Júlí hlýjasti mánuður á jörðinni frá upphafi mælinga Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2021 15:55 Fólk beitir ýmsum brögðum til að glíma við sumarhitann í Róm þessa dagana. Í Evrópu var síðasti mánuður annar hlýjasti júlímánuður frá upphafi mælinga. Vísir/EPA Meðalhiti jarðar í júlí var sá hæsti sem mælst hefur á jörðinni frá upphafi veðurathugana fyrir hátt í einni og hálfri öld. Norðurhvelið var meira en 1,5°C hlýrra en meðaltal 20. aldarinnar. Samkvæmt nýjum tölu Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA) var meðalhitinn yfir landi og hafi á jörðinni 0,93°C hærri en meðaltal 20. aldarinnar sem var 15,8°C. Þar með varð júlí hlýjasti mánuðurinn í 142 ára mælingarsögu, að því er segir í tilkynningu á vef NOAA. Meðalhitinn yfir landi á norðurhveli í júlí sló met sem var sett árið 2012 og var 1,54°C yfir meðaltali 20. aldarinnar. Í Asíu var júlí einnig sé hlýjasti frá upphafi mælinga og sló met sem var sett árið 2010. Í Evrópu var síðasti mánuður annar hlýjasti júlímánuðurinn þar, aðeins júlí 2018 var hlýrri. Í Norður- og Suður-Ameríku, Afríku og Eyjaálfu var júlí í hópi tíu heitustu júlímánaða þar. Nú er nær öruggt að 2021 verði á meðal tíu hlýjustu ára frá upphafi mælinga. Hafísútbreiðsla á norðurskautinu í júlí var sú fjórða minnsta í júlí mánuði frá því að gervihnattamælingar hófust fyrir 43 árum. Hún hefur aðeins mælst minni árin 2012, 2019 og 2020. Í Suður-Íshafinu, þar sem nú er vetur, var útbreiðsla hafíssins yfir meðaltali og hefur hún ekki verið meiri frá árinu 2015. Útbreiðslan þar var sú áttunda mesta frá því að mælingar hófust. JUST IN: It s official. #July was Earth s hottest month on record. https://t.co/xKGLizOml4 via @NOAANCEIclimate #StateOfClimate #July2021 (Tweet 1 of 5) pic.twitter.com/Qqbu6CLqVt— NOAA (@NOAA) August 13, 2021 Fyrr í þessari viku birti milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) nýja úttektarskýrslu á stöðu loftslags jarðar þar sem kom meðal annars fram að markmið Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun innan 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu brysti líklega strax á næsta áratug. Aukin vissa er nú fyrir því að aukin hlýnun jarðar hafi í för með sér vaxandi veðuröfgar, þar á meðal aftakaúrkomu og öflugri hitabylgjur og þurrka. Loftslagsmál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Samkvæmt nýjum tölu Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA) var meðalhitinn yfir landi og hafi á jörðinni 0,93°C hærri en meðaltal 20. aldarinnar sem var 15,8°C. Þar með varð júlí hlýjasti mánuðurinn í 142 ára mælingarsögu, að því er segir í tilkynningu á vef NOAA. Meðalhitinn yfir landi á norðurhveli í júlí sló met sem var sett árið 2012 og var 1,54°C yfir meðaltali 20. aldarinnar. Í Asíu var júlí einnig sé hlýjasti frá upphafi mælinga og sló met sem var sett árið 2010. Í Evrópu var síðasti mánuður annar hlýjasti júlímánuðurinn þar, aðeins júlí 2018 var hlýrri. Í Norður- og Suður-Ameríku, Afríku og Eyjaálfu var júlí í hópi tíu heitustu júlímánaða þar. Nú er nær öruggt að 2021 verði á meðal tíu hlýjustu ára frá upphafi mælinga. Hafísútbreiðsla á norðurskautinu í júlí var sú fjórða minnsta í júlí mánuði frá því að gervihnattamælingar hófust fyrir 43 árum. Hún hefur aðeins mælst minni árin 2012, 2019 og 2020. Í Suður-Íshafinu, þar sem nú er vetur, var útbreiðsla hafíssins yfir meðaltali og hefur hún ekki verið meiri frá árinu 2015. Útbreiðslan þar var sú áttunda mesta frá því að mælingar hófust. JUST IN: It s official. #July was Earth s hottest month on record. https://t.co/xKGLizOml4 via @NOAANCEIclimate #StateOfClimate #July2021 (Tweet 1 of 5) pic.twitter.com/Qqbu6CLqVt— NOAA (@NOAA) August 13, 2021 Fyrr í þessari viku birti milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) nýja úttektarskýrslu á stöðu loftslags jarðar þar sem kom meðal annars fram að markmið Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun innan 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu brysti líklega strax á næsta áratug. Aukin vissa er nú fyrir því að aukin hlýnun jarðar hafi í för með sér vaxandi veðuröfgar, þar á meðal aftakaúrkomu og öflugri hitabylgjur og þurrka.
Loftslagsmál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira