Boris Johnson er hættur við að sleppa sóttkví Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 18. júlí 2021 14:40 Boris Johnson ætlaði að sleppa sóttkví, þrátt fyrir að hafa verið útsettur fyrir smiti, og fara í dagleg Covid-próf í staðin. Hann hefur nú hætt við það. Leon Neal/Getty Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak fjármálaráðherra voru útsettir fyrir smiti eftir að þeir funduðu með Sajid Javid heilbrigðisráðherra, sem reyndist smitaður af Covid-19. Upphaflega ætluðu ráðherrarnir tveir ekki að fara í sóttkví. Javid greindist smitaður af veirunni í gærmorgun og fór strax í einangrun. Hann hafði farið í einkennasýnatöku eftir að hafa fundið fyrir slappleika og hvatti alla sem fundið hafa fyrir einkennum til að fara í sýnatöku. Fréttastofa Sky greinir frá. Strax kom í ljós að Johnson og Sunak hafi verið útsettir fyrir smiti en fyrst var ætlunin að þeir færu ekki í sóttkví heldur færu í Covid-19 próf daglega í staðinn. Í kjölfar þessa voru þeir harðlega gagnrýndir og nú hefur það verið tilkynnt að þeir muni eftir allt saman fara í sóttkví. Þetta þýðir að forsætisráðherrann sjálfur verður í sóttkví þegar miklar afléttingar á takmörkunum taka í gildi á mánudag, en dagurinn hefur fengið viðurnefnið Frelsisdagurinn eða „freedom day.“ Flestum takmörkunum á Englandi verður aflétt þá. Keir Starmer, leiðtogi verkamannaflokksins, sagði í dag að þessi U-beygja stjórnarinnar sé til marks um að mikil ringulreið ríki innan ríkisstjórnarinnar. Johnson og Sunak hafi enn og aftur verið gripnir við það að halda að reglurnar gildi ekki um þá. „Almenningur hefur gert svo margt til að fylgja þessum reglum. Á tímum sem þessum, þar sem við verðum að viðhalda trúnni á að sóttkví virki munu foreldrar, vinnandi fólk og fyrirtæki velta því fyrir sér hvað sé eiginlega í gangi á Downingstræti,“ sagði Starmer í dag. „Hegðun forsætisráðherrans skapar ringulreið, kemur illa út fyrir ríkisstjórnina og hefur hræðilegar afleiðingar fyrir breskan almenning.“ Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Sjá meira
Javid greindist smitaður af veirunni í gærmorgun og fór strax í einangrun. Hann hafði farið í einkennasýnatöku eftir að hafa fundið fyrir slappleika og hvatti alla sem fundið hafa fyrir einkennum til að fara í sýnatöku. Fréttastofa Sky greinir frá. Strax kom í ljós að Johnson og Sunak hafi verið útsettir fyrir smiti en fyrst var ætlunin að þeir færu ekki í sóttkví heldur færu í Covid-19 próf daglega í staðinn. Í kjölfar þessa voru þeir harðlega gagnrýndir og nú hefur það verið tilkynnt að þeir muni eftir allt saman fara í sóttkví. Þetta þýðir að forsætisráðherrann sjálfur verður í sóttkví þegar miklar afléttingar á takmörkunum taka í gildi á mánudag, en dagurinn hefur fengið viðurnefnið Frelsisdagurinn eða „freedom day.“ Flestum takmörkunum á Englandi verður aflétt þá. Keir Starmer, leiðtogi verkamannaflokksins, sagði í dag að þessi U-beygja stjórnarinnar sé til marks um að mikil ringulreið ríki innan ríkisstjórnarinnar. Johnson og Sunak hafi enn og aftur verið gripnir við það að halda að reglurnar gildi ekki um þá. „Almenningur hefur gert svo margt til að fylgja þessum reglum. Á tímum sem þessum, þar sem við verðum að viðhalda trúnni á að sóttkví virki munu foreldrar, vinnandi fólk og fyrirtæki velta því fyrir sér hvað sé eiginlega í gangi á Downingstræti,“ sagði Starmer í dag. „Hegðun forsætisráðherrans skapar ringulreið, kemur illa út fyrir ríkisstjórnina og hefur hræðilegar afleiðingar fyrir breskan almenning.“
Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Sjá meira