Delta-afbrigðið jafn smitandi og hlaupabóla Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. júlí 2021 12:21 Hið bráðsmitandi delta-afbrigði tröllríður nú nánast allri heimsbyggðinni. getty/kosamtu Delta-afbrigði kórónuveirunnar virðist vera meira smitandi en veirurnar sem valda venjulegu kvefi, árlegum flensum, ebólu og MERS-sjúkdómnum, að mati Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC). Talið er að delta-afbrigðið sé eins smitandi og hlaupabóla, sem er afar smitandi sjúkdómur. Þetta kemur fram í minnisblaði CDC sem The New York Times hefur undir höndum. Í því segir að næstu skref stofnunarinnar séu þau að „viðurkenna að stríðið við veiruna hafi tekið stakkaskiptum“ vegna delta-afbrigðisins. Ný bylgja faraldursins er hafin í Bandaríkjunum þar sem veiran hefur náð mikilli dreifingu. Bandaríkjamenn virðast enn vera að átta sig almennilega á því að bólusettir geti vel borið smit a milli sín þegar delta-afbrigðið er annars vegar. Það er á meðal þess sem kemur fram í minnisblaðinu, þó auðvitað sé talið að bólusettir séu mun ólíklegri til þess að bera veiruna með sér en hinir óbólusettu. Grímur geri gagn CDC gaf nýlega út ný tilmæli þar sem mælt var með því að grímuskyldu yrði aftur komið á, einnig fyrir bólusetta, á þeim svæðum í Bandaríkjunum þar sem faraldurinn er í hve mestum vexti. Í minnisblaðinu er þó mælst til þess að grímuskyldu verði komið aftur á í öllu landinu til að hefta útbreiðsluna. Þar er ennfremur mælst til þess að allir þeir sem eru í áhættuhópi, með veikburða ónæmiskerfi, beri grímu meðal almennings, sama þó þeir séu á svæðum þar sem faraldurinn er ekki í miklum vexti. Einnig að þeir beri grímur sem séu í miklum samskiptum við börn, sem hafa enn ekki verið bólusett, aldraða eða aðra viðkvæma hópa samfélagsins. Það er margt öðruvísi við delta-afbrigðið en fyrri afbrigði veirunnar. Til að mynda greinist um tíu sinnum meira magn af veirunni í öndunarfærum þeirra sem eru smitaðir af delta-afbrigðinu en þeim sem voru sýktir af hinu svokallaða alfa-afbrigði, sem þó var talið afar smitandi afbrigði. Veirumagn í líkama þeirra sem eru smitaðir af delta er þá talið vera allt að þúsund sinnum meira en það magn sem mældist í þeim sem báru upprunalega afbrigði veirunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir Delta-afbrigðið veldur usla víða um heim Delta-afbrigði Nýju kórónuveirunnar er skæðasta afbrigði veirunnar sem veldur Covid-19 og hefur að miklu leyti snúið baráttunni gegn faraldrinum á haus. Afbrigðið dreifist auðveldar manna á milli en bóluefni virðast veita mikla vörn gegn alvarlegum veikindum meðal smitaðra. 26. júlí 2021 21:31 Vona að þriðji skammtur Pfizer hefti útbreiðsluna Ísraelsmenn munu byrja að gefa þriðja skammt af bóluefni Pfizer til allra þeirra sem eru sextíu ára og eldri næsta sunnudag. Vonast er til að með þriðja skammtinum náist enn betri vörn gegn delta-afbrigði veirunnar og þannig verði hægt að stöðva útbreiðslu faraldursins í landinu, sem hefur verið að ná sér aftur á strik. 30. júlí 2021 11:12 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Sjá meira
Þetta kemur fram í minnisblaði CDC sem The New York Times hefur undir höndum. Í því segir að næstu skref stofnunarinnar séu þau að „viðurkenna að stríðið við veiruna hafi tekið stakkaskiptum“ vegna delta-afbrigðisins. Ný bylgja faraldursins er hafin í Bandaríkjunum þar sem veiran hefur náð mikilli dreifingu. Bandaríkjamenn virðast enn vera að átta sig almennilega á því að bólusettir geti vel borið smit a milli sín þegar delta-afbrigðið er annars vegar. Það er á meðal þess sem kemur fram í minnisblaðinu, þó auðvitað sé talið að bólusettir séu mun ólíklegri til þess að bera veiruna með sér en hinir óbólusettu. Grímur geri gagn CDC gaf nýlega út ný tilmæli þar sem mælt var með því að grímuskyldu yrði aftur komið á, einnig fyrir bólusetta, á þeim svæðum í Bandaríkjunum þar sem faraldurinn er í hve mestum vexti. Í minnisblaðinu er þó mælst til þess að grímuskyldu verði komið aftur á í öllu landinu til að hefta útbreiðsluna. Þar er ennfremur mælst til þess að allir þeir sem eru í áhættuhópi, með veikburða ónæmiskerfi, beri grímu meðal almennings, sama þó þeir séu á svæðum þar sem faraldurinn er ekki í miklum vexti. Einnig að þeir beri grímur sem séu í miklum samskiptum við börn, sem hafa enn ekki verið bólusett, aldraða eða aðra viðkvæma hópa samfélagsins. Það er margt öðruvísi við delta-afbrigðið en fyrri afbrigði veirunnar. Til að mynda greinist um tíu sinnum meira magn af veirunni í öndunarfærum þeirra sem eru smitaðir af delta-afbrigðinu en þeim sem voru sýktir af hinu svokallaða alfa-afbrigði, sem þó var talið afar smitandi afbrigði. Veirumagn í líkama þeirra sem eru smitaðir af delta er þá talið vera allt að þúsund sinnum meira en það magn sem mældist í þeim sem báru upprunalega afbrigði veirunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir Delta-afbrigðið veldur usla víða um heim Delta-afbrigði Nýju kórónuveirunnar er skæðasta afbrigði veirunnar sem veldur Covid-19 og hefur að miklu leyti snúið baráttunni gegn faraldrinum á haus. Afbrigðið dreifist auðveldar manna á milli en bóluefni virðast veita mikla vörn gegn alvarlegum veikindum meðal smitaðra. 26. júlí 2021 21:31 Vona að þriðji skammtur Pfizer hefti útbreiðsluna Ísraelsmenn munu byrja að gefa þriðja skammt af bóluefni Pfizer til allra þeirra sem eru sextíu ára og eldri næsta sunnudag. Vonast er til að með þriðja skammtinum náist enn betri vörn gegn delta-afbrigði veirunnar og þannig verði hægt að stöðva útbreiðslu faraldursins í landinu, sem hefur verið að ná sér aftur á strik. 30. júlí 2021 11:12 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Sjá meira
Delta-afbrigðið veldur usla víða um heim Delta-afbrigði Nýju kórónuveirunnar er skæðasta afbrigði veirunnar sem veldur Covid-19 og hefur að miklu leyti snúið baráttunni gegn faraldrinum á haus. Afbrigðið dreifist auðveldar manna á milli en bóluefni virðast veita mikla vörn gegn alvarlegum veikindum meðal smitaðra. 26. júlí 2021 21:31
Vona að þriðji skammtur Pfizer hefti útbreiðsluna Ísraelsmenn munu byrja að gefa þriðja skammt af bóluefni Pfizer til allra þeirra sem eru sextíu ára og eldri næsta sunnudag. Vonast er til að með þriðja skammtinum náist enn betri vörn gegn delta-afbrigði veirunnar og þannig verði hægt að stöðva útbreiðslu faraldursins í landinu, sem hefur verið að ná sér aftur á strik. 30. júlí 2021 11:12