Hvað var það sem Meat Loaf var ekki tilbúinn að gera fyrir ástina? Arna Pálsdóttir skrifar 28. júlí 2021 09:00 Það var mikið hlustað á tónlist á mínu heimili þegar ég var að alast upp. Þar á meðal var tónlistarmaðurinn Meat Loaf fyrirferðamikill. Ég hef varla verið byrjuð í grunnskóla þegar ég söng og dansaði m.a. með laginu Paradise by the dashboard light – án þess þó að vita að ég var að syngja og dansa með lagi sem fjallaði um 17 ára unglinga sem voru við það að stunda kynlíf sem kostaði drenginn frelsið um ókomna tíð (þau gengu í hjónaband). Lagið sem fyrirsögnin vísar hins vegar til er fyrir löngu orðið klassík í poppsögunni. Stærsti smellur Meat Loaf og stærsta spurning tónlistarsögunnar. Vel yfir 100 milljón spilanir á Spotify, svipað margar og ég var búin að spila lagið í geislaspilara fyrir árið 1998. Í laginu gefur Meat Loaf sér góðar 12 mínútur til að segja okkur (ítrekað) að hann sé tilbúinn til að gera allt fyrir ástina- allt, nema eitt! Þetta eina er svo látið ósagt. Það eru margar stórar spurningar sem hvíla á mannverunni á meðan hún dvelur í þessari jarðvist. Spurningar sem geyma ekki svör og eru fyrir vikið illviðráðanlegar og erfiðar. Sumar eru flóknar og áleitnar á meðan aðrar eru einfaldari. Spurningar eins og „Er líf eftir dauðann?“, „Er líf á öðrum plánetum?”, „Afhverju myndi einhver setja banana á pizzu?” Og hvað í ósköpunum var þetta eina sem Meat Loaf var ekki tilbúinn að gera fyrir ástina? Reglulega sækja á mig hugsanir um þetta lag. Ekki svo að skilja að þetta sé einhver þráhyggja, en sýnið mér skilning, það eru hátt í 30 ár síðan ég fór að velta þessu fyrir mér. Ég gríp sjálfa mig stundum að því að beina spjótum mínum að konunni í laginu, var hún kannski að biðja um eitthvað vafasamt? En svo legg ég þessar pælingar til hliðar, enda engin leið fyrir mig að komast að niðurstöðu í þessu máli. Á síðasta eina og hálfa árinu hafa fleiri spurningar ratað á listann yfir stóru spurningarnar í lífinu. Sú stærsta er án efa: Hvenær verður covid búið? Spurning sem hefur hvílt á okkur öllum síðustu mánuði. Lengi vel var ekkert svar. Við vorum í miðri orrustu og hvorki sást til austurs né vesturs. En svo fór að birta til. Svarið var handan við hornið: bólusetningar! Þegar fréttir af fjórðu bylgjunni fóru að birtast fyrir nokkrum dögum fór um mig örlítil örvænting. Hvað var að gerast? Vorum við ekki búin að leysa þetta mál með bera handleggi í Laugardalshöllinni fyrr í sumar? Peppið er löngu búið. Sá sem myndi byrja að syngja um það núna að ferðast innanhúss þyrfti frekar að hafa áhyggjur af öryggi sínu en því að einhver tæki undir með honum og stemningin gagnvart þríeykinu minnir nokkuð á sviplegar breytingar á vinsældum útrásarvíkinga á árunum fyrir og eftir hrun. Við höfum öll okkar mörk. Meira að segja Meat Loaf setti ástinni mörk. Spurningin um endalok covid hefur tekið breytingum síðustu vikur og er í dag orðin spurning um hvernig við lifum með covid, í einhverri mynd allavega, frekar en hvernig við lifum án covid. Við erum ekki komin með stjórn á þessum faraldri en við erum búin með margar orustur. Beinum sjónum okkar að því sem við vitum og getum stjórnað. Sýnum umburðarlyndi í garð hvors annars og fyrir ólíkum skoðunum. Enn sem komið er liggur ekki fyrir eitt rétt svar. Kannski hef ég ekki verið sanngjörn við Meat Loaf að einblína svona á þetta eina atriði sem hann var ekki tilbúinn að gera. Ég ætti frekar að horfa til þess sem skiptir máli í laginu þ.e. að hann var tilbúinn að gera allt annað. Ætli ég verði ekki að sætta mig við það að ég mun aldrei vita svarið. Eins verð ég líklega að sætta mig við það að ég veit ekkert hvenær covid verður búið. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Arna Pálsdóttir Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Það var mikið hlustað á tónlist á mínu heimili þegar ég var að alast upp. Þar á meðal var tónlistarmaðurinn Meat Loaf fyrirferðamikill. Ég hef varla verið byrjuð í grunnskóla þegar ég söng og dansaði m.a. með laginu Paradise by the dashboard light – án þess þó að vita að ég var að syngja og dansa með lagi sem fjallaði um 17 ára unglinga sem voru við það að stunda kynlíf sem kostaði drenginn frelsið um ókomna tíð (þau gengu í hjónaband). Lagið sem fyrirsögnin vísar hins vegar til er fyrir löngu orðið klassík í poppsögunni. Stærsti smellur Meat Loaf og stærsta spurning tónlistarsögunnar. Vel yfir 100 milljón spilanir á Spotify, svipað margar og ég var búin að spila lagið í geislaspilara fyrir árið 1998. Í laginu gefur Meat Loaf sér góðar 12 mínútur til að segja okkur (ítrekað) að hann sé tilbúinn til að gera allt fyrir ástina- allt, nema eitt! Þetta eina er svo látið ósagt. Það eru margar stórar spurningar sem hvíla á mannverunni á meðan hún dvelur í þessari jarðvist. Spurningar sem geyma ekki svör og eru fyrir vikið illviðráðanlegar og erfiðar. Sumar eru flóknar og áleitnar á meðan aðrar eru einfaldari. Spurningar eins og „Er líf eftir dauðann?“, „Er líf á öðrum plánetum?”, „Afhverju myndi einhver setja banana á pizzu?” Og hvað í ósköpunum var þetta eina sem Meat Loaf var ekki tilbúinn að gera fyrir ástina? Reglulega sækja á mig hugsanir um þetta lag. Ekki svo að skilja að þetta sé einhver þráhyggja, en sýnið mér skilning, það eru hátt í 30 ár síðan ég fór að velta þessu fyrir mér. Ég gríp sjálfa mig stundum að því að beina spjótum mínum að konunni í laginu, var hún kannski að biðja um eitthvað vafasamt? En svo legg ég þessar pælingar til hliðar, enda engin leið fyrir mig að komast að niðurstöðu í þessu máli. Á síðasta eina og hálfa árinu hafa fleiri spurningar ratað á listann yfir stóru spurningarnar í lífinu. Sú stærsta er án efa: Hvenær verður covid búið? Spurning sem hefur hvílt á okkur öllum síðustu mánuði. Lengi vel var ekkert svar. Við vorum í miðri orrustu og hvorki sást til austurs né vesturs. En svo fór að birta til. Svarið var handan við hornið: bólusetningar! Þegar fréttir af fjórðu bylgjunni fóru að birtast fyrir nokkrum dögum fór um mig örlítil örvænting. Hvað var að gerast? Vorum við ekki búin að leysa þetta mál með bera handleggi í Laugardalshöllinni fyrr í sumar? Peppið er löngu búið. Sá sem myndi byrja að syngja um það núna að ferðast innanhúss þyrfti frekar að hafa áhyggjur af öryggi sínu en því að einhver tæki undir með honum og stemningin gagnvart þríeykinu minnir nokkuð á sviplegar breytingar á vinsældum útrásarvíkinga á árunum fyrir og eftir hrun. Við höfum öll okkar mörk. Meira að segja Meat Loaf setti ástinni mörk. Spurningin um endalok covid hefur tekið breytingum síðustu vikur og er í dag orðin spurning um hvernig við lifum með covid, í einhverri mynd allavega, frekar en hvernig við lifum án covid. Við erum ekki komin með stjórn á þessum faraldri en við erum búin með margar orustur. Beinum sjónum okkar að því sem við vitum og getum stjórnað. Sýnum umburðarlyndi í garð hvors annars og fyrir ólíkum skoðunum. Enn sem komið er liggur ekki fyrir eitt rétt svar. Kannski hef ég ekki verið sanngjörn við Meat Loaf að einblína svona á þetta eina atriði sem hann var ekki tilbúinn að gera. Ég ætti frekar að horfa til þess sem skiptir máli í laginu þ.e. að hann var tilbúinn að gera allt annað. Ætli ég verði ekki að sætta mig við það að ég mun aldrei vita svarið. Eins verð ég líklega að sætta mig við það að ég veit ekkert hvenær covid verður búið. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar