Íslensk forræðishyggja – Opnunartími skemmtistaða Haukur V. Alfreðsson skrifar 29. júlí 2021 09:01 Íslendingum finnst gott að hafa vit fyrir öðrum með forræðishyggju. Sér í lagi í málefnum sem varða þá sjálfa lítið sem ekkert. Undanfarnar vikur og mánuði hefur verið rætt um eitt slíkt mál: Hvort tími sé kominn til að stytta opnun skemmtistaða m.v. hvað var fyrir Covid. Nýleg skoðunarkönnun Maskínu (helstu niðurstöður má sjá í þessari grein) sýndi að um tveir þriðju hlutar aðspurðra voru fylgjandi styttingu opnunartíma skemmtistaða en ekki nema um einn fimmti andvígur. Rest var nokkuð sama hvernig fer. En það sem kemur lítið á óvart og má lesa úr niðurstöðunum er að þeir sem eru ólíklegastir til að fara á skemmtistaði eru mest hlynntir styttingu og þeir sem eru líklegastir til að fara eru mest andvígir. Skoðum það ögn nánar. Því eldra sem fólk er því hlynntara styttingu er það. Að sama skapi eru þeir sem yngri eru margfalt líklegri til að vera mótfallnir. Einhleypir voru talsvert andvígari en þeir í sambúð, og öfugt með hverjir voru hlynntir. Þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu eru mun andvígari en aðrir landsmenn auk þess að þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins voru talsvert líklegri til að vera hlynntir. Hér má sjá nokkuð skýrt að ungt og einhleypt fólk er líklegast til að setja sig upp á móti breytingunum meðan að eldra fólk og fólk í sambandi er mest fylgjandi breytingunum. Það þarf ekki að leita langt til að komast að því að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem stunda skemmtistaði eru ungt fólk og sömu sögu má segja um einhleypa. Hins vegar er gamalt fólk og harðgift fólk talsvert minna að stunda skemmtistaðina, jafn einkennilegt og það nú er. Þá má einnig bæta við að mest er umræðan að beinast að djamminu í miðbæ Reykjavíkur, og aftur eru Reykvíkingar sáttastir við núverandi ástand. Já okkur Íslendingum leiðist heldur betur ekki að hafa sterkar skoðanir á hvað aðrir mega gera þó að við sjálf tengjumst málinu í raun ekkert. Vitanlega á ekki að gefa áliti þeirra sem aldrei stíga inn á skemmtistaði og finna varla fyrir tilvist þeirra gaum í þessari umræðu. Einstaklingsfrelsið En aftur að forræðishyggju og þá einstaklingsfrelsinu. Af hverju eru lög um opnun skemmtistaða eins og þau eru nú fremur en að smíða regluverk eftir t.d. staðsetningu og reglum um hávaða? Í dag (án Covid reglna) má enginn sitja á bar til lengur en klukkan eitt eftir miðnætti á sunnudögum til fimmtudaga. Á hverju byggir það? Hvað með vaktavinnu fólk sem á frí í miðri viku en ekki um helgar, væri alveg skelfilegt ef það fengi að spjalla á barnum til kl 3? Mér þykir svo einkennilegt að við treystum fullorðnu fólki fyrir að keyra þúsund kílóa stálflykki á fleygiferð en ekki til þess að ráða eigin háttartíma. Væri ekki nær að leyfa skemmtistöðum að finna út úr þessu sjálfum eftir hvernig eftirspurn neytenda er háttað í samspili við leyfilegan hávaða? Þá er hægt að hafa t.d. strangari skilyrði í úthverfum en rýmri í miðbænum. Frelsi fyrir mig en ekki þig Þegar ég byrjaði í menntaskóla mátti hafa eitt ball á önn til klukkan þrjú og skólafélagið skrifaði á miðana „ölvun ógildir miðann“ en þegar miðinn var rifinn við inngöngu á ballið rifnaði ó-ið af og eftir stóð „ölvun gildir miðann“. Böllin voru feikna skemmtilegt og margir gjörsamlega á eyrunum. Með árunum var þó horfið frá böllum til klukkan þrjú og harðar var tekið á áfengisneyslu. Til að mynda hef ég heyrt að fólk sé / hafi verið látið blása við dyrnar. Það þykir víst ekki gott að ungt fólk skemmti sér of vel né fái að stíga sín fyrstu skref í áfengis / vímuefnaneyslu meðal jafnaldra í vernduðu umhverfi. Það þykir skynsamlegra að það sé gert með ókunnugu fólki af öllum aldri í heimapartíum, eftir partíum eða á skemmistöðum. En þrátt fyrir þessa stefnubreytingu varðandi djamm ungs fólks er þá hægt að segja að betur sé komið fyrir samfélaginu varðandi fíkniefnaneyslu, almenna líðan, velgengni og fleira? Ekki get ég séð það miðað við vinsældir fíkniefna, tíðni þunglyndis eða í öðru hjá ungu fólki. Né virðist vera að þorri miðaldra fólks hafi hlotið skaða af því að fá sér í glas sem ungt fólk. Er hægt að segja að þetta viðhorf eldra fólks um að neyta ungu fólki um að fá að sletta úr klaufunum á sama máta og það sjálft hafði frelsi til áður fyrr sé að skila nokkru? Er það að fara loka barnum snemma að fara breyta nokkru nema að djammið dreifist um víðan völl, í íbúðahúsnæði með tilheyrandi raski fyrir nágranna og þar sem engir barþjónar eða dyraverðir eru til að skarast í leikinn þegar illa fer? Höfundur er þreyttur á að forræðishyggju Íslendinga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðun: Kosningar 2021 Veitingastaðir Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslendingum finnst gott að hafa vit fyrir öðrum með forræðishyggju. Sér í lagi í málefnum sem varða þá sjálfa lítið sem ekkert. Undanfarnar vikur og mánuði hefur verið rætt um eitt slíkt mál: Hvort tími sé kominn til að stytta opnun skemmtistaða m.v. hvað var fyrir Covid. Nýleg skoðunarkönnun Maskínu (helstu niðurstöður má sjá í þessari grein) sýndi að um tveir þriðju hlutar aðspurðra voru fylgjandi styttingu opnunartíma skemmtistaða en ekki nema um einn fimmti andvígur. Rest var nokkuð sama hvernig fer. En það sem kemur lítið á óvart og má lesa úr niðurstöðunum er að þeir sem eru ólíklegastir til að fara á skemmtistaði eru mest hlynntir styttingu og þeir sem eru líklegastir til að fara eru mest andvígir. Skoðum það ögn nánar. Því eldra sem fólk er því hlynntara styttingu er það. Að sama skapi eru þeir sem yngri eru margfalt líklegri til að vera mótfallnir. Einhleypir voru talsvert andvígari en þeir í sambúð, og öfugt með hverjir voru hlynntir. Þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu eru mun andvígari en aðrir landsmenn auk þess að þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins voru talsvert líklegri til að vera hlynntir. Hér má sjá nokkuð skýrt að ungt og einhleypt fólk er líklegast til að setja sig upp á móti breytingunum meðan að eldra fólk og fólk í sambandi er mest fylgjandi breytingunum. Það þarf ekki að leita langt til að komast að því að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem stunda skemmtistaði eru ungt fólk og sömu sögu má segja um einhleypa. Hins vegar er gamalt fólk og harðgift fólk talsvert minna að stunda skemmtistaðina, jafn einkennilegt og það nú er. Þá má einnig bæta við að mest er umræðan að beinast að djamminu í miðbæ Reykjavíkur, og aftur eru Reykvíkingar sáttastir við núverandi ástand. Já okkur Íslendingum leiðist heldur betur ekki að hafa sterkar skoðanir á hvað aðrir mega gera þó að við sjálf tengjumst málinu í raun ekkert. Vitanlega á ekki að gefa áliti þeirra sem aldrei stíga inn á skemmtistaði og finna varla fyrir tilvist þeirra gaum í þessari umræðu. Einstaklingsfrelsið En aftur að forræðishyggju og þá einstaklingsfrelsinu. Af hverju eru lög um opnun skemmtistaða eins og þau eru nú fremur en að smíða regluverk eftir t.d. staðsetningu og reglum um hávaða? Í dag (án Covid reglna) má enginn sitja á bar til lengur en klukkan eitt eftir miðnætti á sunnudögum til fimmtudaga. Á hverju byggir það? Hvað með vaktavinnu fólk sem á frí í miðri viku en ekki um helgar, væri alveg skelfilegt ef það fengi að spjalla á barnum til kl 3? Mér þykir svo einkennilegt að við treystum fullorðnu fólki fyrir að keyra þúsund kílóa stálflykki á fleygiferð en ekki til þess að ráða eigin háttartíma. Væri ekki nær að leyfa skemmtistöðum að finna út úr þessu sjálfum eftir hvernig eftirspurn neytenda er háttað í samspili við leyfilegan hávaða? Þá er hægt að hafa t.d. strangari skilyrði í úthverfum en rýmri í miðbænum. Frelsi fyrir mig en ekki þig Þegar ég byrjaði í menntaskóla mátti hafa eitt ball á önn til klukkan þrjú og skólafélagið skrifaði á miðana „ölvun ógildir miðann“ en þegar miðinn var rifinn við inngöngu á ballið rifnaði ó-ið af og eftir stóð „ölvun gildir miðann“. Böllin voru feikna skemmtilegt og margir gjörsamlega á eyrunum. Með árunum var þó horfið frá böllum til klukkan þrjú og harðar var tekið á áfengisneyslu. Til að mynda hef ég heyrt að fólk sé / hafi verið látið blása við dyrnar. Það þykir víst ekki gott að ungt fólk skemmti sér of vel né fái að stíga sín fyrstu skref í áfengis / vímuefnaneyslu meðal jafnaldra í vernduðu umhverfi. Það þykir skynsamlegra að það sé gert með ókunnugu fólki af öllum aldri í heimapartíum, eftir partíum eða á skemmistöðum. En þrátt fyrir þessa stefnubreytingu varðandi djamm ungs fólks er þá hægt að segja að betur sé komið fyrir samfélaginu varðandi fíkniefnaneyslu, almenna líðan, velgengni og fleira? Ekki get ég séð það miðað við vinsældir fíkniefna, tíðni þunglyndis eða í öðru hjá ungu fólki. Né virðist vera að þorri miðaldra fólks hafi hlotið skaða af því að fá sér í glas sem ungt fólk. Er hægt að segja að þetta viðhorf eldra fólks um að neyta ungu fólki um að fá að sletta úr klaufunum á sama máta og það sjálft hafði frelsi til áður fyrr sé að skila nokkru? Er það að fara loka barnum snemma að fara breyta nokkru nema að djammið dreifist um víðan völl, í íbúðahúsnæði með tilheyrandi raski fyrir nágranna og þar sem engir barþjónar eða dyraverðir eru til að skarast í leikinn þegar illa fer? Höfundur er þreyttur á að forræðishyggju Íslendinga
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun