loga í sjónvarpi Símans í mars. „Ég veit að ef ég hefði ekki farið þessa leið, að nota fíkniefni, þá hefði ég sennilega orðið í topp 5, topp 10 af markmönnum í heiminum. Það er enginn vafi,“ sagði Ólafur meðal annars í þættinum. Hann sagðist oft hugsa til baka um þá hluti sem hann hefði viljað gera öðruvísi. Litríkur ferill sem lauk skyndilega Ólafur spilaði með Keflavík, ÍA og KR hér heima áður en hann fór í atvinnumennsku árið 1996. Hann spilaði með Hibernian og Brentford á Bretlandseyjum, sneri heim og spilaði í íslensku deildinni í tvö ár, og lauk ferlinum með Torquay á Bretlandseyjum árið 2005. Hann yfirgaf félagið skyndilega það ár þegar hann var kallaður í lyfjapróf. Hann sagði í viðtali við Bítið árið 2017 að hann hefði kynnst góðri konu og haldið sér meira og minna edrú til ársins 2017. Í útvarpsþættinum Markmannshanskarnir hans Alberts Camus árið 2017 sagðist Ólafur hafa fallið á þorrablóti Íslendinga í London. Eftir að hafa verið tekinn á flótta undan lögreglu með börn í bíl árið 2017 óskaði hann eftir innlagnabeiðni hjá SÁÁ. Í viðtali í Bítinu bað hann alla nágranna sína afsökunar á hegðun sinni. Auk skilorðsbundins dóms var Ólafur dæmdur til að greiða 400 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs.
Reykjanesbær Fótbolti Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir „Aldrei beitt frekari aðgerðum en nauðsynlegar eru“ Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að embættinu hafi ekki borist neinar athugasemdir vegna meint harðræðis við handtöku Ólafs Gottskálkssonar. 10. ágúst 2016 09:45 Óli Gott lagði á flótta undan lögreglu með fimm ára son sinn í aftursætinu Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi landsliðsmarkmaður í knattspyrnu, segist hafa fengið nóg eftir hræðilegan atburð fyrir skemmstu, en hann hefur um árabil glímt við fíkniefnadjöfulinn. 3. ágúst 2016 10:00 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
„Aldrei beitt frekari aðgerðum en nauðsynlegar eru“ Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að embættinu hafi ekki borist neinar athugasemdir vegna meint harðræðis við handtöku Ólafs Gottskálkssonar. 10. ágúst 2016 09:45
Óli Gott lagði á flótta undan lögreglu með fimm ára son sinn í aftursætinu Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi landsliðsmarkmaður í knattspyrnu, segist hafa fengið nóg eftir hræðilegan atburð fyrir skemmstu, en hann hefur um árabil glímt við fíkniefnadjöfulinn. 3. ágúst 2016 10:00