Íslensk forræðishyggja – Opnunartími skemmtistaða Haukur V. Alfreðsson skrifar 29. júlí 2021 09:01 Íslendingum finnst gott að hafa vit fyrir öðrum með forræðishyggju. Sér í lagi í málefnum sem varða þá sjálfa lítið sem ekkert. Undanfarnar vikur og mánuði hefur verið rætt um eitt slíkt mál: Hvort tími sé kominn til að stytta opnun skemmtistaða m.v. hvað var fyrir Covid. Nýleg skoðunarkönnun Maskínu (helstu niðurstöður má sjá í þessari grein) sýndi að um tveir þriðju hlutar aðspurðra voru fylgjandi styttingu opnunartíma skemmtistaða en ekki nema um einn fimmti andvígur. Rest var nokkuð sama hvernig fer. En það sem kemur lítið á óvart og má lesa úr niðurstöðunum er að þeir sem eru ólíklegastir til að fara á skemmtistaði eru mest hlynntir styttingu og þeir sem eru líklegastir til að fara eru mest andvígir. Skoðum það ögn nánar. Því eldra sem fólk er því hlynntara styttingu er það. Að sama skapi eru þeir sem yngri eru margfalt líklegri til að vera mótfallnir. Einhleypir voru talsvert andvígari en þeir í sambúð, og öfugt með hverjir voru hlynntir. Þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu eru mun andvígari en aðrir landsmenn auk þess að þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins voru talsvert líklegri til að vera hlynntir. Hér má sjá nokkuð skýrt að ungt og einhleypt fólk er líklegast til að setja sig upp á móti breytingunum meðan að eldra fólk og fólk í sambandi er mest fylgjandi breytingunum. Það þarf ekki að leita langt til að komast að því að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem stunda skemmtistaði eru ungt fólk og sömu sögu má segja um einhleypa. Hins vegar er gamalt fólk og harðgift fólk talsvert minna að stunda skemmtistaðina, jafn einkennilegt og það nú er. Þá má einnig bæta við að mest er umræðan að beinast að djamminu í miðbæ Reykjavíkur, og aftur eru Reykvíkingar sáttastir við núverandi ástand. Já okkur Íslendingum leiðist heldur betur ekki að hafa sterkar skoðanir á hvað aðrir mega gera þó að við sjálf tengjumst málinu í raun ekkert. Vitanlega á ekki að gefa áliti þeirra sem aldrei stíga inn á skemmtistaði og finna varla fyrir tilvist þeirra gaum í þessari umræðu. Einstaklingsfrelsið En aftur að forræðishyggju og þá einstaklingsfrelsinu. Af hverju eru lög um opnun skemmtistaða eins og þau eru nú fremur en að smíða regluverk eftir t.d. staðsetningu og reglum um hávaða? Í dag (án Covid reglna) má enginn sitja á bar til lengur en klukkan eitt eftir miðnætti á sunnudögum til fimmtudaga. Á hverju byggir það? Hvað með vaktavinnu fólk sem á frí í miðri viku en ekki um helgar, væri alveg skelfilegt ef það fengi að spjalla á barnum til kl 3? Mér þykir svo einkennilegt að við treystum fullorðnu fólki fyrir að keyra þúsund kílóa stálflykki á fleygiferð en ekki til þess að ráða eigin háttartíma. Væri ekki nær að leyfa skemmtistöðum að finna út úr þessu sjálfum eftir hvernig eftirspurn neytenda er háttað í samspili við leyfilegan hávaða? Þá er hægt að hafa t.d. strangari skilyrði í úthverfum en rýmri í miðbænum. Frelsi fyrir mig en ekki þig Þegar ég byrjaði í menntaskóla mátti hafa eitt ball á önn til klukkan þrjú og skólafélagið skrifaði á miðana „ölvun ógildir miðann“ en þegar miðinn var rifinn við inngöngu á ballið rifnaði ó-ið af og eftir stóð „ölvun gildir miðann“. Böllin voru feikna skemmtilegt og margir gjörsamlega á eyrunum. Með árunum var þó horfið frá böllum til klukkan þrjú og harðar var tekið á áfengisneyslu. Til að mynda hef ég heyrt að fólk sé / hafi verið látið blása við dyrnar. Það þykir víst ekki gott að ungt fólk skemmti sér of vel né fái að stíga sín fyrstu skref í áfengis / vímuefnaneyslu meðal jafnaldra í vernduðu umhverfi. Það þykir skynsamlegra að það sé gert með ókunnugu fólki af öllum aldri í heimapartíum, eftir partíum eða á skemmistöðum. En þrátt fyrir þessa stefnubreytingu varðandi djamm ungs fólks er þá hægt að segja að betur sé komið fyrir samfélaginu varðandi fíkniefnaneyslu, almenna líðan, velgengni og fleira? Ekki get ég séð það miðað við vinsældir fíkniefna, tíðni þunglyndis eða í öðru hjá ungu fólki. Né virðist vera að þorri miðaldra fólks hafi hlotið skaða af því að fá sér í glas sem ungt fólk. Er hægt að segja að þetta viðhorf eldra fólks um að neyta ungu fólki um að fá að sletta úr klaufunum á sama máta og það sjálft hafði frelsi til áður fyrr sé að skila nokkru? Er það að fara loka barnum snemma að fara breyta nokkru nema að djammið dreifist um víðan völl, í íbúðahúsnæði með tilheyrandi raski fyrir nágranna og þar sem engir barþjónar eða dyraverðir eru til að skarast í leikinn þegar illa fer? Höfundur er þreyttur á að forræðishyggju Íslendinga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðun: Kosningar 2021 Veitingastaðir Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Íslendingum finnst gott að hafa vit fyrir öðrum með forræðishyggju. Sér í lagi í málefnum sem varða þá sjálfa lítið sem ekkert. Undanfarnar vikur og mánuði hefur verið rætt um eitt slíkt mál: Hvort tími sé kominn til að stytta opnun skemmtistaða m.v. hvað var fyrir Covid. Nýleg skoðunarkönnun Maskínu (helstu niðurstöður má sjá í þessari grein) sýndi að um tveir þriðju hlutar aðspurðra voru fylgjandi styttingu opnunartíma skemmtistaða en ekki nema um einn fimmti andvígur. Rest var nokkuð sama hvernig fer. En það sem kemur lítið á óvart og má lesa úr niðurstöðunum er að þeir sem eru ólíklegastir til að fara á skemmtistaði eru mest hlynntir styttingu og þeir sem eru líklegastir til að fara eru mest andvígir. Skoðum það ögn nánar. Því eldra sem fólk er því hlynntara styttingu er það. Að sama skapi eru þeir sem yngri eru margfalt líklegri til að vera mótfallnir. Einhleypir voru talsvert andvígari en þeir í sambúð, og öfugt með hverjir voru hlynntir. Þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu eru mun andvígari en aðrir landsmenn auk þess að þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins voru talsvert líklegri til að vera hlynntir. Hér má sjá nokkuð skýrt að ungt og einhleypt fólk er líklegast til að setja sig upp á móti breytingunum meðan að eldra fólk og fólk í sambandi er mest fylgjandi breytingunum. Það þarf ekki að leita langt til að komast að því að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem stunda skemmtistaði eru ungt fólk og sömu sögu má segja um einhleypa. Hins vegar er gamalt fólk og harðgift fólk talsvert minna að stunda skemmtistaðina, jafn einkennilegt og það nú er. Þá má einnig bæta við að mest er umræðan að beinast að djamminu í miðbæ Reykjavíkur, og aftur eru Reykvíkingar sáttastir við núverandi ástand. Já okkur Íslendingum leiðist heldur betur ekki að hafa sterkar skoðanir á hvað aðrir mega gera þó að við sjálf tengjumst málinu í raun ekkert. Vitanlega á ekki að gefa áliti þeirra sem aldrei stíga inn á skemmtistaði og finna varla fyrir tilvist þeirra gaum í þessari umræðu. Einstaklingsfrelsið En aftur að forræðishyggju og þá einstaklingsfrelsinu. Af hverju eru lög um opnun skemmtistaða eins og þau eru nú fremur en að smíða regluverk eftir t.d. staðsetningu og reglum um hávaða? Í dag (án Covid reglna) má enginn sitja á bar til lengur en klukkan eitt eftir miðnætti á sunnudögum til fimmtudaga. Á hverju byggir það? Hvað með vaktavinnu fólk sem á frí í miðri viku en ekki um helgar, væri alveg skelfilegt ef það fengi að spjalla á barnum til kl 3? Mér þykir svo einkennilegt að við treystum fullorðnu fólki fyrir að keyra þúsund kílóa stálflykki á fleygiferð en ekki til þess að ráða eigin háttartíma. Væri ekki nær að leyfa skemmtistöðum að finna út úr þessu sjálfum eftir hvernig eftirspurn neytenda er háttað í samspili við leyfilegan hávaða? Þá er hægt að hafa t.d. strangari skilyrði í úthverfum en rýmri í miðbænum. Frelsi fyrir mig en ekki þig Þegar ég byrjaði í menntaskóla mátti hafa eitt ball á önn til klukkan þrjú og skólafélagið skrifaði á miðana „ölvun ógildir miðann“ en þegar miðinn var rifinn við inngöngu á ballið rifnaði ó-ið af og eftir stóð „ölvun gildir miðann“. Böllin voru feikna skemmtilegt og margir gjörsamlega á eyrunum. Með árunum var þó horfið frá böllum til klukkan þrjú og harðar var tekið á áfengisneyslu. Til að mynda hef ég heyrt að fólk sé / hafi verið látið blása við dyrnar. Það þykir víst ekki gott að ungt fólk skemmti sér of vel né fái að stíga sín fyrstu skref í áfengis / vímuefnaneyslu meðal jafnaldra í vernduðu umhverfi. Það þykir skynsamlegra að það sé gert með ókunnugu fólki af öllum aldri í heimapartíum, eftir partíum eða á skemmistöðum. En þrátt fyrir þessa stefnubreytingu varðandi djamm ungs fólks er þá hægt að segja að betur sé komið fyrir samfélaginu varðandi fíkniefnaneyslu, almenna líðan, velgengni og fleira? Ekki get ég séð það miðað við vinsældir fíkniefna, tíðni þunglyndis eða í öðru hjá ungu fólki. Né virðist vera að þorri miðaldra fólks hafi hlotið skaða af því að fá sér í glas sem ungt fólk. Er hægt að segja að þetta viðhorf eldra fólks um að neyta ungu fólki um að fá að sletta úr klaufunum á sama máta og það sjálft hafði frelsi til áður fyrr sé að skila nokkru? Er það að fara loka barnum snemma að fara breyta nokkru nema að djammið dreifist um víðan völl, í íbúðahúsnæði með tilheyrandi raski fyrir nágranna og þar sem engir barþjónar eða dyraverðir eru til að skarast í leikinn þegar illa fer? Höfundur er þreyttur á að forræðishyggju Íslendinga
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun