Rannsaka risastórt hópsmit á tónlistarhátíð á Englandi Árni Sæberg skrifar 24. ágúst 2021 10:34 Hátíðargestir skemmtu sér konunglega í miklu návígi hver við annan. Jonny Weeks/Getty Heilbrigðisyfirvöld í Englandi hafa hafið opinbera rannsókn eftir að 4.700 manns sem sóttu tónlistar- og brimbrettahátíðina Boardmasters sem haldin var í Cornwall á dögunum greindust smitaðir af kórónuveirunni. Í frétt Sky um málið segir að um 76 þúsund manns hafi sótt hátíðina og smituðust því rúmlega sex prósent hátíðargesta. Til samanburðar má nefna að svipað smithlutfall á 20 þúsund manna Þjóðhátíð myndi skila sér í tólf hundruð smituðum. Hátíðarhaldarar segjast hafa fylgt öllum sóttvarnarreglum sem í gildi eru á Englandi. Mikil mannmergð var á hátíðinni, ekki síst þegar Gorillaz stigu á svið með Damon Albarn í broddi fylkingar.Jonny Weeks/Getty Öllum gestum hátíðarinnar, ellefu ára og eldri, var gert að sýna fram á einn þriggja valmöguleika: Bólusetningarvottorð, sem sýnir að seinni skammtur hafi verið gefinn minnst tveimur vikum fyrir hátíð, neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi sem er ekki meira en sólarhringsgamalt eða jákvæða niðurstöðu um fyrri sýkingu úr PCR-prófi. Þeir gestir sem gistu á tjaldsvæði hátíðarsvæðisins þurftu einnig að undirgangast hraðpróf þegar hátíðin var hálfnuð. Gestir voru beðnir um að koma með sín eigin hraðpróf. Engin grímuskylda var á hátíðinni en gestir voru hvattir til grímunotkunar. Fáir virðast hafa hlustað á hvatningu um grímunotkun.Jonny Weeks/Getty Louis Gardner, bæjarstjóri Newquay þar sem hátíðin fór meðal annars fram, segir orsök fjölda smitaðra í Corwall orsakast af metfjölda ferðamanna í sýslunni og skort á sóttvörnum. „Gististaðirnir okkar eru fullir, samkomustaðir eru fullir, það eru engar fjarlægðartakmarkanir í gildi. Ég held að þetta hafi allt samverkandi áhrif,“ segir Gardner. Sóttvarnalæknir hefur varað við tilslökunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við fréttastofu á dögunum að honum litist ekki á blikuna vegna afléttinga sóttvarnaraðgerða á Bretlandseyjum. Þórólfur reyndist sannspár um ástandið á Englandi.Vísir/Vilhelm „Ég held að þetta sé mjög óvarlegt hjá Bretum að gera þetta svona. Þeir gætu átt eftir að fá þetta í bakið á næstunni. Það er mögulegt,“ segir Þórólfur. Nú nokkrum dögum seinna virðist Þórólfur hafa haft rétt fyrir sér. Þórólfur sagði jafnframt í viðtali í gær að hann teldi ekki rétt að fara sömu leið og nágrannaþjóðir okkar. Hann segir áhættu tekna með afléttingu fjöldatakmarkanna. „Ég bendi á það, til dæmis, úrslitaleikurinn á Wembley, Íslendingar sem komu þaðan voru smitaðir og eiga stóran þátt í þessari bylgju sem við erum núna að ganga í gegnum,“ segir Þórólfur. Hann segir betra að við nýtum okkur okkar eigin reynslu í baráttunni við faraldurinn. England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví Sóttvarnalæknir vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví. Hann telur mjög mikilvægt að halda skólunum opnum í haust en einnig að hægt verði að lágmarka hversu marga þurfi að setja í sóttkví. Nýtt afbrigði veirunnar gæti þó gert þetta erfitt. 18. ágúst 2021 11:53 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Sjá meira
Í frétt Sky um málið segir að um 76 þúsund manns hafi sótt hátíðina og smituðust því rúmlega sex prósent hátíðargesta. Til samanburðar má nefna að svipað smithlutfall á 20 þúsund manna Þjóðhátíð myndi skila sér í tólf hundruð smituðum. Hátíðarhaldarar segjast hafa fylgt öllum sóttvarnarreglum sem í gildi eru á Englandi. Mikil mannmergð var á hátíðinni, ekki síst þegar Gorillaz stigu á svið með Damon Albarn í broddi fylkingar.Jonny Weeks/Getty Öllum gestum hátíðarinnar, ellefu ára og eldri, var gert að sýna fram á einn þriggja valmöguleika: Bólusetningarvottorð, sem sýnir að seinni skammtur hafi verið gefinn minnst tveimur vikum fyrir hátíð, neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi sem er ekki meira en sólarhringsgamalt eða jákvæða niðurstöðu um fyrri sýkingu úr PCR-prófi. Þeir gestir sem gistu á tjaldsvæði hátíðarsvæðisins þurftu einnig að undirgangast hraðpróf þegar hátíðin var hálfnuð. Gestir voru beðnir um að koma með sín eigin hraðpróf. Engin grímuskylda var á hátíðinni en gestir voru hvattir til grímunotkunar. Fáir virðast hafa hlustað á hvatningu um grímunotkun.Jonny Weeks/Getty Louis Gardner, bæjarstjóri Newquay þar sem hátíðin fór meðal annars fram, segir orsök fjölda smitaðra í Corwall orsakast af metfjölda ferðamanna í sýslunni og skort á sóttvörnum. „Gististaðirnir okkar eru fullir, samkomustaðir eru fullir, það eru engar fjarlægðartakmarkanir í gildi. Ég held að þetta hafi allt samverkandi áhrif,“ segir Gardner. Sóttvarnalæknir hefur varað við tilslökunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við fréttastofu á dögunum að honum litist ekki á blikuna vegna afléttinga sóttvarnaraðgerða á Bretlandseyjum. Þórólfur reyndist sannspár um ástandið á Englandi.Vísir/Vilhelm „Ég held að þetta sé mjög óvarlegt hjá Bretum að gera þetta svona. Þeir gætu átt eftir að fá þetta í bakið á næstunni. Það er mögulegt,“ segir Þórólfur. Nú nokkrum dögum seinna virðist Þórólfur hafa haft rétt fyrir sér. Þórólfur sagði jafnframt í viðtali í gær að hann teldi ekki rétt að fara sömu leið og nágrannaþjóðir okkar. Hann segir áhættu tekna með afléttingu fjöldatakmarkanna. „Ég bendi á það, til dæmis, úrslitaleikurinn á Wembley, Íslendingar sem komu þaðan voru smitaðir og eiga stóran þátt í þessari bylgju sem við erum núna að ganga í gegnum,“ segir Þórólfur. Hann segir betra að við nýtum okkur okkar eigin reynslu í baráttunni við faraldurinn.
England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví Sóttvarnalæknir vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví. Hann telur mjög mikilvægt að halda skólunum opnum í haust en einnig að hægt verði að lágmarka hversu marga þurfi að setja í sóttkví. Nýtt afbrigði veirunnar gæti þó gert þetta erfitt. 18. ágúst 2021 11:53 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Sjá meira
Vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví Sóttvarnalæknir vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví. Hann telur mjög mikilvægt að halda skólunum opnum í haust en einnig að hægt verði að lágmarka hversu marga þurfi að setja í sóttkví. Nýtt afbrigði veirunnar gæti þó gert þetta erfitt. 18. ágúst 2021 11:53