Mennirnir tveir, Isak Dewit og Haned Mahamed Abdullahi, eru vopnaðir rakvélaböðum, að því er Aftonbladet greinir frá. Samkvæmt miðlinum hafa fangarnir samþykkt að sleppa öðrum fangavarðanna gegn því að fá pítsurnar, sem samþykkt hefur verið að afhenda þeim. Gíslatökumennirnir vildu að allir fangar í þeirra álmu fengju pítsu.
Aftonbladet hefur eftir Torbjörn Sivertsson, fyrrverandi lögreglumanni, að gáfulegt sé að ganga að kröfum fanganna um pítsurnar. Þannig sé búið að opna á samningaviðræður.
Mikill viðbúnaður lögreglu hefur verið við fangelsið, en sænskir miðlar greina frá því að lögregla sé nú komin inn í fangelsið.
Fréttin var síðast uppfærð klukkan 15:29.