Frá þessu greinir miðillinn The Sun og vísar þar í heimildarmann sinn, sem er sagður háttsettur innan hallarinnar. Drottningin vill að höllin höfði meiðyrðamál gegn Harry og Meghan.
„Stemmningin sem maður fær frá þeim hæst settu í fjölskyldunni er að nú sé mælirinn fullur,“ hefur The Sun eftir heimildarmanninum.
„Það eru takmörk fyrir því hve mikið drottningin lætur yfir sig ganga.“
Lögmenn konungsfjölskyldunnar hafi gert hertogahjónunum ljóst að frekari árásir á fjölskylduna verði ekki liðnar.

Kornið sem fyllti mæli drottningar er eflaust tilkynning Harrys um að hann væri nú að skrifa endurminningar sínar þar sem allt yrði látið flakka. Hún á að koma út á næsta ári.
Konungsfjölskyldan hefur sent útgefandanum viðvörun um að hún muni fara í málaferli við hann ef bókin kemur út.