Gangan er hálfnuð Hans Jónsson skrifar 7. ágúst 2021 08:30 „Gleðilega hátíð!” Segjum við hinsegin fólk hvort við annað þessa dagana, og fögnum þeim árangri sem við höfum náð í mannréttindabaráttu okkar allra. Nei, ekki alveg allra, okkar flestra. Á sama tíma og fögnuðurinn fer hæst þá minnir það allavega sum okkar óneitanlega á hvað hefur mistekist, hverju hefur verið leyft að viðgangast, og hvaða mannréttindi eru enn af skornum skammti. Gleðilega hátíð samt! Ekki misskilja mig. Við eigum að fagna. Við eigum að gleðjast. En við megum aldrei gleyma því að gleðigangan okkar, hápunktur hinsegin daga, hefur ávallt verið kröfuganga og krafan er full mannréttindi alls hinsegin fólks. Pride varð til sem viðbrögð við mismunun, skömmun, ofbeldi og mannréttindabrotum. Pride snýst um að standa keik á móti þeim sem vilja eyða okkur út úr samfélaginu og sýna að þrátt fyrir þeirra fordæmingar þá lifum við, dönsum, syngjum, göngum, og krefjumst þess að vera sýnd mannleg virðing. Við sýnum að við erum mennsk og við krefjumst mannréttinda fyrir okkur öll. Vissulega búum við vel hér á Íslandi, rétt eins og okkur er ávallt sagt. Við búum í landi þar sem að hinsegin fólk verður ekki fyrir jafn miklu ofbeldi og víðsvegar annars staðar. Við heyrum nánast aldrei af líkamsárásum sem hinsegin fólk verður fyrir, þó þær gerist jú stundum og ekki bara á Laugaveginum í Reykjavík. Við búum í landi þar sem að mismunun er ekki algeng, þó hún sé tæknilega séð ekki bönnuð. Við búum í landi þar sem hatursorðræða og hatursglæpir rata mjög sjaldan fyrir dómstóla, en þar spilar að vísu líka inn í að löggjöf er ábótavant. Við búum í landi þar sem að flest okkar hafa réttindi til þess að ákveða sjálf hvað verður um okkar líkama og hvort að það kynhlutverk sem okkur var úthlutað við fæðingu sé það hlutverk sem við finnum okkur í. Sum okkar fá að vísu ennþá ekki þeirra mannréttinda notið að geta átt eigin líkama, en ennþá eru heimilar ónauðsynlegar skurðaðgerðir á kynfærum ungbarna. Skurðaðgerðir sem að eru einfaldlega brot á mannréttindum þeirra. Við búum í landi sem tilheyrir þeim fimmtán prósentum allra landa sem að heimila samkynja hjónaband og erum þannig í hópi með þeim löndum þar sem staða hinsegin fólks er upp á hið besta, en við erum samt ekki í topp tíu í Evrópu. Samkvæmt regnbogakorti Evrópu erum við í fjórtánda sæti með 54% af því sem teljast geti fullt jafnrétti hinsegin fólks á Íslandi. Við stöndum okkur ágætlega, en við erum bara komin rétt rúmlega hálfa leið. Þróunin hefur verið jákvæð og við höfum ástæður til þess að fagna. En stundum hefur árangurinn náðst eingöngu með því að skilja aðra eftir. Stundum hefur réttarbótum sumra verið fórnað til að fá fram réttarbótum annara. Við eigum að gera betur en það. Verðum það land sem við teljum okkur sjálfum og öðrum trú um að við séum. Segjum skilið við innihaldslausar glansmyndir og regnbogakapítalisma. Höldum baráttunni á lofti því henni er ekki lokið fyrr en við öll stöndum samfætis lagalega og samfélagslega séð. Gleðilega baráttuhátíð til alls hinsegin fólks Íslands! Dönsum, syngjum, skálum, fögnum því að við lifum! Hættum aldrei að krefjast mannréttinda! Ísland á Regnbogakorti Evrópu. Höfundur skipar 4. sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Norðausturkjördæmi Hinsegin Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
„Gleðilega hátíð!” Segjum við hinsegin fólk hvort við annað þessa dagana, og fögnum þeim árangri sem við höfum náð í mannréttindabaráttu okkar allra. Nei, ekki alveg allra, okkar flestra. Á sama tíma og fögnuðurinn fer hæst þá minnir það allavega sum okkar óneitanlega á hvað hefur mistekist, hverju hefur verið leyft að viðgangast, og hvaða mannréttindi eru enn af skornum skammti. Gleðilega hátíð samt! Ekki misskilja mig. Við eigum að fagna. Við eigum að gleðjast. En við megum aldrei gleyma því að gleðigangan okkar, hápunktur hinsegin daga, hefur ávallt verið kröfuganga og krafan er full mannréttindi alls hinsegin fólks. Pride varð til sem viðbrögð við mismunun, skömmun, ofbeldi og mannréttindabrotum. Pride snýst um að standa keik á móti þeim sem vilja eyða okkur út úr samfélaginu og sýna að þrátt fyrir þeirra fordæmingar þá lifum við, dönsum, syngjum, göngum, og krefjumst þess að vera sýnd mannleg virðing. Við sýnum að við erum mennsk og við krefjumst mannréttinda fyrir okkur öll. Vissulega búum við vel hér á Íslandi, rétt eins og okkur er ávallt sagt. Við búum í landi þar sem að hinsegin fólk verður ekki fyrir jafn miklu ofbeldi og víðsvegar annars staðar. Við heyrum nánast aldrei af líkamsárásum sem hinsegin fólk verður fyrir, þó þær gerist jú stundum og ekki bara á Laugaveginum í Reykjavík. Við búum í landi þar sem að mismunun er ekki algeng, þó hún sé tæknilega séð ekki bönnuð. Við búum í landi þar sem hatursorðræða og hatursglæpir rata mjög sjaldan fyrir dómstóla, en þar spilar að vísu líka inn í að löggjöf er ábótavant. Við búum í landi þar sem að flest okkar hafa réttindi til þess að ákveða sjálf hvað verður um okkar líkama og hvort að það kynhlutverk sem okkur var úthlutað við fæðingu sé það hlutverk sem við finnum okkur í. Sum okkar fá að vísu ennþá ekki þeirra mannréttinda notið að geta átt eigin líkama, en ennþá eru heimilar ónauðsynlegar skurðaðgerðir á kynfærum ungbarna. Skurðaðgerðir sem að eru einfaldlega brot á mannréttindum þeirra. Við búum í landi sem tilheyrir þeim fimmtán prósentum allra landa sem að heimila samkynja hjónaband og erum þannig í hópi með þeim löndum þar sem staða hinsegin fólks er upp á hið besta, en við erum samt ekki í topp tíu í Evrópu. Samkvæmt regnbogakorti Evrópu erum við í fjórtánda sæti með 54% af því sem teljast geti fullt jafnrétti hinsegin fólks á Íslandi. Við stöndum okkur ágætlega, en við erum bara komin rétt rúmlega hálfa leið. Þróunin hefur verið jákvæð og við höfum ástæður til þess að fagna. En stundum hefur árangurinn náðst eingöngu með því að skilja aðra eftir. Stundum hefur réttarbótum sumra verið fórnað til að fá fram réttarbótum annara. Við eigum að gera betur en það. Verðum það land sem við teljum okkur sjálfum og öðrum trú um að við séum. Segjum skilið við innihaldslausar glansmyndir og regnbogakapítalisma. Höldum baráttunni á lofti því henni er ekki lokið fyrr en við öll stöndum samfætis lagalega og samfélagslega séð. Gleðilega baráttuhátíð til alls hinsegin fólks Íslands! Dönsum, syngjum, skálum, fögnum því að við lifum! Hættum aldrei að krefjast mannréttinda! Ísland á Regnbogakorti Evrópu. Höfundur skipar 4. sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar