WHO varar við falsbóluefnum og kallar eftir að þau verði tekin úr umferð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. ágúst 2021 08:48 Heilbrigðisstarfsmaður bólusetur hér annan heilbrigðisstarfsmann með bóluefni Covishield í Indlandi. Sanjeev Verma/Hindustan Times via Getty Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segist hafa orðið þess áskynja að falsbóluefni við kórónuveirunni væru í umferð í Indlandi og Afríku. Þeir skammtar sem vitað er af hafa verið teknir úr umferð. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að yfirvöld í Indlandi og nokkrum Afríkulöndum hafi í þessum og síðasta mánuði gert upptæka skammta af bóluefni sem sagt var vera bóluefnið Covishield, sem er mest notaða bóluefnið í Indlandi. Framleiðandi bóluefnisins hefur þá staðfest að efnið sem var gert upptækt sé ekki hið raunverulega bóluefni. WHO hefur sagt að falsbóluefni, það er að segja efni sem markaðssett eru sem samþykkt bóluefni frá raunverulegum lyfjafyrirtækjum en eru það ekki, væru ógn við lýðheilsu á heimsvísu og kallað eftir því að þau verði tekin úr umferð. Heilbrigðisyfirvöld í Indlandi eru þá sögð rannsaka málið. „Við eigum sterkt kerfi sem ætlað er að koma í veg fyrir mál eins og þetta, en eftir að þetta mál kom upp viljum við aðeins tryggja að enginn Indverji hafi fengið falsbóluefni,“ er haft eftir ónafngreindum embættismanni innan indverska heilbrigðiskerfisins. Indversk stjórnvöld stefna að því að bólusetja alla íbúa landsins fyrir lok ársins 2021, en yfir 486 milljónir skammta af bóluefni Covishield hafa þegar verið gefnir í landinu. Hátt í 1,4 milljarðar manna búa í landinu, sem hefur orðið afar illa úti í kórónuveirufaraldrinum. Yfir 32 milljónir manna hafa fengið Covid-19 í landinu, svo vitað sé, og um 432 þúsund manns látið lífið af völdum sjúkdómsins. Sérfræðingar telja þó að tölur yfir smitaða og látna séu stórlega vanáætlaðar. Indland Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að yfirvöld í Indlandi og nokkrum Afríkulöndum hafi í þessum og síðasta mánuði gert upptæka skammta af bóluefni sem sagt var vera bóluefnið Covishield, sem er mest notaða bóluefnið í Indlandi. Framleiðandi bóluefnisins hefur þá staðfest að efnið sem var gert upptækt sé ekki hið raunverulega bóluefni. WHO hefur sagt að falsbóluefni, það er að segja efni sem markaðssett eru sem samþykkt bóluefni frá raunverulegum lyfjafyrirtækjum en eru það ekki, væru ógn við lýðheilsu á heimsvísu og kallað eftir því að þau verði tekin úr umferð. Heilbrigðisyfirvöld í Indlandi eru þá sögð rannsaka málið. „Við eigum sterkt kerfi sem ætlað er að koma í veg fyrir mál eins og þetta, en eftir að þetta mál kom upp viljum við aðeins tryggja að enginn Indverji hafi fengið falsbóluefni,“ er haft eftir ónafngreindum embættismanni innan indverska heilbrigðiskerfisins. Indversk stjórnvöld stefna að því að bólusetja alla íbúa landsins fyrir lok ársins 2021, en yfir 486 milljónir skammta af bóluefni Covishield hafa þegar verið gefnir í landinu. Hátt í 1,4 milljarðar manna búa í landinu, sem hefur orðið afar illa úti í kórónuveirufaraldrinum. Yfir 32 milljónir manna hafa fengið Covid-19 í landinu, svo vitað sé, og um 432 þúsund manns látið lífið af völdum sjúkdómsins. Sérfræðingar telja þó að tölur yfir smitaða og látna séu stórlega vanáætlaðar.
Indland Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Sjá meira