Nálgast Kabúl óðfluga Birgir Olgeirsson skrifar 14. ágúst 2021 14:03 Meðlimir Talíbana standa vörð í borginni Kunduz í norður Afganistan. Vísir/AP Alþjóðasamfélagið er uggandi vegna stórsóknar Talíbana í Afganistan. Þeir hafa umkringt höfuðborgina en þjóðir heimsins reyna hvað þær geta að koma fólki í burtu. Talíbanar stjórna nú stærstum hluta norður Afganistan og flestum stærstum borgunum þar. Forseti Afganistan, Ashraf Ghani, sagði í morgun að hann ætlaði sér ekki að láta þessi átök kosta fleiri Afgani lífið. Hann gaf þó ekkert uppi um hvernig hann ætlaði að fara að því þegar hann ávarpaði þjóðina í morgun. Hann lét þó fylgja að viðræður stæðu yfir með það að markmiði að binda endi á átökin. Búist var við að hann myndi láta af embætti en svo fór ekki. Hann hrósaði hins vegar hugrekki öryggissveita landsins. Þúsundir hermanna afganska hersins hafa hins vegar lagst flatir fyrir Talíbönunum og afhent þeim vopn sín. Háttsettir menn innan hersins eru sagðir hafa samið um uppgjöf við Talíbani gegn vernd. Talíbanar nálgast nú höfuðborgina sjálfa Kabúl. Hörð átök eru í borginni Maidan Shar sem er um fjörutíu kílómetra í burtu frá Kabúl. Það samsvarar gróflega vegalengdinni á milli Reykjavíkur og Hveragerðis. Fréttaveita AP greinir frá því að hersveitir Talíbana séu nú í Char Asyab-héraði, 11 kílómetrum frá Kabúl. Bandarískir hermenn í Kabúl eru sagðir hafa getu til að flytja þúsundir frá borginni á hverjum degi. Evrópsk lönd vinna nú hörðum höndum að því að koma borgurum sínum úr landinu. Kanadísk yfirvöld hafa boðað að þau muni taka við 20 þúsund flóttamönnum frá Afganistan. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að ástandið í landinu sé orðið stjórnlaust sem muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir afgönsku þjóðina. Atlantshafsbandalagið Nató boðaði til neyðarfundar í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði í kjölfarið að yfirráð Talíbana yrðu aldrei viðurkennd af alþjóðasamfélaginu. Afganistan Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Talíbanar stjórna nú stærstum hluta norður Afganistan og flestum stærstum borgunum þar. Forseti Afganistan, Ashraf Ghani, sagði í morgun að hann ætlaði sér ekki að láta þessi átök kosta fleiri Afgani lífið. Hann gaf þó ekkert uppi um hvernig hann ætlaði að fara að því þegar hann ávarpaði þjóðina í morgun. Hann lét þó fylgja að viðræður stæðu yfir með það að markmiði að binda endi á átökin. Búist var við að hann myndi láta af embætti en svo fór ekki. Hann hrósaði hins vegar hugrekki öryggissveita landsins. Þúsundir hermanna afganska hersins hafa hins vegar lagst flatir fyrir Talíbönunum og afhent þeim vopn sín. Háttsettir menn innan hersins eru sagðir hafa samið um uppgjöf við Talíbani gegn vernd. Talíbanar nálgast nú höfuðborgina sjálfa Kabúl. Hörð átök eru í borginni Maidan Shar sem er um fjörutíu kílómetra í burtu frá Kabúl. Það samsvarar gróflega vegalengdinni á milli Reykjavíkur og Hveragerðis. Fréttaveita AP greinir frá því að hersveitir Talíbana séu nú í Char Asyab-héraði, 11 kílómetrum frá Kabúl. Bandarískir hermenn í Kabúl eru sagðir hafa getu til að flytja þúsundir frá borginni á hverjum degi. Evrópsk lönd vinna nú hörðum höndum að því að koma borgurum sínum úr landinu. Kanadísk yfirvöld hafa boðað að þau muni taka við 20 þúsund flóttamönnum frá Afganistan. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að ástandið í landinu sé orðið stjórnlaust sem muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir afgönsku þjóðina. Atlantshafsbandalagið Nató boðaði til neyðarfundar í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði í kjölfarið að yfirráð Talíbana yrðu aldrei viðurkennd af alþjóðasamfélaginu.
Afganistan Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira