Hver borgin fellur á fætur annarri Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2021 13:14 Talibanar í Kunduz, þar sem þeir náðu vopnum og búnaði sem stjórnarher Afganistans hafði fengið frá Bandaríkjunum. AP/Abdullah Sahil Vígamenn Talibana hafa hert tök sín á yfirráðasvæðum þeirra í norðurhluta Afganistans og virðast þeir vera að undirbúa sig fyrir það að stjórna svæðum þessum til lengri tíma. Stjórnarher landsins á undir högg að sækja en Bandaríkjamenn segja það á ábyrgð Afgana sjálfra að verjast Talibönum. Ríkisstjórn Bandaríkjanna segir þó að nái Talibanar völdum í Afganistan með afli verði ríkisstjórn þeirra seint viðurkennd af alþjóðasamfélaginu. Talibanar voru reknir frá völdum í innrás Bandaríkjanna árið 2001. Það var í kjölfar þess að Talibanar höfðu staðið þétt við bakið á Al-Qaeda, hryðjuverkasamtökunum sem gerðu árás á Tvíburaturnana svokölluðu. Frá því Joe Biden, forseti, tilkynnti í vor að hann myndi kalla alla hermenn Bandaríkjanna heim frá Afganistan hefur Talibönum vaxið ásmegin í landinu. Vígamenn þeirra hafa lagt undir sig stóra hluta landsins. Stjórnarher Afganistans og aðrar sveitir sem styðja ríkisstjórn landsins eiga í hörðum bardögum við Talibana víða um landið. Herinn er undir miklu álagi og hefur þurft að hörfa víða. Talibanar hafa lagt undir sig stóran hluta landsins samhliða því að Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið flytja hermenn sína á brott. Talibanar hafa haft yfirhöndina í dreifðri byggðum Afganistans og hefur stjórnarherinn að mestu haldið sig við það að verja héraðshöfuðborgirnar. Undanfarna daga hafa Talibanar þó lagt undir sig hverja héraðshöfuðborgina á fætur annarri. Á minna en viku hafa Talibanar hertekið minnst sjö af 34 héraðshöfuðborgum Afganistans. Harðir bardagar geisa í minnst þremur öðrum. Fyrsta borgin féll á föstudaginn 6. ágúst. Sjá einnig: Talibanar taka fyrstu borgina án þess að hleypa af skoti Samhliða því að leggja héraðshöfuðborgir undir sig hafa Talibanar opnað fangelsi þeirra héraða en margir fangar í þeim eru Talibarnar. Þegar þetta er skrifað eru fregnir að berast frá Afganistan af því að héraðshöfuðborg Farah í suðurhluta landsins sé í höndum Talibana. Talibanar hafa meðal annars tekið borgina Kunduz en þar hafa meðlimir stjórnarhersins og sveita hliðhollar ríkisstjórn landsins hörfað til flugstöðvar í jaðri borgarinnar. Þeir heita því að berjast til síðasta manns, þó Talibanar sitji um flugstöðina. #Afghanistan Goverment forces inside #Kunduz airport vow to fight despite #Taliban siege-so probably no peaceful hand over- pic.twitter.com/j7kZEHGlfe— C4H10FO2P (@markito0171) August 10, 2021 Reuters segir að árangur Talibana í norðurhluta landsins hafi komið á óvart. Þar hafa stríðsherrar hliðhollir ríkisstjórninni í Kabúl farið með völd og landshlutinn hefur verið einn sá friðsælasti í Afganistan. Talibanar hafa lengi verið hvað öflugastir í suður og austurhluta Afganistans. Þá segir fréttaveitan að Talibanar virðist ætla að hertaka norðurhluta landsins og helstu landamærastöðvar í landinu. Svo ætli þeir að umkringja Kabúl og sækja að borginni úr öllum áttum. Samkvæmt samkomulagi sem Talibanar gerðu við ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, áttu þeir að eiga í friðarviðræðum við ríkisstjórnina en þeir hafa neitað að taka þátt í þeim. Talibanar segja frið ekki koma til greina fyrr en Ashraf Ghani, forseti, fari frá völdum. Í frétt AP fréttaveitunnar er haft eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að Zalmay Khalilzad, sérstakur erindreki, væri staddur í Katar. Þaðan gera Talibanar út erindreka sína. Khalilzad er þar staddur til að þrýsta á Talibana til að hætta árásum sínum og hefja viðræður við ríkisstjórnina. Hann mun reyna að gera Talibönum ljóst að pólitísk lausn á átökunum sé eina leiðin til að koma á stöðugleika í Afganistan. Hann er einnig sagður ætla að fá nágranna Afganistan til að skuldbinda sig til að viðurkenna mögulega ríkisstjórn Talibana ekki. Þar á meðal eru Pakistanar, sem hafa töluverð áhrif á Talibana. Ríkisstjórn Afganistans hefur krafist þess að Pakistanar loki landamærum ríkjanna og passi að Talibanar flytji ekki vígamenn og vopn á milli ríkjanna. Búist er því ríkisstjórn Afganistans sendi einnig erindreka til Katar á næstunni. Skipar vígamönnum að haga sér Mohammad Yaqoob, yfirmaður herafla Talibana og sonur Mullah Mohammad Omar, fyrrverandi leiðtoga þeirra, sendi frá sér hljóðupptöku í dag þar sem hann skipaði Talibönum að skaða ekki hermenn eða embættismenn á yfirráðasvæðum þeirra. Þeir ættu sömuleiðis ekki að stunda rán og ættu að verja fyrirtæki og halda mörkuðum opnum. Óljóst er hvort að skipununum verði framfylgt. AP segir að frá nýjum yfirráðasvæðum Talibana hafi borist fregnir af því að þeir stýri með harðri hendi, brenni skóla og beini umfangsmiklum takmörkunum gegn konum. Þá eru þeir sagðir hafa myrt fjölda manns sem hafi áður starfað með ríkisstjórninni eða erlendum herjum. Afganistan Hernaður Pakistan Bandaríkin Katar Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Sjá meira
