Þetta er fyrsta geimferð Blue Origin og með Bezos fara þau Mark Bezos, bróðir Jeff, Oliver Daemen og Wally Funk.
Stefnt er að því að skjóta þeim á loft frá Texas klukkan eitt í dag, að íslenskum tíma.
Hér að neðan má sjá beina útsendingu Blue Origin af geimskotinu og aðdraganda þess.
Samkvæmt áætlun á geimferðin að taka rétt rúmar tíu mínútur. Stefnt er að því að fljúga geimfarinu í rúmlega hundrað kílómetra hæð, sem markar Kármán-línuna svokölluðu. Sú lína táknar enda gufuhvolfsins og byrjun geimsins.
Til samanburðar má benda á að Alþjóðageimstöðin er í um 420 kílómetra hæð yfir jörðu.
#NewShepard is on the pad. The launch team completed vehicle rollout this morning and final preparations are underway. Liftoff is targeted for 8:00 am CDT / 13:00 UTC. Live broadcast begins at T-90 minutes on https://t.co/7Y4TherpLr. #NSFirstHumanFlight pic.twitter.com/oShmtRmA4n
— Blue Origin (@blueorigin) July 20, 2021
Richard Branson lét skjóta sér frá jörðu fyrir níu dögum en hann fór ekki yfir Káráman-línuna og Blue Origin hefur notað það til að skjóta á Virgin Galactic, samkeppnisaðila fyrirtækisins í geimferðamennsku.
From the beginning, New Shepard was designed to fly above the Kármán line so none of our astronauts have an asterisk next to their name. For 96% of the world s population, space begins 100 km up at the internationally recognized Kármán line. pic.twitter.com/QRoufBIrUJ
— Blue Origin (@blueorigin) July 9, 2021