Ringulreið og skert réttindi nú þegar Talibanar hafa tekið völdin Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. ágúst 2021 17:01 Stjórnarher Afganistans gekk ekkert að halda aftur af leiftursókn Talibana. EPA/JALIL REZAYEE Mikil ringulreið hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl eftir að Talibanar tóku völdin í Afganistan í gær. Öryggis- og varnarmálafræðingur segir borgarbúa hrædda og halda sig heima. Talibanar hafa átt í átökum við stjórnvöld í tuttugu ár en frá því herlið NATO og Bandaríkjanna var kallað heim fyrr á árinu hefur sókn þeirra verið afar hröð. Brynja Huld Óskarsdóttir, öryggis- og varnarmálafræðingur sem starfaði fyrir NATO í Afganistan, segir að mögulega hafi afganski herinn og ríkisstjórnin ekki verið í stakk búin til að missa þennan stuðning. „Það eru fjórir dagar síðan bandaríska leyniþjónustan sagði í það minnsta 30 daga þar til Talibanar myndu umkringja Kabúl og það tæki þá 90 daga að ná tökum á borginni. Eins og við höfum öll séð, sem höfum fylgst með fréttum undanfarna daga, þá tók þetta innan við 10 daga. Það eru bara 10 dagar frá því þeir tóku fyrstu héraðshöfuðborgina,“ segir Brynja. Brynja Huld Óskarsdóttir minnir á að það hafi aðeins tekið Talibana tíu daga frá því þeir náðu valdi á fyrstu héraðshöfuðborginni og þar til þeir náðu valdi í landinu öllu. Nú þurfi landsmenn að fylgja reglum og túlkun Talibana á kóraninum, sem sé sú öfgafyllsta í heimi. Þetta þýði til dæmis afar skert réttindi kvenna. Brynja segir ringulreið nú ríkja í landinu. Ófremdarástand á flugvellinum „Staðan í Kabúl í dag er sú að það er örtröð á Hamid Kharzai-flugvellinum. Það var búið að setja upp loftbrú í gær til að koma starfsfólki vestrænna sendiráða úr landi og til stóð að flytja líka Afgani sem hafa verið að vinna fyrir vestrænt herlið eða sendiráð. Sú loftbrú féll niður í nótt. Það eru einhver herflug að koma og fara eftir að lokað var fyrir almenn flug í gær. En það sem af er degi er meira að segja óöruggt fyrir herflugin að koma og fara því það er svo mikil ringulreið á flugvellinum í Afganistan.“ Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hélt neyðarfund vegna stöðunnar í dag og breska þingið hefur verið kallað saman svo fátt eitt sé nefnt. En ef til vill eru þessi viðbrögð alþjóðasamfélagsins of sein, segir Brynja. Ólíklegt sé að vesturlönd ákveði að fara aftur inn með herlið í landið til að berjast við Talibana. Kabul Airport runway today. No words needed. pic.twitter.com/8SfzEOprUZ— Shiv Aroor (@ShivAroor) August 16, 2021 Afganistan NATO Tengdar fréttir Vitað um einn Íslending enn í Afganistan Utanríkisráðuneytið þekkir til eins Íslendings sem sé enn staddur í Afganistan. Vonir séu bundnar við að hann komist fljótlega út landi. 16. ágúst 2021 12:41 Harmleikurinn í Afganistan og ábyrgð okkar Eftir tuttugu ára hersetu Bandaríkjanna og Nató er Afganistan aftur komið undir stjórn Talibana. Stjórnarherinn sem naut þjálfunar og hergagna frá Bandaríkjunum var þrjá daga að tapa stríðinu og forsetinn hefur flúið land. 16. ágúst 2021 12:01 Boða til neyðarfundar vegna ástandsins í Afganistan Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna hittast á neyðarfundi á morgun til þess að ræða fall Afganistans í hendur talibana. Vestræn ríki reyna nú að forða borgurum sínum frá landinu í dauðans ofboði en breski varnarmálaráðherrann viðurkennir að ekki allir muni komast burt. 16. ágúst 2021 11:34 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Talibanar hafa átt í átökum við stjórnvöld í tuttugu ár en frá því herlið NATO og Bandaríkjanna var kallað heim fyrr á árinu hefur sókn þeirra verið afar hröð. Brynja Huld Óskarsdóttir, öryggis- og varnarmálafræðingur sem starfaði fyrir NATO í Afganistan, segir að mögulega hafi afganski herinn og ríkisstjórnin ekki verið í stakk búin til að missa þennan stuðning. „Það eru fjórir dagar síðan bandaríska leyniþjónustan sagði í það minnsta 30 daga þar til Talibanar myndu umkringja Kabúl og það tæki þá 90 daga að ná tökum á borginni. Eins og við höfum öll séð, sem höfum fylgst með fréttum undanfarna daga, þá tók þetta innan við 10 daga. Það eru bara 10 dagar frá því þeir tóku fyrstu héraðshöfuðborgina,“ segir Brynja. Brynja Huld Óskarsdóttir minnir á að það hafi aðeins tekið Talibana tíu daga frá því þeir náðu valdi á fyrstu héraðshöfuðborginni og þar til þeir náðu valdi í landinu öllu. Nú þurfi landsmenn að fylgja reglum og túlkun Talibana á kóraninum, sem sé sú öfgafyllsta í heimi. Þetta þýði til dæmis afar skert réttindi kvenna. Brynja segir ringulreið nú ríkja í landinu. Ófremdarástand á flugvellinum „Staðan í Kabúl í dag er sú að það er örtröð á Hamid Kharzai-flugvellinum. Það var búið að setja upp loftbrú í gær til að koma starfsfólki vestrænna sendiráða úr landi og til stóð að flytja líka Afgani sem hafa verið að vinna fyrir vestrænt herlið eða sendiráð. Sú loftbrú féll niður í nótt. Það eru einhver herflug að koma og fara eftir að lokað var fyrir almenn flug í gær. En það sem af er degi er meira að segja óöruggt fyrir herflugin að koma og fara því það er svo mikil ringulreið á flugvellinum í Afganistan.“ Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hélt neyðarfund vegna stöðunnar í dag og breska þingið hefur verið kallað saman svo fátt eitt sé nefnt. En ef til vill eru þessi viðbrögð alþjóðasamfélagsins of sein, segir Brynja. Ólíklegt sé að vesturlönd ákveði að fara aftur inn með herlið í landið til að berjast við Talibana. Kabul Airport runway today. No words needed. pic.twitter.com/8SfzEOprUZ— Shiv Aroor (@ShivAroor) August 16, 2021
Afganistan NATO Tengdar fréttir Vitað um einn Íslending enn í Afganistan Utanríkisráðuneytið þekkir til eins Íslendings sem sé enn staddur í Afganistan. Vonir séu bundnar við að hann komist fljótlega út landi. 16. ágúst 2021 12:41 Harmleikurinn í Afganistan og ábyrgð okkar Eftir tuttugu ára hersetu Bandaríkjanna og Nató er Afganistan aftur komið undir stjórn Talibana. Stjórnarherinn sem naut þjálfunar og hergagna frá Bandaríkjunum var þrjá daga að tapa stríðinu og forsetinn hefur flúið land. 16. ágúst 2021 12:01 Boða til neyðarfundar vegna ástandsins í Afganistan Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna hittast á neyðarfundi á morgun til þess að ræða fall Afganistans í hendur talibana. Vestræn ríki reyna nú að forða borgurum sínum frá landinu í dauðans ofboði en breski varnarmálaráðherrann viðurkennir að ekki allir muni komast burt. 16. ágúst 2021 11:34 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Vitað um einn Íslending enn í Afganistan Utanríkisráðuneytið þekkir til eins Íslendings sem sé enn staddur í Afganistan. Vonir séu bundnar við að hann komist fljótlega út landi. 16. ágúst 2021 12:41
Harmleikurinn í Afganistan og ábyrgð okkar Eftir tuttugu ára hersetu Bandaríkjanna og Nató er Afganistan aftur komið undir stjórn Talibana. Stjórnarherinn sem naut þjálfunar og hergagna frá Bandaríkjunum var þrjá daga að tapa stríðinu og forsetinn hefur flúið land. 16. ágúst 2021 12:01
Boða til neyðarfundar vegna ástandsins í Afganistan Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna hittast á neyðarfundi á morgun til þess að ræða fall Afganistans í hendur talibana. Vestræn ríki reyna nú að forða borgurum sínum frá landinu í dauðans ofboði en breski varnarmálaráðherrann viðurkennir að ekki allir muni komast burt. 16. ágúst 2021 11:34