Ríkisstjórn Bandaríkjanna segir þó að nái Talibanar völdum í Afganistan með afli verði ríkisstjórn þeirra seint viðurkennd af alþjóðasamfélaginu. Talibanar voru reknir frá völdum í innrás Bandaríkjanna árið 2001. Það var í kjölfar þess að Talibanar höfðu staðið þétt við bakið á Al-Qaeda, hryðjuverkasamtökunum sem gerðu árás á Tvíburaturnana svokölluðu. Frá því Joe Biden, forseti, tilkynnti í vor að hann myndi kalla alla hermenn Bandaríkjanna heim frá Afganistan hefur Talibönum vaxið ásmegin í landinu. Vígamenn þeirra hafa lagt undir sig stóra hluta landsins. Stjórnarher Afganistans og aðrar sveitir sem styðja ríkisstjórn landsins eiga í hörðum bardögum við Talibana víða um landið. Herinn er undir miklu álagi og hefur þurft að hörfa víða. Talibanar hafa lagt undir sig stóran hluta landsins samhliða því að Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið flytja hermenn sína á brott. Talibanar hafa haft yfirhöndina í dreifðri byggðum Afganistans og hefur stjórnarherinn að mestu haldið sig við það að verja héraðshöfuðborgirnar. Undanfarna daga hafa Talibanar þó lagt undir sig hverja héraðshöfuðborgina á fætur annarri. Á minna en viku hafa Talibanar hertekið minnst sjö af 34 héraðshöfuðborgum Afganistans. Harðir bardagar geisa í minnst þremur öðrum. Fyrsta borgin féll á föstudaginn 6. ágúst. Sjá einnig: Talibanar taka fyrstu borgina án þess að hleypa af skoti Samhliða því að leggja héraðshöfuðborgir undir sig hafa Talibanar opnað fangelsi þeirra héraða en margir fangar í þeim eru Talibarnar. Þegar þetta er skrifað eru fregnir að berast frá Afganistan af því að héraðshöfuðborg Farah í suðurhluta landsins sé í höndum Talibana. Talibanar hafa meðal annars tekið borgina Kunduz en þar hafa meðlimir stjórnarhersins og sveita hliðhollar ríkisstjórn landsins hörfað til flugstöðvar í jaðri borgarinnar. Þeir heita því að berjast til síðasta manns, þó Talibanar sitji um flugstöðina. #Afghanistan Goverment forces inside #Kunduz airport vow to fight despite #Taliban siege-so probably no peaceful hand over- pic.twitter.com/j7kZEHGlfe— C4H10FO2P (@markito0171) August 10, 2021 Reuters segir að árangur Talibana í norðurhluta landsins hafi komið á óvart. Þar hafa stríðsherrar hliðhollir ríkisstjórninni í Kabúl farið með völd og landshlutinn hefur verið einn sá friðsælasti í Afganistan. Talibanar hafa lengi verið hvað öflugastir í suður og austurhluta Afganistans. Þá segir fréttaveitan að Talibanar virðist ætla að hertaka norðurhluta landsins og helstu landamærastöðvar í landinu. Svo ætli þeir að umkringja Kabúl og sækja að borginni úr öllum áttum. Samkvæmt samkomulagi sem Talibanar gerðu við ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, áttu þeir að eiga í friðarviðræðum við ríkisstjórnina en þeir hafa neitað að taka þátt í þeim. Talibanar segja frið ekki koma til greina fyrr en Ashraf Ghani, forseti, fari frá völdum. Í frétt AP fréttaveitunnar er haft eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að Zalmay Khalilzad, sérstakur erindreki, væri staddur í Katar. Þaðan gera Talibanar út erindreka sína. Khalilzad er þar staddur til að þrýsta á Talibana til að hætta árásum sínum og hefja viðræður við ríkisstjórnina. Hann mun reyna að gera Talibönum ljóst að pólitísk lausn á átökunum sé eina leiðin til að koma á stöðugleika í Afganistan. Hann er einnig sagður ætla að fá nágranna Afganistan til að skuldbinda sig til að viðurkenna mögulega ríkisstjórn Talibana ekki. Þar á meðal eru Pakistanar, sem hafa töluverð áhrif á Talibana. Ríkisstjórn Afganistans hefur krafist þess að Pakistanar loki landamærum ríkjanna og passi að Talibanar flytji ekki vígamenn og vopn á milli ríkjanna. Búist er því ríkisstjórn Afganistans sendi einnig erindreka til Katar á næstunni. Skipar vígamönnum að haga sér Mohammad Yaqoob, yfirmaður herafla Talibana og sonur Mullah Mohammad Omar, fyrrverandi leiðtoga þeirra, sendi frá sér hljóðupptöku í dag þar sem hann skipaði Talibönum að skaða ekki hermenn eða embættismenn á yfirráðasvæðum þeirra. Þeir ættu sömuleiðis ekki að stunda rán og ættu að verja fyrirtæki og halda mörkuðum opnum. Óljóst er hvort að skipununum verði framfylgt. AP segir að frá nýjum yfirráðasvæðum Talibana hafi borist fregnir af því að þeir stýri með harðri hendi, brenni skóla og beini umfangsmiklum takmörkunum gegn konum. Þá eru þeir sagðir hafa myrt fjölda manns sem hafi áður starfað með ríkisstjórninni eða erlendum herjum.
Afganistan Hernaður Pakistan Bandaríkin Katar Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Sjá meira