Kannast ekki við skort á framleiðni á Landspítalanum Kjartan Kjartansson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 6. ágúst 2021 20:26 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Vísir/Stöð 2 Forstjóri Landspítalans kannast ekki við að nokkuð vanti upp á framleiðni á spítalanum. Fjármálaráðherra setta spurningarmerki við framleiðni spítalans eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir til þess að koma til móts við álag þar. Til stendur að opna fleiri gjörgæslurými á Landspítala og breyta nýtingu á Landakoti til að fjölga hjúkrunarrýmum og þá er til skoðunar að stofna sérstaka Covid-einingu á spítalanum sem myndi starfa til lengri tíma samkvæmt aðgerðalista sem ríkisstjórnin kynnti í dag. Þá á að létta á álagi á Landspítalanum með því að senda sjúklinga þaðan til heilbrigðisstofnana Suðurlands og Suðurnesja frá og með næstu viku. Heilbrigðisstofnun Vesturlands á einnig að aðstoða Landspítalann við mönnun fagfólks. Aðgerðirnir voru svar ríkisstjórnarinnar við viðvörunarorðum stjórnenda Landspítalans um mikið álag sem hefur meðal annars orðið til þess að starfsfólk hefur verið hvatt til að stytta sumarleyfi sitt. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lýsti stöðunni í heilbrigðiskerfinu sem vonbrigðum eftir ríkisstjórnarfund í dag. Stóraukið fjármagn væri ekki eina lausnin á vanda heilbrigðiskerfisins. Spurði ráðherrann einnig hvers vegna ekki næðist meiri framleiðni þrátt fyrir aukið fjármagn og mönnun. Rekinn fyrir lægri framlög en sambærileg sjúkrahús erlendis Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, ekki vita hvað ráðherrann ætti við þar. Allar bráðadeildir væru með í kringum 100% meðalnýtingu þrátt fyrir að alþjóðleg viðmið væru 85% nýting. „Við erum að reka spítalann á miklu lægri pening en tíðkast á sambærilegum sjúkrahúsum erlendis þannig að ég veit ekki alveg hvað átt er við þar,“ sagði Páll. Það væri þó rétt að samhæfing í heilbrigðiskerfinu gæti alltaf batnað en sagðist Páll telja að hún hefði gert það, meðal annars með nýrri heilbrigðisstefnu sem sett var í tíð þessarar ríkisstjórnar. Reynslan af kórónuveirufaraldrinum hafi orðið til að þétta raðirnar í heilbrigðiskerfinu enn frekar og sagðist Páll telja að samstarf og flæði í því yrði mun betra þegar faraldrinum lyki. Í vanda ef bylgjan verður verri Aðgerðirnar til að létta álagi á sjúkrahúsið sem kynntar voru í dag sagði Páll telja mikilvægar til að efla spítalann og heilbrigðiskerfið, sérstaklega til lengri tíma. Þær hjálpuðu líka að verulegu leyti í þeirri bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú stendur yfir strax á næstu dögum og vikum. Meginaflið í að svara bylgjunni nú væri þó starfsfólk Landspítalans sem vinni nótt og dag. Spurður að því hvort að hann hefði minni áhyggjur af stöðu heilbrigðiskerfisins nú eftir að tilkynningu ríkisstjórnarinnar sagði Páll að kerfið næði að anna núverandi bylgju faraldursins með alla starfsmenn á dekki. Ef faraldurinn þróaðist í samræmi við spálíkön ætti það að ráða við hann. „Það er ákveðin óvissa því að það er möguleiki að þessi bylgja verði erfiðari og þá erum við í vanda,“ varaði Páll við. Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Til stendur að opna fleiri gjörgæslurými á Landspítala og breyta nýtingu á Landakoti til að fjölga hjúkrunarrýmum og þá er til skoðunar að stofna sérstaka Covid-einingu á spítalanum sem myndi starfa til lengri tíma samkvæmt aðgerðalista sem ríkisstjórnin kynnti í dag. Þá á að létta á álagi á Landspítalanum með því að senda sjúklinga þaðan til heilbrigðisstofnana Suðurlands og Suðurnesja frá og með næstu viku. Heilbrigðisstofnun Vesturlands á einnig að aðstoða Landspítalann við mönnun fagfólks. Aðgerðirnir voru svar ríkisstjórnarinnar við viðvörunarorðum stjórnenda Landspítalans um mikið álag sem hefur meðal annars orðið til þess að starfsfólk hefur verið hvatt til að stytta sumarleyfi sitt. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lýsti stöðunni í heilbrigðiskerfinu sem vonbrigðum eftir ríkisstjórnarfund í dag. Stóraukið fjármagn væri ekki eina lausnin á vanda heilbrigðiskerfisins. Spurði ráðherrann einnig hvers vegna ekki næðist meiri framleiðni þrátt fyrir aukið fjármagn og mönnun. Rekinn fyrir lægri framlög en sambærileg sjúkrahús erlendis Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, ekki vita hvað ráðherrann ætti við þar. Allar bráðadeildir væru með í kringum 100% meðalnýtingu þrátt fyrir að alþjóðleg viðmið væru 85% nýting. „Við erum að reka spítalann á miklu lægri pening en tíðkast á sambærilegum sjúkrahúsum erlendis þannig að ég veit ekki alveg hvað átt er við þar,“ sagði Páll. Það væri þó rétt að samhæfing í heilbrigðiskerfinu gæti alltaf batnað en sagðist Páll telja að hún hefði gert það, meðal annars með nýrri heilbrigðisstefnu sem sett var í tíð þessarar ríkisstjórnar. Reynslan af kórónuveirufaraldrinum hafi orðið til að þétta raðirnar í heilbrigðiskerfinu enn frekar og sagðist Páll telja að samstarf og flæði í því yrði mun betra þegar faraldrinum lyki. Í vanda ef bylgjan verður verri Aðgerðirnar til að létta álagi á sjúkrahúsið sem kynntar voru í dag sagði Páll telja mikilvægar til að efla spítalann og heilbrigðiskerfið, sérstaklega til lengri tíma. Þær hjálpuðu líka að verulegu leyti í þeirri bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú stendur yfir strax á næstu dögum og vikum. Meginaflið í að svara bylgjunni nú væri þó starfsfólk Landspítalans sem vinni nótt og dag. Spurður að því hvort að hann hefði minni áhyggjur af stöðu heilbrigðiskerfisins nú eftir að tilkynningu ríkisstjórnarinnar sagði Páll að kerfið næði að anna núverandi bylgju faraldursins með alla starfsmenn á dekki. Ef faraldurinn þróaðist í samræmi við spálíkön ætti það að ráða við hann. „Það er ákveðin óvissa því að það er möguleiki að þessi bylgja verði erfiðari og þá erum við í vanda,“ varaði Páll við.
Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira