Betur sjá augu en auga Sigurður Páll Jónsson skrifar 11. ágúst 2021 16:01 Íslendingar eru leiðandi á sviði sjálfbærrar nýtingar á sjávarauðlindinni að flestra mati. Með tímanum höfum við lært að umgangast og nýta fiskistofna með það að markmiði að fiskveiðar séu sjálfbærar. Hafrannsóknarstofnun Íslands rannsakar og mælir stærð fiskistofna og í framhaldi leggur til veiðiráðgjöf. Undanfarin ár höfum við farið að langmestu leyti að tillögum Hafró sem er vissulega breyting frá þeim tíma þar sem reglan var að ráðherra bætti við. Það er óumdeilt að Hafrannsóknarstofnun Íslands er ramminn utan um þær rannsóknir sem grundvalla tillögur að stofnstærð fiskistofna. Sitt sýnist hverjum um ráðgjöfina, ekki síst þegar samdráttur er í aflamarki. Á næsta fiskveiðiári er samdráttur í aflaheimildum þorsks 13%. Eðlilega bregst útgerð og fiskvinnsla við og gagnrýnisraddir eru töluverðar. Skoðun margra sem hafa stundað fiskveiðar árum og áratugum saman er að þorskur sé um allan sjó nú um mundir og hafi verið að aukast undanfarin ár. Fyrirsögn pistilsins „betur sjá augu en auga“ er vinsamlega ábending um að Hafrannsóknarstofnun er okkar eina stofnun sem sinnir rannsóknum í hafinu við Ísland og fiskistofnum í lögsögu landsins. Ekki er að efast um færni og hæfni þeirra sem þar starfa og eflaust er þar notast við viðurkenndar aðferðir enda stofnunin virt sem slík erlendis. Á sama tíma er viðurkennt að aðferðafræðin er ekki óskeikul frekar en vísindin. Miklar deilur spretta oft upp um ráðgjöf Hafró og þá ekki síst aðferðafræðina sem lögð er til grundvallar tillögum að aflamarki. Við háskólann á Akureyri er rekin öflug auðlindadeild þar sem meðal annars er kennd sjávarútvegsfræði, líftækni, stjórnun sjávarauðlinda og fleira. Gæti verið skynsamlegt að koma á fót hafrannsóknardeild við HA sem hefði meðal annars það hlutverk að yfirfara tillögur Hafró. Deildinn við háskólann á Akureyri gæti stundað sjálfstæðar rannsóknir eins og efni og ástæður gefa tilefni til, megin hlutverkið væri að sannreyna niðurstöður Hafró. Koma með aðra sýn, tillögur, yfirfara útreikninga, aðferðir o.s. frv. Markmiðin geta verið nokkur, t.d: 1. Auka trú á aðferðir og niðurstöður Hafró. 2. Minnka óþarfa deilur um aðferðir og ráðgjöf. 3. Efla Háskólann á Akureyri. 4. Fjölga þeim sem stunda rannsóknir og vísindi hafsins. Markmið er ekki að grafa undan Hafrannsóknarstofnun en það gæti verið það fyrsta sem væri hrópað upp ! Það væri allavega gott fyrir Hafró að hafa bakstuðning frá svona deild, jafnvel þótt að stundum kæmi þaðan gagnrýni eða tillögur um eitthvað annað en Hafró leggur til. Á endanum verður til enn sterkari Hafrannsóknarstofnun með enn betri gögn, aðferðir og ráðgjöf. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Sigurður Páll Jónsson Alþingiskosningar 2021 Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Íslendingar eru leiðandi á sviði sjálfbærrar nýtingar á sjávarauðlindinni að flestra mati. Með tímanum höfum við lært að umgangast og nýta fiskistofna með það að markmiði að fiskveiðar séu sjálfbærar. Hafrannsóknarstofnun Íslands rannsakar og mælir stærð fiskistofna og í framhaldi leggur til veiðiráðgjöf. Undanfarin ár höfum við farið að langmestu leyti að tillögum Hafró sem er vissulega breyting frá þeim tíma þar sem reglan var að ráðherra bætti við. Það er óumdeilt að Hafrannsóknarstofnun Íslands er ramminn utan um þær rannsóknir sem grundvalla tillögur að stofnstærð fiskistofna. Sitt sýnist hverjum um ráðgjöfina, ekki síst þegar samdráttur er í aflamarki. Á næsta fiskveiðiári er samdráttur í aflaheimildum þorsks 13%. Eðlilega bregst útgerð og fiskvinnsla við og gagnrýnisraddir eru töluverðar. Skoðun margra sem hafa stundað fiskveiðar árum og áratugum saman er að þorskur sé um allan sjó nú um mundir og hafi verið að aukast undanfarin ár. Fyrirsögn pistilsins „betur sjá augu en auga“ er vinsamlega ábending um að Hafrannsóknarstofnun er okkar eina stofnun sem sinnir rannsóknum í hafinu við Ísland og fiskistofnum í lögsögu landsins. Ekki er að efast um færni og hæfni þeirra sem þar starfa og eflaust er þar notast við viðurkenndar aðferðir enda stofnunin virt sem slík erlendis. Á sama tíma er viðurkennt að aðferðafræðin er ekki óskeikul frekar en vísindin. Miklar deilur spretta oft upp um ráðgjöf Hafró og þá ekki síst aðferðafræðina sem lögð er til grundvallar tillögum að aflamarki. Við háskólann á Akureyri er rekin öflug auðlindadeild þar sem meðal annars er kennd sjávarútvegsfræði, líftækni, stjórnun sjávarauðlinda og fleira. Gæti verið skynsamlegt að koma á fót hafrannsóknardeild við HA sem hefði meðal annars það hlutverk að yfirfara tillögur Hafró. Deildinn við háskólann á Akureyri gæti stundað sjálfstæðar rannsóknir eins og efni og ástæður gefa tilefni til, megin hlutverkið væri að sannreyna niðurstöður Hafró. Koma með aðra sýn, tillögur, yfirfara útreikninga, aðferðir o.s. frv. Markmiðin geta verið nokkur, t.d: 1. Auka trú á aðferðir og niðurstöður Hafró. 2. Minnka óþarfa deilur um aðferðir og ráðgjöf. 3. Efla Háskólann á Akureyri. 4. Fjölga þeim sem stunda rannsóknir og vísindi hafsins. Markmið er ekki að grafa undan Hafrannsóknarstofnun en það gæti verið það fyrsta sem væri hrópað upp ! Það væri allavega gott fyrir Hafró að hafa bakstuðning frá svona deild, jafnvel þótt að stundum kæmi þaðan gagnrýni eða tillögur um eitthvað annað en Hafró leggur til. Á endanum verður til enn sterkari Hafrannsóknarstofnun með enn betri gögn, aðferðir og ráðgjöf. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar