Alvöru McKinsey II Halldór Auðar Svansson skrifar 19. ágúst 2021 13:31 Í fyrri pistli fór ég stuttlega yfir hvað segir í raun og veru í nýlegri skýrslu McKinsey um heilbrigðiskerfið. Þar tel ég mig eiginlega hafa verið að koma sitjandi ríkisstjórn til varnar gagnvart innri gagnrýni fjármálaráðherra sem heldur því fram að þeirra eigin fjárfestingar í kerfinu hafi ekki verið að nýtast sem skyldi. Í ljósi frétta sem hafa borist af því að Landspítalinn stendur nú í því leysa mönnunarvanda með því að semja við einkaaðila um að fá lánað starfsfólk frá þeim, og við starfsmannaleigur um að ráða inn erlent starfsfólk, er hins vegar strax kominn tími til að taka næsta vinkil á McKinsey. Hann er þessi, með beinni tilvitnun í skýrsluna: „Um 40% sérfræðilækna á Landspítala eru í hlutastarfi og um 15% þeirra í minna en 50% starfshlutfalli. Þessi staðreynd, þ.e. að læknar skipti tíma sínum á milli einkaþjónustu og opinberrar þjónustu, er líkleg til að draga úr skilvirkni og stöðugleika á opinberu sjúkrahúsunum.“ Þegar skoðuð er eldri skýrsla McKinsey frá 2016, sem gerð var þegar vorum í stöðu til að byrja að byggja upp eftir samdrátt í kjölfar bankahrunsins, þá kemur þetta líka fram og enn skýrar. Í samantekt á 3. kafla (Vinnuafl og mönnun) segir: „Hlutfall klínísks starfsfólks á Landspítalanum er lágt. Í þeim hópi eru læknar hlutfallslega fáir. Læknahópurinn er ungur og margir af eldri læknunum vinna einungis hlutastörf. Þetta veldur minni getu til að taka klínískar ákvarðanir byggðar á mikilli reynslu. Til að auka þessa getu þarf að breyta samsetningu starfsmannahópsins með það að lykilmarkmiði að auka daglega viðveru reyndra sérfræðilækna. Þetta myndi stuðla að því að biðlistar styttust sem og meðallengd innlagna á spítalanum.“ Hér gefst lítið svigrúm til að koma ríkisstjórninni til varnar, þar sem ekki verður annað ráðið af þessum tveimur skýrslum en að vandamál sem búið var að benda á fyrir mörgum árum hafi enn ekki verið leyst. Þvert á móti þá virðist sem að stefna stjórnarinnar (eða kannski skortur á stefnu?) sé að valda því að Landspítalinn neyðist til að fara í aðgerðir sem valda enn frekari óskilvirkni. Að geta stofnunarinnar til að sækja fram með því að laða að fleira sérhæft starfsfólk í fullt starf sé það veikluð, jafnvel í miðri kreppu þar sem svigrúm ætti að gefast til að t.d. lokka til baka sérmenntað starfsfólk sem hafði hrökklast til annarra starfa, að hún eigi enga aðra kosti en að fara í tímabundnar reddingar. Furðulegt nokk þá virðast Sjálfstæðismenn fagna þessu, að grunnheilbrigðisþjónustu sé útvistað til einkaaðila (en hún auðvitað greidd úr ríkissjóði samt sem áður), og halda þau því fram án raka að það sé skilvirkt fyrirkomulag. Enn og aftur þá er veruleikinn hins vegar sá að alvöru McKinsey segir annað. Í raun finnst mér nánast ótrúlegt að það þurfi að standa í því í miðjum heimsfaraldri, alvarlegustu heilsufarsvá sem við höfum þurft að takast á við á síðari árum, að ræða það hvort það sé þess virði að fjárfesta frekar í heilbrigðiskerfi sem öll tilhlítandi gögn sýna fram á að er enn undirfjármagnað í alþjóðlegum samanburði – og að skýrar ábendingar í skýrslum sem ríkisstjórnin lætur sjálf gera séu bara hundsaðar eða afbakaðar. Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum í haust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Í fyrri pistli fór ég stuttlega yfir hvað segir í raun og veru í nýlegri skýrslu McKinsey um heilbrigðiskerfið. Þar tel ég mig eiginlega hafa verið að koma sitjandi ríkisstjórn til varnar gagnvart innri gagnrýni fjármálaráðherra sem heldur því fram að þeirra eigin fjárfestingar í kerfinu hafi ekki verið að nýtast sem skyldi. Í ljósi frétta sem hafa borist af því að Landspítalinn stendur nú í því leysa mönnunarvanda með því að semja við einkaaðila um að fá lánað starfsfólk frá þeim, og við starfsmannaleigur um að ráða inn erlent starfsfólk, er hins vegar strax kominn tími til að taka næsta vinkil á McKinsey. Hann er þessi, með beinni tilvitnun í skýrsluna: „Um 40% sérfræðilækna á Landspítala eru í hlutastarfi og um 15% þeirra í minna en 50% starfshlutfalli. Þessi staðreynd, þ.e. að læknar skipti tíma sínum á milli einkaþjónustu og opinberrar þjónustu, er líkleg til að draga úr skilvirkni og stöðugleika á opinberu sjúkrahúsunum.“ Þegar skoðuð er eldri skýrsla McKinsey frá 2016, sem gerð var þegar vorum í stöðu til að byrja að byggja upp eftir samdrátt í kjölfar bankahrunsins, þá kemur þetta líka fram og enn skýrar. Í samantekt á 3. kafla (Vinnuafl og mönnun) segir: „Hlutfall klínísks starfsfólks á Landspítalanum er lágt. Í þeim hópi eru læknar hlutfallslega fáir. Læknahópurinn er ungur og margir af eldri læknunum vinna einungis hlutastörf. Þetta veldur minni getu til að taka klínískar ákvarðanir byggðar á mikilli reynslu. Til að auka þessa getu þarf að breyta samsetningu starfsmannahópsins með það að lykilmarkmiði að auka daglega viðveru reyndra sérfræðilækna. Þetta myndi stuðla að því að biðlistar styttust sem og meðallengd innlagna á spítalanum.“ Hér gefst lítið svigrúm til að koma ríkisstjórninni til varnar, þar sem ekki verður annað ráðið af þessum tveimur skýrslum en að vandamál sem búið var að benda á fyrir mörgum árum hafi enn ekki verið leyst. Þvert á móti þá virðist sem að stefna stjórnarinnar (eða kannski skortur á stefnu?) sé að valda því að Landspítalinn neyðist til að fara í aðgerðir sem valda enn frekari óskilvirkni. Að geta stofnunarinnar til að sækja fram með því að laða að fleira sérhæft starfsfólk í fullt starf sé það veikluð, jafnvel í miðri kreppu þar sem svigrúm ætti að gefast til að t.d. lokka til baka sérmenntað starfsfólk sem hafði hrökklast til annarra starfa, að hún eigi enga aðra kosti en að fara í tímabundnar reddingar. Furðulegt nokk þá virðast Sjálfstæðismenn fagna þessu, að grunnheilbrigðisþjónustu sé útvistað til einkaaðila (en hún auðvitað greidd úr ríkissjóði samt sem áður), og halda þau því fram án raka að það sé skilvirkt fyrirkomulag. Enn og aftur þá er veruleikinn hins vegar sá að alvöru McKinsey segir annað. Í raun finnst mér nánast ótrúlegt að það þurfi að standa í því í miðjum heimsfaraldri, alvarlegustu heilsufarsvá sem við höfum þurft að takast á við á síðari árum, að ræða það hvort það sé þess virði að fjárfesta frekar í heilbrigðiskerfi sem öll tilhlítandi gögn sýna fram á að er enn undirfjármagnað í alþjóðlegum samanburði – og að skýrar ábendingar í skýrslum sem ríkisstjórnin lætur sjálf gera séu bara hundsaðar eða afbakaðar. Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum í haust.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun