Blaðamaður Reuters felldur í átökum við Talibana Samúel Karl Ólason skrifar 16. júlí 2021 10:29 Harðir bardagar hafa beisað við landamæri Afganistans og Pakistans. EPA/M. SADIQ Danish Siddiqui, blaðamaður og ljósmyndari Reuters fréttaveitunnar, féll í bardögum stjórnarhers Afganistans og Talibana við landamæri Afganistans og Pakistans í morgun. Siddiqui var á ferð með afgönskum hermönnum þar sem þeir reyndu að ná aftur tökum á bænum Spin Boldak. Árið 2018 vann Siddiqui Pulitzer-verðlaun, auk annarra ljósmyndara fréttaveitunnar, fyrir myndir þeirra í tengslum við flótta Róhingjafólksins frá Mjanmar. Í tilkynningu Reuters segir að hann hafi verið skotinn til bana af vígamönnum Talibana, ásamt afgönskum liðsforingja. Ljósmyndarinn var á ferð með deild sérsveitarmanna í Kandahar í Afganistan og hafði verið að taka myndir og skrifa fréttir um bardaga þeirra við Talibana. Siddiqui hafði unnið fyrir Reuters frá 2010. Hann var frá Indlandi og hafði meðal annars starfað í Afganistan, Írak, Hong Kong og í Nepal í kjölfar jarðskjálfta. Í meðfylgjandi þræði má sjá myndir og myndskeið sem Siddiqui tók þegar Talibanar sátu fyrir honum og sérsveitarmönnunum fyrr í vikunni. Þá björguðu þeir særðum lögregluþjóni sem var umkringdur í útjaðri Kandahar-borgar. The Humvee in which I was travelling with other special forces was also targeted by at least 3 RPG rounds and other weapons. I was lucky to be safe and capture the visual of one of the rockets hitting the armour plate overhead. pic.twitter.com/wipJmmtupp— Danish Siddiqui (@dansiddiqui) July 13, 2021 Talibanar náðu stjórn á landamærunum fyrr í vikunni og hafa meðlimir stjórnarhersins reynt að ná tökum á landamærastöðinni aftur. AP fréttaveitan segir harða bardaga hafa geisað þar. Fréttaveitan hefur komið höndum yfir myndefni sem sýnir vígamenn Talibana fá aðhlynningu á sjúkrahúsi í Chaman í Pakistan. Ráðamenn í Afganistan hafa um langt skeið sakað Pakistana um að skýla Talibönum en vitað er að leiðtogar þeirra halda til þar í landi. Afganir og Bandaríkjamenn hafa einnig sakað Pakistan um að hleypa vígamönnum inn í landið til að fá aðhlynningu. Afganistan Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Árið 2018 vann Siddiqui Pulitzer-verðlaun, auk annarra ljósmyndara fréttaveitunnar, fyrir myndir þeirra í tengslum við flótta Róhingjafólksins frá Mjanmar. Í tilkynningu Reuters segir að hann hafi verið skotinn til bana af vígamönnum Talibana, ásamt afgönskum liðsforingja. Ljósmyndarinn var á ferð með deild sérsveitarmanna í Kandahar í Afganistan og hafði verið að taka myndir og skrifa fréttir um bardaga þeirra við Talibana. Siddiqui hafði unnið fyrir Reuters frá 2010. Hann var frá Indlandi og hafði meðal annars starfað í Afganistan, Írak, Hong Kong og í Nepal í kjölfar jarðskjálfta. Í meðfylgjandi þræði má sjá myndir og myndskeið sem Siddiqui tók þegar Talibanar sátu fyrir honum og sérsveitarmönnunum fyrr í vikunni. Þá björguðu þeir særðum lögregluþjóni sem var umkringdur í útjaðri Kandahar-borgar. The Humvee in which I was travelling with other special forces was also targeted by at least 3 RPG rounds and other weapons. I was lucky to be safe and capture the visual of one of the rockets hitting the armour plate overhead. pic.twitter.com/wipJmmtupp— Danish Siddiqui (@dansiddiqui) July 13, 2021 Talibanar náðu stjórn á landamærunum fyrr í vikunni og hafa meðlimir stjórnarhersins reynt að ná tökum á landamærastöðinni aftur. AP fréttaveitan segir harða bardaga hafa geisað þar. Fréttaveitan hefur komið höndum yfir myndefni sem sýnir vígamenn Talibana fá aðhlynningu á sjúkrahúsi í Chaman í Pakistan. Ráðamenn í Afganistan hafa um langt skeið sakað Pakistana um að skýla Talibönum en vitað er að leiðtogar þeirra halda til þar í landi. Afganir og Bandaríkjamenn hafa einnig sakað Pakistan um að hleypa vígamönnum inn í landið til að fá aðhlynningu.
Afganistan Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira