Misskiptingin gæti ekki verið skýrari Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. ágúst 2021 14:00 Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar segir brýnt að ríkari lönd aðstoði þau fátækari með bóluefni Vísir Framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar tekur undir með Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni um að ríkari þjóðir aðstoði þær fátækari mun betur í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Á meðan aðeins nokkur prósent séu bólusett í Eþíópíu sé rætt um að gefa fólki örvunarskammt hér á landi. Aðalframkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar varaði við þjóðernis- bólusetningastefnu og óréttlæti í bólusetningum á fundi sínum í gær í Ungverjalandi . Hann lýsti yfir vonbrigðum með að af 4,8 milljörðum skammta bóluefna sem dreift hefði verið í heiminum hefðu 75% farið til tíu ríkja en aðeins 2% til ríkja í Afríku. Ísland er í hópi þeirra ríkja sem byrjað hafa að gefa þegnum sínum örvunarskammt gegn Covid-19. En búið er að endurbólusetja eldri borgara og fólk með undirliggjandi sjúkdóma og þá sem fengu upphaflega Jansen- bóluefnið. Heildarhagsmunir að allir verði bólusettir á svipuðum tíma Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar tekur undir þessi sjónarmið Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. „Við hjá Hjálparstarfi kirkjunnar erum hluti af kirkjutengdu samstarfi stofnana sem heitir Act Alliance og starfar í 120 löndum. Þar er skorað á ríkari þjóðir að láta meira af hendi til fátækari landa í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Ríkari þjóðirnar eigi að deila bóluefnum mun betur til þeirra fátækari,“ segir Bjarni. Bjarni segir skiljanlegt að valdhafar hugsi fyrst og fremst um eigin þegna en í þessu máli þurfi að hugsa um heildarhagsmuni. „Við skorum á valdhafa að deila bóluefnum jafnar niður milli þjóða. Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið alls staðar. Það eru okkar hagsmunir að gefa meira af bóluefni til þeirra sem eru í verri stöðu en við og það er mikil áskorun. Faraldurinn klárast ekki fyrr en heimsbyggðin hefur verið bólusett,“ segir Bjarni. Bjarni segist verða áþreifanlega var við mismununina í sínu starfi fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. „Við störfum í Eþíópíu og sjáum bara hvað staðan er ójöfn við Ísland. Þar hafa bara örfá prósent landsmanna fengið bóluefni og öll staða og kerfi eru í lamasessi. Á meðan er verið að ræða um ábót á okkar bóluefni hér á landi. Myndin er því afar skökk og staða þeirra fátækari mjög slæm. Það er undarlegt að heyra umræðu um örvunarskammta meðan fátækari lönd eru varla byrjuð að bólusetja,“ segir hann. Hjálparstarf Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Varaði við „þjóðernis-bólusetningarstefnu“ Tedros Adhanom Ghebreyesus, aðalframkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, varaði við þjóðernis-bólusetningastefnu og óréttlæti í bólusetningum á fundi með utanríkisráðherra Ungverjalands í gær. 24. ágúst 2021 07:34 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Aðalframkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar varaði við þjóðernis- bólusetningastefnu og óréttlæti í bólusetningum á fundi sínum í gær í Ungverjalandi . Hann lýsti yfir vonbrigðum með að af 4,8 milljörðum skammta bóluefna sem dreift hefði verið í heiminum hefðu 75% farið til tíu ríkja en aðeins 2% til ríkja í Afríku. Ísland er í hópi þeirra ríkja sem byrjað hafa að gefa þegnum sínum örvunarskammt gegn Covid-19. En búið er að endurbólusetja eldri borgara og fólk með undirliggjandi sjúkdóma og þá sem fengu upphaflega Jansen- bóluefnið. Heildarhagsmunir að allir verði bólusettir á svipuðum tíma Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar tekur undir þessi sjónarmið Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. „Við hjá Hjálparstarfi kirkjunnar erum hluti af kirkjutengdu samstarfi stofnana sem heitir Act Alliance og starfar í 120 löndum. Þar er skorað á ríkari þjóðir að láta meira af hendi til fátækari landa í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Ríkari þjóðirnar eigi að deila bóluefnum mun betur til þeirra fátækari,“ segir Bjarni. Bjarni segir skiljanlegt að valdhafar hugsi fyrst og fremst um eigin þegna en í þessu máli þurfi að hugsa um heildarhagsmuni. „Við skorum á valdhafa að deila bóluefnum jafnar niður milli þjóða. Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið alls staðar. Það eru okkar hagsmunir að gefa meira af bóluefni til þeirra sem eru í verri stöðu en við og það er mikil áskorun. Faraldurinn klárast ekki fyrr en heimsbyggðin hefur verið bólusett,“ segir Bjarni. Bjarni segist verða áþreifanlega var við mismununina í sínu starfi fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. „Við störfum í Eþíópíu og sjáum bara hvað staðan er ójöfn við Ísland. Þar hafa bara örfá prósent landsmanna fengið bóluefni og öll staða og kerfi eru í lamasessi. Á meðan er verið að ræða um ábót á okkar bóluefni hér á landi. Myndin er því afar skökk og staða þeirra fátækari mjög slæm. Það er undarlegt að heyra umræðu um örvunarskammta meðan fátækari lönd eru varla byrjuð að bólusetja,“ segir hann.
Hjálparstarf Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Varaði við „þjóðernis-bólusetningarstefnu“ Tedros Adhanom Ghebreyesus, aðalframkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, varaði við þjóðernis-bólusetningastefnu og óréttlæti í bólusetningum á fundi með utanríkisráðherra Ungverjalands í gær. 24. ágúst 2021 07:34 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Varaði við „þjóðernis-bólusetningarstefnu“ Tedros Adhanom Ghebreyesus, aðalframkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, varaði við þjóðernis-bólusetningastefnu og óréttlæti í bólusetningum á fundi með utanríkisráðherra Ungverjalands í gær. 24. ágúst 2021 07:34